Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 115 – 9. janúar 2007.
____________________________________________________________________________
Ár 2007, þriðjudaginn 9. janúar kl. 1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa ogÓskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
Dagskrá:
1. Flæðagerði 23 á Sauðárkróki – umsókn um lóð
2. Bær á Höfðaströnd – hesthússbygging
3. Búhöldar – lóðir við Kleifatún – bréf dags. 4. jan. 2007
4. Hesteyri 2 – Vatneyri 3 lóðamál – bréf KS
5. Borgarflöt 9 – 21 erindi Flokku ehf – Ómar Kjartansson
6. Mál frá síðasta fundi. Drög að fornleifaskráningu, skráningarstaðlar og leiðbeiningar frá Fornleifavernd ríkisins.
7. Hátún I og II á Langholti – breyting á landamerkjum.
8. Önnur mál.
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
1 Flæðagerði 23 á Sauðárkróki – Guðlaugur Einarsson, Furuhlíð 2, Sauðárkróki, fh. Elinn ehf. kt. 450401-2340, sækir um lóðina nr. 23 við Flæðagerði á Sauðárkróki fyrir hesthús. Erindið samþykkt.
2 Bær á Höfðaströnd – hesthússbygging. Ólafur E. Friðriksson byggingarstjóri, f.h Höfðastrandar ehf. kt. 430505-0840 sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd, sem gerð er af verkfræðistofunni Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni, og dagsett er 4. janúar 2007. Í umsókn kemur fram áætluð stærð hússins: breidd 20 m., lengd 40 m., mænishæð, 6,8 m. Varðandi erindið þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Byggingarleyfisafgreiðslan verður tekin fyrir þegar aðaluppdrættir hafa borist.
3 Búhöldar hsf. – lóðir við Kleifatún – Búhöldar hsf. sækja, með bréfi dagsettu 4. jan. 2007 um lóðirnar nr. 5-7, 9-11 og 13-15 við Kleifatún fyrir parhús. Búhöldum hafði verið úthlutað lóðunum nr. 1-3 og 5-7 við Kleifatún. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að úthluta Búhöldum lóðunum nr 5-7, 9-11og 13-15 og áskilur sér rétt til að úthluta öðrum lóðinni nr. 1-3 við Kleifatún verði um hana sótt. Þá er minnt á að byggingarframkvæmdir skulu hafnar innan árs frá lóðarúthlutun.
4 Hesteyri 2 – Vatneyri 3 lóðamál – Ólafur Sigmarsson fh. Kaupfélags Skagfirðinga óskar, með bréfi dagsettu 4. janúar 2007 eftir að lóðirnar Hesteyri 2 og Vatneyri 3 verði sameinaðar og stækkaðar samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd frá Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni dags. 3. janúar 2007. Samgöngunefnd úthlutaði KS þann 14. mars 2006 lóðinni Vatneyri 3 með ákveðnum skilyrðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að sameina lóðirnar og stækka í samræmi við afstöðumynd Stoðar. Kvaðir í lóðarúthlutun frá 14. mars 2006 gilda áfram. Skipulags og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna þessa.
5 Borgarflöt 9 – 21, erindi Flokku ehf – Ómar Kjartansson. Ómar Kjartansson fh. Flokku ehf. sækir um lóðirnar nr. 17, 19 og 21 við Borgarflöt á Sauðárkróki fyrir starfsemi fyrirtækisins. Áður hafði ÓK gámaþjónustu verið úthlutað lóðunum nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt og eru lóðirnar samliggjandi. Skipulags- og byggingarnefnd telur sig vanta fyllri upplýsingar um starfsemina áður en erindið verður afgreitt og frestar því afgreiðslu.
6 Mál frá síðasta fundi. Drög að fornleifaskráningu, skráningarstaðlar og leiðbeiningar frá Fornleifavernd ríkisins. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar vegna þessa er eftirfarandi :
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að Fornleifavernd Ríkisins sé að vinna að samræmingu vinnubragða við skráningu og meðferð fornleifa á Íslandi. Markviss skráning fornleifa hefur ýmsa kosti fyrir bæði Sveitarfélagið og aðra þá sem vilja framkvæma. Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins býður ekki upp á að skrá stór landsvæði langt fram í tímann. Því hefur verið valin sú leið að skrá einungis þau svæði/jarðir sem verið er að framkvæma á hverju sinni. Eigi að breyta því og skrá fornleifar hraðar en nú er verið að gera verður hið opinbera að sjá um þá framkvæmd og kosta hana. Aukin vinna við verndun og skráningu staðbundinna fornleifa, sem geyma sögu Íslendinga allra, getur ekki verið einkamál sveitarfélags og því eðlileg krafa að ríkið komi að kostnaði við þá skráningu.
Páll Dagbjartsson vék nú af fundi vegna anna.
7 Hátún I og II, Langholti. Stoð ehf. verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson f.h., Gunnlaugs Jónassonar, Hátúni I, 560 Varmahlíð, kt. 250617-4379 og Ragnars Gunnlaugssonar, Hátúni II, 560 Varmahlíð, kt. 260249-4959, óskar hér með eftir leyfi til þess að breyta landamerkjum Hátúns I, landnr. 146038, og Hátúns II, landnr. 146039, einnig sameina lóðina Hátún II, land, landnr. 195191, jörðinni Hátúni II, skv. meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af Stoð ehf. verkfræðistofu og eru þeir dagsettir 8. janúar 2007. Uppdrættir eru nr. S-101, S-102 og S-103, verk nr. 7385.
Breytingarnar sem sótt er um eru eftirfarandi :
Núverandi landamerki milli Hátúns I, landnr. 146038, og Hátúns II, landnr. 146039, eru sýnd á meðfylgjandi skýringaruppdrætti nr. S-102, dags. 8. janúar 2007. Landamerkin eru teiknuð ofan í loftmynd frá ágúst 2000, skv. landamerkjabréfi fyrir jarðirnar Hátún I og II, dags. 3. apríl 1988. Lóðin Hátún II, land, landnr. 195191, sem einnig er sýnd á uppdrættinum, er skv. afstöðumynd gerðri af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 18. mars 2003.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
8 Önnur mál.
Svanhildur óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi leggi fram skrá yfir erindi sem vísað hefur verið til nefndarinar og ekki hafa fengið fullnaðarafgreiðslu.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1534
Jón Örn Berndsen,
ritari fundargerðar.
Fundur 115 – 9. janúar 2007.
____________________________________________________________________________
Ár 2007, þriðjudaginn 9. janúar kl. 1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og
Dagskrá:
1. Flæðagerði 23 á Sauðárkróki – umsókn um lóð
2. Bær á Höfðaströnd – hesthússbygging
3. Búhöldar – lóðir við Kleifatún – bréf dags. 4. jan. 2007
4. Hesteyri 2 – Vatneyri 3 lóðamál – bréf KS
5. Borgarflöt 9 – 21 erindi Flokku ehf – Ómar Kjartansson
6. Mál frá síðasta fundi. Drög að fornleifaskráningu, skráningarstaðlar og leiðbeiningar frá Fornleifavernd ríkisins.
7. Hátún I og II á Langholti – breyting á landamerkjum.
8. Önnur mál.
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
1 Flæðagerði 23 á Sauðárkróki – Guðlaugur Einarsson, Furuhlíð 2, Sauðárkróki, fh. Elinn ehf. kt. 450401-2340, sækir um lóðina nr. 23 við Flæðagerði á Sauðárkróki fyrir hesthús. Erindið samþykkt.
2 Bær á Höfðaströnd – hesthússbygging. Ólafur E. Friðriksson byggingarstjóri, f.h Höfðastrandar ehf. kt. 430505-0840 sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd, sem gerð er af verkfræðistofunni Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni, og dagsett er 4. janúar 2007. Í umsókn kemur fram áætluð stærð hússins: breidd 20 m., lengd 40 m., mænishæð, 6,8 m. Varðandi erindið þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Byggingarleyfisafgreiðslan verður tekin fyrir þegar aðaluppdrættir hafa borist.
3 Búhöldar hsf. – lóðir við Kleifatún – Búhöldar hsf. sækja, með bréfi dagsettu 4. jan. 2007 um lóðirnar nr. 5-7, 9-11 og 13-15 við Kleifatún fyrir parhús. Búhöldum hafði verið úthlutað lóðunum nr. 1-3 og 5-7 við Kleifatún. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að úthluta Búhöldum lóðunum nr 5-7, 9-11og 13-15 og áskilur sér rétt til að úthluta öðrum lóðinni nr. 1-3 við Kleifatún verði um hana sótt. Þá er minnt á að byggingarframkvæmdir skulu hafnar innan árs frá lóðarúthlutun.
4 Hesteyri 2 – Vatneyri 3 lóðamál – Ólafur Sigmarsson fh. Kaupfélags Skagfirðinga óskar, með bréfi dagsettu 4. janúar 2007 eftir að lóðirnar Hesteyri 2 og Vatneyri 3 verði sameinaðar og stækkaðar samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd frá Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni dags. 3. janúar 2007. Samgöngunefnd úthlutaði KS þann 14. mars 2006 lóðinni Vatneyri 3 með ákveðnum skilyrðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að sameina lóðirnar og stækka í samræmi við afstöðumynd Stoðar. Kvaðir í lóðarúthlutun frá 14. mars 2006 gilda áfram. Skipulags og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna breytingu á deiliskipulagi vegna þessa.
5 Borgarflöt 9 – 21, erindi Flokku ehf – Ómar Kjartansson. Ómar Kjartansson fh. Flokku ehf. sækir um lóðirnar nr. 17, 19 og 21 við Borgarflöt á Sauðárkróki fyrir starfsemi fyrirtækisins. Áður hafði ÓK gámaþjónustu verið úthlutað lóðunum nr. 9, 11 og 13 við Borgarflöt og eru lóðirnar samliggjandi. Skipulags- og byggingarnefnd telur sig vanta fyllri upplýsingar um starfsemina áður en erindið verður afgreitt og frestar því afgreiðslu.
6 Mál frá síðasta fundi. Drög að fornleifaskráningu, skráningarstaðlar og leiðbeiningar frá Fornleifavernd ríkisins. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar vegna þessa er eftirfarandi :
Skipulags- og byggingarnefnd fagnar því að Fornleifavernd Ríkisins sé að vinna að samræmingu vinnubragða við skráningu og meðferð fornleifa á Íslandi. Markviss skráning fornleifa hefur ýmsa kosti fyrir bæði Sveitarfélagið og aðra þá sem vilja framkvæma. Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins býður ekki upp á að skrá stór landsvæði langt fram í tímann. Því hefur verið valin sú leið að skrá einungis þau svæði/jarðir sem verið er að framkvæma á hverju sinni. Eigi að breyta því og skrá fornleifar hraðar en nú er verið að gera verður hið opinbera að sjá um þá framkvæmd og kosta hana. Aukin vinna við verndun og skráningu staðbundinna fornleifa, sem geyma sögu Íslendinga allra, getur ekki verið einkamál sveitarfélags og því eðlileg krafa að ríkið komi að kostnaði við þá skráningu.
Páll Dagbjartsson vék nú af fundi vegna anna.
7 Hátún I og II, Langholti. Stoð ehf. verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson f.h., Gunnlaugs Jónassonar, Hátúni I, 560 Varmahlíð, kt. 250617-4379 og Ragnars Gunnlaugssonar, Hátúni II, 560 Varmahlíð, kt. 260249-4959, óskar hér með eftir leyfi til þess að breyta landamerkjum Hátúns I, landnr. 146038, og Hátúns II, landnr. 146039, einnig sameina lóðina Hátún II, land, landnr. 195191, jörðinni Hátúni II, skv. meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af Stoð ehf. verkfræðistofu og eru þeir dagsettir 8. janúar 2007. Uppdrættir eru nr. S-101, S-102 og S-103, verk nr. 7385.
Breytingarnar sem sótt er um eru eftirfarandi :
- Vestan Sauðárkróksbrautar verður breyting á landamerkjum Hátúns I og II skv. meðfylgjandi skýringaruppdrætti nr. S-103, dags. 8. janúar 2007. Land sem tilheyrir Hátúni II eftir breytinguna er hnitsett á meðfylgjandi afstöðumynd nr. S-101, dags. 8. janúar 2007. Allar byggingar sem nú tilheyra Hátúni II, falla undir Hátún I, nema íbúðarhús, fastanr. 214-0478.
- Land vestan Húseyjarkvíslar, sem nú er skipt milli Hátúns I og II, fellur undir Hátún I, sjá meðfylgjandi skýringaruppdrætti nr. S-102 og S-103 dags. 8. janúar 2007.
- Austan Húseyjarkvíslar er óskipt, sameiginlegt beitiland jarðanna Glaumbæjar I og II, Hátúns I og II, Jaðars og Ytri-Húsabakka. Sá hluti landsins, sem nú er í eigu Hátúns II, stærð 53,7 ha. skv. bréfi frá Landnámi ríkisins dags. 27. okt. 1972, fellur undir Hátún I.
- Lóðin Hátún II, land, stærð 1,5 ha, er sameinuð Hátúni II, sjá meðfylgjandi yfirlitsuppdrætti nr. S-102 og S-103 dags. 8. janúar 2007.
- Veiðiréttur í Húseyjarkvísl, sem nú tilheyrir Hátúni II, fellur undir Hátún I.
Núverandi landamerki milli Hátúns I, landnr. 146038, og Hátúns II, landnr. 146039, eru sýnd á meðfylgjandi skýringaruppdrætti nr. S-102, dags. 8. janúar 2007. Landamerkin eru teiknuð ofan í loftmynd frá ágúst 2000, skv. landamerkjabréfi fyrir jarðirnar Hátún I og II, dags. 3. apríl 1988. Lóðin Hátún II, land, landnr. 195191, sem einnig er sýnd á uppdrættinum, er skv. afstöðumynd gerðri af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 18. mars 2003.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
8 Önnur mál.
Svanhildur óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi leggi fram skrá yfir erindi sem vísað hefur verið til nefndarinar og ekki hafa fengið fullnaðarafgreiðslu.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1534
Jón Örn Berndsen,
ritari fundargerðar.