Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

116. fundur 23. janúar 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 116 – 23. janúar 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, þriðjudaginn 23. janúar kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.         Borgarflöt 15, Sauðárkróki – ÓK gámaþjónusta. –Ómar Kjartansson kemur til fundar
2.         Brekkutún 2, Sauðárkróki, Hallbjörn Björnsson – umsókn um breytta notkun húsnæðis
3.         Stórhóll í Tungusveit, Sigrún Indriðadóttir – umsókn um byggingarleyfi.
4.         Skíðastaðir, Neðribyggð, Stoð ehf. – umsókn um landskipti.
5.         Laugarhvammur, Steinsstaðabyggð, Stoð ehf. – umsókn um stofnun lóða.
6.         Laugatún 13 – 27
7.         Önnur mál.
      
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Sérstaklega Ómar Kjartansson framkvæmdastjóra.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.      Borgarflöt 15, Sauðárkróki – Ómar Kjartansson framkvæmdastjóri kom til fundar við skipulags- og byggingarnefnd og gerði grein fyrir umsókn Flokku ehf um lóð undir starfsemi fyrirtækisins og starfsháttum í framtíðinni og svaraði hann spurningum fundarmanna. Ómar vék nú af fundi, svo og Guðmundur Guðmundsson sveitarstjóri, sem sat fundinn undir þessum lið. Ómari þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.
 
2.      Brekkutún 2, Sauðárkróki. – umsókn um breytta notkun húsnæðis. Hallbjörn Björnsson, Brekkutúni 2, óskar eftir að breyta skráningu í Fasteignaskrá á eign hans að Brekkutúni 2. Fyrri eigandi rak hárgreiðslustofu í hluta bílgeymslunnar. Þeim rekstri hefur verið hætt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta skráningu.
 
3.      Stórhóll í Tungusveit, Sigrún Indriðadóttir – umsókn um byggingarleyfi fyrir Moel vinnuskúraeiningum, sem staðið hafa á stöðuleyfi á Stórhóli að undanförnu. Afgreiðsla byggingarleyfis er ekki tekin fyrir, þar sem skortir öll gögn með umsókninni. Stöðuleyfi er veitt til eins árs gegn því að fullnægjandi gögn berist og umsókn um byggingarleyfi þá tekin fyrir.
 
4.      Skíðastaðir, Neðribyggð,  umsókn um landskipti. Stoð ehf. verkfræðistofa, f.h. Björns Sveinssonar, Varmalæk 2, kt. 101052-2149, Felix Antonssonar, Ljósalandi, kt. 170240-2519, Guðmundar Sveinssonar, Laugarholti, kt. 250746-2889 og Helga Sveinssonar, Laugarholti, kt. 180740-2609, óskar hér með eftir leyfi til þess að breyta landamerkjum Laugarholts landnr. 146195, Skíðastaða landnr. 146223 og Varmalækjar landnr. 146245 skv. meðfylgjandi greinargerð og uppdráttum nr. S-00, S-01, S-02 og S-03, dags. 22. janúar 2007.
Breytingin felst í eftirfarandi:
a.                   Úr núverandi landi Skíðastaða verður skipt út landi sem sameinað verður jörðunum Varmalæk annars vegar og Laugarholti hins vegar skv. uppdrætti nr. S-00, dags 22. janúar 2007. Land sem tilheyrir Laugarholti, Skíðastöðum og Varmalæk eftir skiptingu er hnitsett á meðfylgjandi afstöðumyndum nr. S-01, S-02 og S-03, dags 22. janúar 2007.
b.                  Einnig kemur fram í erindinu að tryggður verði umferðarréttur að landi Skíðastaða um land Varmalækjar landnr. 207440 og Varmalækjar landnr. 146245 skv. uppdrætti nr. S-02, dags 22. janúar 2007.
Núverandi landamerki milli Laugarholts, Skíðastaða og Varmalækjar eru sýnd á meðfylgjandi skýringaruppdrætti  nr. S-00, sem dagsettur er 22. janúar 2007.
Framangreindir uppdrættir eru allir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.        
                                                                    
5.      Laugarhvammur, Steinsstaðabyggð, Stoð ehf. verkfræðistofa, f.h. Friðriks Rúnars Friðrikssonar kt. 141156-5009, óskar hér með eftir heimild til að:
a.                       Stofna 404m2 landspildu umhverfis borholu í landi Laugarhvamms skv. meðfylgjandi lóðarblaði dagsettu 18.01.2007.
b.                       Stofna 8.003 m2 landspildu í landi Laugarhvamms umhverfis borholulóð skv. meðfylgjandi lóðarblaði dagsettu 19.01.2007.
c.                       Stofna 2.093 m2 landspildu í landi Laugarhvamms, sem lóð 10, skv. meðfylgjandi lóðarblaði dagsettu 03.01.2007.
d.                       Stofna 2.021 m2 landspildu í landi Laugarhvamms sem lóð 11, skv. meðfylgjandi lóðarblaði dagsettu 10.01.2007.
e.                       Stofna 1.932 m2 landspildu í landi Laugarhvamms sem lóð 11a,  skv. meðfylgjandi lóðarblaði dagsettu 18.01.2007.
f.                         Stofna 2.752 m2 landspildu í landi Laugarhvamms, sem lóð 12a, skv. meðfylgjandi afstöðumynd S-22 dagsettri 22.01.2007.
g.                       Stofna 1,25ha landspildu í landi Laugarhvamms, sem lóð 15, skv. meðfylgjandi afstöðumynd S-23 dagsettri 22.01.2007.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.     
                                                                      
6.      Laugatún 13 – 27, Sauðárkróki. Friðrik Jónssyni ehf var 5. apríl 2005 úthlutað lóðunum nr. 13-27 við Laugatún á Sauðárkróki og 5. apríl 2006 var samþykktur fyrirspurnaruppdráttur af  húsum á lóðirnar. Nú óska Ólafur Friðriksson fh. Friðriks Jónssonar ehf og Sigurjón Rafnsson fh. Íbúa hsf  eftir að lóðunum verði úthlutað á nafn Íbúa hsf. sem fyrirhugar að byggja á lóðunum í samræmi við fyrirspurnaruppdrátt, sem samþykktur var 5. apríl 2006. Byggingaraðili verður Friðrik Jónsson ehf. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að lóðarúthlutun verði afskráð af Friðriki Jónssyni ehf. og Íbúa hsf. úthlutað lóðunum. Áréttað er að byggingarframkvæmdir skulu hefjast innan árs frá úthlutun, annars  fellur lóðin aftur til Sveitarfélagsins.
 
7.      Önnur mál –
             Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
                        Fundi slitið kl. 1534
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.