Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

118. fundur 05. mars 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 118 – 5. mars 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, mánudaginn 5. mars kl.1400 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Gísli Sigurðsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
 
1.      Erindi frá Byggðarráði – Leikskólamál – úrræði í húsnæðismálun
2.      Erindi frá Byggðarráði – Umsókn um land – Skúli Bragason
3.      Erindi frá Byggðarráði – Bréf  Héraðsnefndar A- Hún varðandi samstarf um byggingareftirlit.
4.      Hólmagrund 13 - utanhússklæðning
5.      Önnur mál.
           
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.         Erindi frá Byggðarráði – Leikskólamál – Á fundi Byggðarráðs 27. febrúar sl. var samþykkt að hefja undirbúning að byggingu nýs leikskóla. Staðsetning skólans er áformuð á lóð sunnan Sauðár og fól Byggðarráð Umhverfis- og tæknisviði að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið með tilliti til þessa. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi byggðarráðs og samþykkir að láta vinna nauðsynlegar skipulagsbreytingar vegna þessa.
 
2.         Erindi frá Byggðarráði – Umsókn um land – Á fundi Byggðarráðs 27. febrúar var lagt fram bréf Skúla Þórs Bragasonar, dagsett 22. febrúar 2007, þar sem hann sækir um u.þ.b. 10 ha. land undir ferðaþjónustu fyrir ofan Sauðárkrók, í Skógarhlíð. Byggðarráð vísaði  erindinu til umsagnar skipulags- og bygginganefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar og óskaði eftir nánari upplýsingum um fjármögnun og viðskiptaáætlun frá Skúla Þór Bragasyni. Skipulags – og  byggingarnefnd tekur undir bókun Byggðarráðs frá 27. febrúar þar sem erindinu er fagnað og óskar eftir nánari upplýsingum varðandi framkvæmda- og rekstraráætlun frá umsækjanda. Umrætt svæði er ekki í Aðalskipulagi skilgreint sem byggingarsvæði heldur almennt útivistar og skógræktarsvæði.
 
3.         Erindi frá Byggðarráði 27. febrúar 2007 – Á fundi Byggðarráðs 27. febrúar sl var lagt fram bréf frá Héraðsnefnd Austur-Húnvetninga, dagsett 16. febrúar 2007, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins um hvort áhugi sé fyrir hendi um samstarf um byggingareftirlit með betri þjónustu og hagkvæmni í huga. Samþykkti Byggðarráð að fela sveitarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að skoða þetta mál og ræða við fulltrúa Austur-Húnvetninga. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og tekur undir samþykkt Byggðarráðs varðandi málið.
 
4.         Hólmagrund 13 – utanhússklæðning. Björn Sverrisson, kt. 181237-2019, Hólmagrund 13, Sauðárkróki sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhús sitt með hardi-plank klæðningu frá Þ. Þorgrímssyni. Klætt verður á trégrind og í grindina einangrað með steinullareinangrun.
       Erindið samþykkt.
 
 
5.         Önnur mál.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
 
                        Fundi slitið kl. 1534
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.