Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

119. fundur 20. mars 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 119 – 20. mars 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, þriðjudaginn 20. mars kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
 
Dagskrá:
 
1.      Túnahverfi – skipulag.
2.      Erindi frá Búhöldum, dagsett 6. mars 2007.
3.      Kleifatún 9 til 11 – umsókn um byggingarleyfi.
4.      Kleifatún 13 til 15 – umsókn um byggingarleyfi. 
5.      Iðutún 5-7  – lóð skilað.
6.      Kvistahlíð 8 – lóðarumsókn.
7.      Skíðastaðir, Laugarholt og Varmilækur – Landskipti, breytingar á landamerkjum.
8.      Laugarhvammur – stofnun lóðar, landskipti.
9.      Brautarholt á Langholti – stofnun lóðar, landskipti.
10.  Sjávarborg II land – umsókn um nafnleyfi.
11.  Birkimelur 10, Varmahlíð – lóðarfrágangur.
12.  Málefni Flokku ehf –
13.  Hesteyri 2 – Vatneyri 1 – deiliskipulag
14.  Ártorg – deiliskipulag.
15.  Önnur mál.
           
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.        Túnahverfi – deiliskipulag – Farið yfir skipulagsmál í Túnahverfi.
 
2.        Bréf Búhölda, dagsett 6. mars 2007, lagt fram. Í bréfinu lýsa Búhöldar áhyggjum sínum yfir því að lóðaframboð á Sauðárkróki fyrir parhúsalóðir sé etv ekki nægjanlegt og gera grein fyrir að Búhöldar hsf. þurfi lóðir fyrir 3 parhús á árinu 2008. Skipulags- og byggingarnefnd vísar til fyrri svara sinna varðandi byggingaráform Búhölda og lóðaframboð á Sauðárkróki og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu nánar.
 
3.        Kleifatún 9 til 11 – umsókn um byggingarleyfi. Afgreiðslu frestað af skipulagsástæðum.
               
4.        Kleifatún 13 til 15 – umsókn um byggingarleyfi.  Afgreiðslu frestað af skipulagsástæðum.
 
5.        Iðutún 5-7 – lóð skilað. Þorvaldur Ingi Björnsson og Sæmundur Þór Hafsteinsson fh. Valgeirs Þórs Sæmundssonar skila inn parhúsalóðinni nr. 5-7 við Iðutún á Sauðárkróki, sem þeim var úthlutað 9. júní 2006. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
 
6.        Kvistahlíð 8 – lóðarumsókn. Þorvaldur Ingi Björnsson, kt. 191086-2879, sækir um lóðina. Samþykkt að úthluta Þorvaldi lóðinni.
 
7.      Skíðastaðir, Laugarholt og Varmilækur – Landskipti og breytingar á landamerkjum.
Þinglýstir eigendur jarðanna Laugarholts, Varmalækjar og Skíðastaða, óska eftir, með vísan til IV. kafla jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til þess að breyta landamerkjum Laugarholts landnr. 146195, Skíðastaða landnr. 146223 og Varmalækjar landnr. 146245 skv. meðfylgjandi greinargerð, skýringaruppdrætti nr. S-00 og afstöðumyndum S-01, S-02 og S-03, Uppdrættir dagsettir 22. janúar 2007 með breytingum 28. febrúar 2007.
Núverandi landamerki milli Laugarholts, Skíðastaða og Varmalækjar eru sýnd á meðfylgjandi skýringaruppdrætti nr. S-00, dags. 22. janúar 2007 með breytingu 28. febrúar 2007. Landamerkin eru teiknuð skv. mælingu Stoðar ehf. verkfræðistofu, Braga Þórs Haraldsson, dags. 21. desember 2006.
Lögbýlaréttur fylgi áfram Skíðastöðum landnr. 146223.
 
Erindið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 23.01.2007 og  sveitarstjórnar 25.01.2007. Við samþykkt erindisins í dag falla úr gildi samþykktir skipulags- og byggingarnefndar 23.01.2007 og  sveitarstjórnar 25.01.2007.
 
8.        Laugarhvammur – stofnun lóðar, landskipti. Friðrik Rúnar Friðriksson, kt. 141156-5009, sækir um heimild til að stofna lóð úr landi Laugarhvamms samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dagsettum 11.03.2007 og gerðir eru af Stoð ehf. verkfræðistofu Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Lóðin er merkt nr. 10 á uppdrætti Stoðar ehf sem dagsettur er 11.03.2007. Stofnun lóðar samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd vill benda á að veiting byggingarleyfis á lóðinni kallar á breytingu á aðal- og deiliskipulagi Steinstaða 1990-2010.
 
9.        Brautarholt á Langholti – stofnun lóðar, landskipti. Haraldur Stefánsson, kt. 220252-2139, bóndi í Brautarholti á Langholti sækir um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna lóð úr landi Brautarholts samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti frá Stoð ehf sem gerður er 12. mars 2007. Fyrir liggur staðfesting nágranna á sameiginlegum landamerkjum. Erindið samþykkt.
 
10.    Sjávarborg II, land – umsókn um nafnleyfi. Haraldur Rafn Björnsson og Haraldur Árnason, Sjávarborg II, eigandi lóðar úr landi Sjávarborgar II, óska heimildar til að nefna lóðina og íbúðarhúsið, sem á landinu er, Borg. Landnúmer lóðarinnar er 203895.  Með vísan í lög nr. 35 frá 1953 um bæjarnöfn og fleira samþykkir skipulags- og byggingarnefnd erindið.
 
11.    Birkimelur 10, Varmahlíð – lóðarfrágangur. Helgi Dagur Gunnarsson sækir um heimild til að ganga frá lóð Birkimels 10 í samræmi við uppdrætti sem gerðir eru af Magnúsi Ingvarssyni, byggingarfræðingi og dagsettir eru 1. mars 2007. Erindinu vísað til eignarsjóðs til umsagnar.
 
12.    Málefni Flokku ehf – Jón Örn gerði grein fyrir stöðu mála.
 
13.    Hesteyri 2 – Vatneyri 3 – deiliskipulag. Jón Örn kynnti tillögu að deiliskipulagi lóðanna Hesteyri 2 – Vatneyri 3. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 9 janúar s.l var samþykkt að sameina lóðirnar og vinna breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Tillaga að deiliskipulagi lögð fram. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
 
14.     Ártorg,  Sauðárkróki – .
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Ártorgs lögð fram. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
15. Önnur mál.
 
       Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
 
                        Fundi slitið kl. 1522
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.