Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

122. fundur 03. maí 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 122 – 3. maí 2007.
____________________________________________________________________________
           
            Ár 2007, fimmtudaginn 3. maí kl.1315, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá :
 
1.      Skagafjarðarveitur – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar. Hrolleifsdalur -  Hofsós.
2.      Aðalskipulag Skagafjarðar
3.      Aðalskipulag Sauðárkróki - aðalskipulagsbreyting
4.      Ártorg – deiliskipulagsbreyting
5.      Gilstún 32 - umsókn um byggingarleyfi
6.      Víðigrund 5 – umsókn um útlitsbreytingu
7.      Varmahlíðarskóli – Sparkvöllur - umsókn um byggingarleyfi
8.      Hólar – umsókn um framkvæmdaleyfi
9.      Hólar – lóð Skagafjarðarveitna - umsókn um byggingarleyfi
10.  Borgarteigur, Flokka – byggingarleyfisumsókn-
11.  Reykir á Reykjaströnd – laug
12.  Steinn á Reykjaströnd – stöðuleyfisumsókn
13.  Mælifellsá – útlitsbreyting
14.  Langhús í Fljótum – landskipti
15.  Gránumóar, Jarðgerð ehf. – Breytingar
16.  Bær á Höfðaströnd - umsókn um byggingarleyfi. Hesthússbygging
17.  Vatn á Höfðaströnd – umsókn um landskipti
18.  Laugarhvammur – lóð nr. 10 umsókn um byggingarleyfi
19.  Ytri-Hofdalir – Vélageymsla – umsókn um byggingarleyfi
20.  Sæmundargata 5, Sauðárkróki – erindi Jóhönnu Sturludóttur fh. íbúa
21.  Önnur mál.
           
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.        Skagafjarðarveitur – umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitaveitulögn úr Hrollleifsdal að Hofsósi. Skagafjarðarveitur ehf., kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, 550 Sauðárkróki, óska eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá Bræðraá að Hofsósi, skv. yfirlitsuppdráttum nr. P-100 til P-120 og P-200 til P-229 í meðfylgjandi teikningaheftum. Uppdrættirnir eru gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni og Atla Gunnari Arnórssyni, dagsettir 26. mars 2007. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá borholu í landi Bræðraár í Hrolleifsdal að Hofsósi og lagningu dreifikerfis á Hofsósi og út frá stofnlögninni.  Um er að ræða stállagnir sem verða grafnar í jörð og plastlagnir sem verða plægðar í jörð. Samhliða hitaveitunni verða lagðar ídráttarlagnir fyrir gagnaveitu. Atli Gunnar Arnórsson verkfræðingur kom á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir erindinu og vék síðan af fundi.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni með þeim skilyrðum að samráð verði haft við Minjavörð Nl vestra í samræmi við bréf Fornleifaverndar ríkisins frá 3. maí 2007.
 
2.        Aðalskipulag Skagafjarðar – Rætt um vinnu við Aðalskipulagsgerðina og það starf sem framundan er til að ljúka þeirri vinnu nú með auglýsingu tillögunnar. Nefndin er sammálu því að hraða vinnslu tillögunnar sem frekast er unnt og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá fund með fulltrúum skipulagsstofnunar varðandi framgang málsins.
 
3.        Aðalskipulag Sauðárkróks – aðalskipulagsbreyting. Fyrir liggur tillaga að breytingu á landnotkunarflokki á svæði neðan Túnahverfis sunnan Ártorgs. Svæðið er skilgreint í Aðalskipulagi Sauðárkróks 1994-2014 sem blandað svæði fyrir stofnanir og verslanir eftir lok skipulagstímabilsins. Nú hefur skapast þörf fyrir nýjan leikskóla á Sauðárkróki og er honum ætlað að rísa á þessu svæði. Því er lagt til að þetta svæði fái strax skilgreiningu Miðsvæðis samkvæmt skipulagsreglugerð og er það í samræmi við fyrirliggjandi tillögur að breyttu Aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa breytinguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
4.        Ártorg – deiliskipulagsbreyting. Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ártorgs á Sauðárkróki. Helstu breytingar frá núverandi ástandi eru þær að lóð Verknámshúss Fjölbrautaskólans er stækkuð, sérstök lóð er afmörkuð fyrir Mjólkursamlag KS og lóð austan Ábæjar er skipt upp í tvær lóðir vegna fyrirhugaðrar byggingar pósthúss á svæðinu. Áfram er gert ráð fyrir byggð íbúða, verslana og þjónustu á skipulagssvæði Ártorgs.  Tillaga að deiliskipulagsbreytingu Ártorgs lögð fram. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
5.        Gilstún 32, Sauðárkróki - viðbygging. Umsókn um byggingarleyfi. María Björk Ingvadóttir, kt. 201259-4449, Gilstúni 32, Sauðárkróki sækir um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til að byggja við einbýlishús sitt, sem stendur á lóðinni nr. 32 við Gilstún á Sauðárkróki, samkvæmt framlögðum uppdráttum dagsettum 08.02.2007, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Erindið samþykkt.
 
6.        Víðigrund 5 – umsókn um útlitsbreytingu. Tómas Árdal, f.h. Húsfélagsins Víðigrund 5, Sauðárkróki sækir, með bréfi dagsettu 26. apríl sl., um leyfi til að láta fjarlægja reykháf af húsinu og einnig um leyfi til að skipta um þakefni á húsinu. Erindið samþykkt.
 
7.      Varmahlíðarskóli – Sparkvöllur - umsókn um byggingarleyfi. Elsa Jónsdóttir, sviðsstjóri Eignarsviðs og Páll Dagbjartsson, skólastjóri Varmahlíðarskóla fyrir hönd Varmahlíðarskóla sækja um leyfi fyrir staðsetningu og byggingu sparkvallar á lóð skólans í Varmahlíð. Fyrirhugað er að byggja 599,3 m² upphitaðan gervigrasvöll samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu og af tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
 
8.        Hólar í Hjaltadal – umsókn um framkvæmdaleyfi. Stoð ehf. verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson verkfræðingur, f.h. Skagafjarðarveitna ehf. kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, Sauðárkróki, sækir um leyfi til þess að endurnýja stofnlögn vatnsveitu að Hólum í Hjaltadal, frá vatnstanki veitunnar ofan byggðarinnar niður að tengingu við núverandi lögn ofan Nátthaga.  Lega lagnarinnar er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 1026, gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 18. janúar 2007. Um er að ræða plastlögn, 180mm, sem verður grafin niður á um 1,2 m dýpi.  Lega lagnarinnar er valin með það fyrir augum að raska trjágróðri á svæðinu sem minnst. Erindið samþykkt að fengnu samþykki Minjavarðar.
 
9.        Hólar – lóð Skagafjarðarveitna landnúmer 211076. Umsókn um byggingarleyfi. Stoð ehf. verkfræðistofa, Atli Gunnar Arnórsson verkfræðingur, f.h. Skagafjarðarveitna ehf. kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, Sauðárkróki, sækir um leyfi til þess að byggja vatnstank með sambyggðu lokahúsi á leigulóð Skagafjarðarveitna ehf. skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 9. mars 2007.
Erindið samþykkt að fengnu samþykki Minjavarðar.
 
 
10.    Borgarteigur, Flokka – byggingarleyfisumsókn. Ómar Kjartansson, eigandi og prókúruhafi lögaðilans Flokku ehf., kt. 410606-0460, Ártúni 13, Sauðárkróki, sækir um leyfi til að byggja  iðnaðarhúsnæði á lóð sem fyrirtækinu var úthlutað á fundi skipulags-og byggingarnefndar 3. apríl sl. við Borgarteig á Sauðárkróki. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir dagsettir 13.04.2007 gerðir af Stoð ehf. Verkfræðistofu,  Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi. Í fyrsta áfanga er fyrirhugað er að byggja 788,5 m² iðnaðarhúsnæði á lóðinni. Skipulags og byggingarnefnd  samþykkir erindið og ítrekar að áður en starfsemi hefst skuli lóðin hafa verið afgirt og fer fram á að fá séruppdrætti af fyrirhuguðum frágangi á lóðarmörkum.
 
11.    Reykir á Reykjaströnd – laug. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl óskar heimildar til að gera laug austan við núverandi “Grettislaug” í fjöruborðinu að Reykjum á Reykjaströnd samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Fyrir liggur samþykki meðeigenda Jóns að jörðinni Reykjum. Erindið er samþykkt og framkvæmdaleyfi veitt vegna laugar. Séruppdrátta er krafist af búningsaðstöðu.
 
12.    Steinn á Reykjaströnd – stöðuleyfisumsókn. Ómar Kjartansson, Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að flytja og staðsetja, tímabundið, frístundahús að Steini á Reykjaströnd, landnúmer 208710.
Húsið sem um ræðir hefur Ómar keypt, en það var byggt árið 1965 og stendur á lóð með landnúmerið 170209, sem er úr landi Heiðarbæjar í Bláskógarbyggð. Fyrir liggur samþykki landeigenda á Steini, Steinunnar R. Guðmundsdóttur og Gústavs Bentssonar. Skipulags- og byggingarnefnd veitir húsinu 9 mánaða stöðuleyfi á umræddum stað.
 
13.    Mælifellsá – útlitsbreyting. Margeir Björnsson, bóndi að Mælifellsá, sækir um leyfi til að klæða utan íbúðarhúsið að Mælifellsá með Steni klæðningu og einnig um leyfi til að breyta póstaskipan glugga í húsinu í samræmi við meðfylgjandi gögn. Erindið samþykkt.
 
14.    Langhús í Fljótum – landskipti. Sigurbjörn Þorleifsson í Langhúsum sækir um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að stækka og breyta merkjum lóðar með landnúmerið 146849 úr landi Langhúsa í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt og afstöðumynd sem gerð er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt. Þá sækir Sigurbjörn einnig um leyfi til að stofna nýja lóð, 2259,5 m2, úr landi Langhúsa í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt og afstöðumynd sem gerð er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dagsett 30. apríl 2007. Erindið samþykkt, enda verði leitað samþykkis Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu við Siglufjarðarveg.
 
15.    Gránumóar, Jarðgerð ehf. – breytingar. Ágúst Andrésson, f.h. Jarðgerðar ehf., óskar eftir breytingum á áður samþykktum aðaluppdráttum af húsnæði fyrirtækisins á Gránumóum. Meðfylgjandi breytingaruppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.
 
16.    Bær á Höfðaströnd - umsókn um byggingarleyfi. Hesthússbygging. Ólafur E. Friðriksson byggingarstjóri, fh. Höfðastrandar ehf., sækir um byggingarleyfi fyrir hesthúsi að Bæ á Höfðaströnd í samræmi við meðfylgjandi aðaluppdrætti, sem gerðir eru af Arkitektaþjónustu Austurlands sf., Birni Kristleifssyni arkitekt og dagsettir eru 23. apríl 2007. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki brunavarna Skagafjarðar.
 
17.    Vatn á Höfðaströnd – umsókn um landskipti. Valgeir Þorvaldsson, Vatni sækir um leyfi til að stofna nýja lóð, 10.000 m2, úr landi Vatns ( 146600) í  samræmi við meðfylgjandi uppdrátt og afstöðumynd sem gerð er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dagsett 10. apríl 2007. Erindið samþykkt.
 
18.    Laugarhvammur – lóð nr. 10, umsókn um byggingarleyfi. Magnús Svavarsson og Kristín Elfa Magnúsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á leigulóð sinni nr 10 úr landi Laugarhvamms. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 26. mars og 23. apríl 2007, gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt, byggingartæknifræðingi á Akureyri. Erindið samþykkt.
 
19.    Ytri-Hofdalir – Vélageymsla – umsókn um byggingarleyfi. Halldór Jónasson, Ytri- Hofdölum sækir um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhúsi/ vélageymslu á jörðinni Ytri-Hofdölum samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni og dagsettir eru 12. apríl 2007. Erindið samþykkt.
 
20.    Sæmundargata 5, Sauðárkróki – erindi Jóhönnu Sturludóttur fh. íbúa. Erindið lagt fram. Verður tekið fyrir á næsta fundi.
 
21.    Önnur mál.
 
     Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
                        Fundi slitið kl.15 20
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.