Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

125. fundur 05. júní 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 125 – 5. júní 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, þriðjudaginn 5. júní kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá :
 
1.      Hátún II - umsókn um byggingaleyfi.
2.      Laugarhvammur - umsókn um stofnun lóða.
3.      Steinsstaðir – skipulagsbreyting -
4.      Suðurbraut 17, Hofsósi - umsókn um byggingaleyfi.
5.      Gránumóar: Jarðgerð ehf. -  umsókn um lóðarstækkun.
6.      Birkihlíð 27 – umsókn um utanhúsklæðningu.
7.      Álfholt (Marbæli) - umsókn um byggingaleyfi.
8.      Helluland -  landskipti.
9.      Geirmundarstaðir -landskipti
10.  Brekkutún 10  - umsókn um skjólveggi og setlaug.
11.  Grundarstígur 22 - umsókn um setlaug.
12.  Flæðagerði 33 - umsókn um byggingaleyfi.
13.  Flæðagerði 29 og 31 - lóðarumsókn.
14.  Vegagerðin, Skagafjarðarvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi.
15.  Grunnskólinn á Hólum í Hjaltadal – umsókn um sparkvöll.
16.  Þrastarstaðir - umsókn um stofnun lóðar.
17.  Laugatún 13-15 og 17-19 - umsókn um byggingarleyfi.
18.  Hesteyri 2 – umsókn um byggingarleyfi.
19.  Eyrarvegur (slátursamlagið) – umsókn um niðurrif húsa.
20.  Eyrarvegur Verið Vísindagarðar ehf. – umsókn um breytta notkun húsnæðis.
21.  Eyrarvegur 18 – frystiklefi, fyrirspurnaruppdráttur.
22.  Eyrarvegur 20 – umsókn um breytingar á kjötafurðarstöð KS.
23.  Önnur mál.
 
            Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Hátún 2 á Langholti – umsókn um byggingarleyfi, málið var áður á dagskrá nefndarinnar 3. apríl sl. Ragnar Gunnlaugsson kt. 260249-4959, eigandi jarðarinnar sækir um leyfi til að flytja á staðinn þegar byggt íbúðarhús sem nú er staðsett að Espihóli í Eyjafirði. Húsið er byggt af Friðrik Rúnari Friðrikssyni, Lambeyri. Burðarvirki hússins er timburgrind og verður því komið fyrir á steyptum sökkli.  Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Teiknistofu Benedikts Björnssonar, dagsettir 20. apríl 2007. 
 Erindið samþykkt.
2.      Laugarhvammur í Steinsstaðabyggð. Friðrik Rúnar Friðriksson, kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi Laugarhvamms, landnúmer 146196 og Sigríður Magnúsdóttir kt. 200725-7199 handhafi þinglýsts búsetuleyfis, óska eftir heimild til að:
a.                   Stækka  lóðina nr 13 í landi Laugarhvamms um 360 m2 skv. meðfylgjandi afstöðumynd S-08 útg. 28.05.2007.
b.                  Stækka  lóðina nr 12 í landi Laugarhvamms um 568 m2  skv. meðfylgjandi afstöðumynd  S-08 útg. 28.05.2007.
Ofannefndum stækkunum verður ráðstafað til systranna Signýjar Sigurðardóttur kt. 050880-5839 og  Unnar Sigurðardóttur kt. 170578-4309 núverandi eigenda lóðanna nr. 12 og 13.

c.                   Stofna 2.752 m2 landspildu í landi Laugarhvamms, sem lóð 12a, skv. meðfylgjandi afstöðumynd  S-22 dagsettri 28.05.2007.
Lóðinni verður ráðstafað til Finns Sigurðssonar kt. 250288-3609.

Um spildurnar liggur lögn fyrir kalt neysluvatn.
Á uppdrætti er kvöð er um umferðarrétt í landi Bakkaflatar að framangreindum lóðum.
Jafnframt er óskað eftir að ofantaldar spildur verði leystar úr landbúnaðarnotkun og að lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Laugarhvammi. landnr. 146196.
Undir erindið rita :
Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009
Sigríður Magnúsdóttir kt. 200725-7199
Signý Sigurðardóttir kt. 050880-5839
Unnur Sigurðardóttir kt. 170578-4309
Finnur Sigurðsson kt. 250288-3609
Sigurður Friðriksson kt. 010449-2279
Fyrir skiptin er land Laugarhvamms 17,81 ha.
Eftir skiptin er land Laugarhvamms 17,45 ha.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
3.      Steinsstaðir – skipulagsbreyting. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Steinsstaða frá 1990 – 2010. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að auglýsa breytinguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
 
4.      Suðurbraut 17, Hofsósi. Halldór Karel Jakobsson sækir um leyfi til að setja niður 9 m² garðhús, geymslu á lóðinni. Erindið samþykkt.
 
5.      Gránumóar: Jarðgerð ehf. -  umsókn um lóðarstækkun. Ágúst Andrésson fh. Jarðgerðar ehf. sækir um, með bréfi dagsettu 31.05.2007, stækkun lóðarinnar. Byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu. Erindinu frestað.
 
6.      Birkihlíð 27. Jóhann Friðriksson sækir um leyfi til að einangra og klæða utan íbúðarhús og bílskúr á lóðinni. Einangrunarefni steinull, klæðningarefni Steni. Erindið samþykkt.
 
7.      Álfholt á Langholti - umsókn um byggingaleyfi. Jón Helgason, þinglýstur lóðarhafi lóðarinnar Álfholts landnúmer 180097, úr jörðinni Marbæli á Langholti sækir um leyfi til að byggja 15,1 m² bjálkahús, aðstöðuhús, á framangreindri lóð samkvæmt framlögðum uppdráttum dagsettum 16. maí 2007.  Erindið samþykkt.
 
8.      Helluland - landskipti. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 22. febrúar sl. Ásdís Ármannsdóttir hdl. f.h. Ólafs Jónssonar, kt. 060556-5129, Hellulandi, Skagafirði, Kristínar Jónsdóttur, kt. 200557-2639, Hólatúni 12, Sauðárkróki og Þórunnar Ólafsdóttur, kt. 191033-3969, Hellulandi Skagafirði, eigenda jarðarinnar Hellulands í Hegranesi. Skagafirði  landnr, 146-382, sótti með bréfi dags. 19. janúar 2007 um heimild sveitarstjórnar til  útskiptingar 5 spildna úr jörðinni Hellulandi í Skagafirði.
Við ritun umsóknarinnar urðu þau mistök að sagt var að bygging með fastanr. 214-2383, matshl. 06 0101 ætti að fylgja spildu merkt C á uppdrætti sem fylgdi umsókninni. Hið rétta er að þessi bygging mun áfram tilheyra því sem eftir verður af jörðinni Hellulandi, landnr. 146-382, en í staðinn verður á lóð nr. C bygging með fastanr. 214-2383, matshl. 130101, matsnr. 214-2392. Bygging er skv. fasteignaskrám fjárhús með áburðarkjallara, byggð 1980. Erindið samþykkt.
 
9.      Geirmundarstaðir - landskipti. Geirmundur Valtýsson, kt. 130444-4829, eigandi jarðarinnar Geirmundarstaða, landnúmer 145972, í Sæmundarhlíð sækir um, með erindi dagsettu 24. maí sl.,  heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 28,5 ha. landspildu út úr jörðinni. Jafnframt er þess óskað að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur í maí 2007 gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal og er hann nr. 0732.   Erindið samþykkt.
 
10.  Brekkutún 10 - umsókn um skjólveggi og setlaug. Áskell Heiðar Ásgeirsson sækir, samkvæmt meðfylgjandi gögnum og bréfi dagsettu 29. maí sl., um leyfi til að byggja sólpall og skjólveggi á lóðinni Brekkutún 10. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
11.  Grundarstígur 22 - umsókn um setlaug. Dóra Heiða Halldórsdóttir forstöðuþroskaþjálfi sækir um, fh Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra, leyfi til að setja niður setlaug á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
12.  Flæðagerði 33 - umsókn um byggingaleyfi. Hilmar H. Aadnegard kt. 031061-4829, sækir um leyfi til að byggja hesthús á lóðinni nr. 33 við Flæðagerði á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur Stoðar ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 25. maí  2007. Erindið samþykkt.
 
13.  Flæðagerði 29 og 31 lóðarumsókn. Sigurbjörn Þorleifsson, kt. 020744-3839 og Sveinn Árnason kt. 230359-7929 sækja um lóðirnar nr. 29 og 31 við Flæðagerði á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Sigurbirni lóðinni nr. 29 og Sveini lóðinni nr. 31
 
14.  Vegagerðin, Skagafjarðarvegur - umsókn um framkvæmdaleyfi. Gísli Eiríksson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði sækir f.h Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til endurlagningar Skagafjarðarvegar milli Héraðsdalsvegar og Svartár og til efnistöku vegna vegagerðarinnar. Erindið samþykkt.
 
15.  Grunnskólinn á Hólum í Hjaltadal – umsókn um sparkvöll. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri f.h Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Jóhann Bjarnason skólastjóri fh. Grunnskólans á Hólum sækja um leyfi fyrir staðsetningu og byggingu sparkvallar á lóð skólans. Fyrirhugað er að byggja 599,3 m² upphitaðan gervigrasvöll samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu og af tæknideild Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
 
16.  Þrastarstaðir - umsókn um stofnun lóðar. Dagmar Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699 þinglýstur eigandi jarðarinnar Þrastarstaða á Höfðaströnd landnr. 146605, óskar heimildar til að skipta lóð út úr jörðinni samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsettur er 27. apríl 2007. Íbúðarhús jarðarinnar, með fastanúmer 214-3566 mun tilheyra lóðinni. Aðrar byggingar og hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Þrastarstöðum. Erindið samþykkt.
 
17.  Laugatún 13 - 15 og 17 til 19 - umsókn um byggingarleyfi. Sigurjón Rafnsson fh.Íbúa hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á lóðunum samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum sem gerðir eru af Bjarna Reykjalín arkitekt á Akureyri. Erindið samþykkt.
 
18.  Hesteyri 2 – umsókn um byggingarleyfi. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS sækir um, fh Kaupfélags Skagfirðinga leyfi til að byggja verkstæðishús á lóðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Bjarna Reykjalín arkitekt á Akureyri. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með fyrirvera um samþykki hlutaðeigandi eftirlitsstofnana.
 
19.  Eyrarvegur (slátursamlagið) – umsókn um niðurrif húsa. Jón E. Friðriksson framkvæmda-stjóri FISK-Seafood hf á Sauðárkróki sækir um leyfi til að rífa “Slátursamlagshúsið” á Eyrinni sem er í eigu FISK-Seafood hf. Fastanúmer eignarinnar er 213-1435. Erindið samþykkt.
 
20.  Eyrarvegur - Verið Vísindagarðar ehf. – umsókn um breytta notkun húsnæðis. Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK-Seafood hf á Sauðárkróki sækir um leyfi til breyta starfsemi frystiklefa og breyta honum í skrifstofuaðstöðu í tengslum við uppbyggingu Versins vísindagarða. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Stoð ehf, verkfræðistofu, Magnúsi Ingvarssyni. Erindið samþykkt.
 
21.  Eyrarvegur 18 – frystiklefi, fyrirspurnaruppdráttur. Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri FISK-Seafood hf á Sauðárkróki sendir inn fyrirspurnaruppdrátt varðandi fyrirhugaða frystigeymslu sem fyrirtækið hyggst byggja norðan og austan við aðalfrystiklefa fyrirtækisins. Óskað er eftir nánari útfærslu á erindinu og afgreiðslu frestað.
 
22.  Eyrarvegur 20 – umsókn um breytingar á kjötafurðarstöð KS. Erindi Ágústs Andréssonar framkvæmdarstjóra dagsett 30.05.2007 tekið fyrir. Erindið er í 10 liðum þar sem tíundaðar eru breytingar sem fyrirhugað er að gera á húsnæði fyrirtækisins við Eyrarveg 20. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu þessa erindis á grundvelli algjörlega ófullnægjandi gagna og upplýsinga.
 
23.  Önnur mál
·        Skagfirðingabraut – Bláfell – erindi Shell. – lagt fram til kynningar
·        Gilstún 9 - umsókn um byggingaleyfi. – lagt fram til kynningar.
 
 
                        Fundi slitið kl.15 30
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.