Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

129. fundur 09. ágúst 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 129 – 9. ágúst 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, fimmtudaginn 9. ágúst kl.1315  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:     
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Pétur Valdimarsson og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá :
 
1.      Iðutún 20 – lóðarumsókn.
2.      Iðutún 12 – lóðarumsókn.
3.      Skagfirðingabraut 23 – umsókn um utanhúsklæðningu.
4.      Víðihlíð 12 - umsókn um útlitsbreytingu.
5.      Bjarmaland – umsókn um byggingarleyfi.
6.      Deplar í Fljótum – umsókn um endurbyggingu geymsluhúss.
7.      Miðdalur - umsókn um byggingarleyfi.
8.      Hraun í Sléttuhlíð – umsókn um byggingarleyfi.
9.      Keldudalur - umsókn um byggingarleyfi.
10.  Nautabú, Neðribyggð – umsókn um stofnun lóðar og byggingarleyfi.
11.  Hamraborg í Hegranesi – umsókn um byggingarleyfi.
12.  Melstaður – umsókn um landskipti.
13.  Stóra-Seyla – umsókn um landskipti.
14.  Varmilækur – umsókn um landskipti.
15.  Vindheimar – umsókn um landskipti.
16.  Glæsibær – umsókn um landskipti.
17.  Lækur í Viðvíkursveit – umsókn um landskipti, byggingar og nafnleyfi.
18.  Gauksstaðir á Skaga – umsókn um stækkun lóðar.
19.  Heiði í Gönguskörðum - umsókn um stofnun lóðar og byggingarleyfi.
20.  Veðramót í Gönguskörðum - umsókn um stofnun lóðar og byggingarleyfi.
21.  Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal – umsókn um rekstrarleyfi.
22.  Hofsstaðir – umsókn um stöðuleyfi.
23.  Hólavegur 27, Sauðárkróki – umsókn um skjólveggi og setlaug.
24.  Öldustígur 4, Sauðárkróki – umsókn um skjólvegg.
25.  Önnur mál.
 
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Iðutún 20 – lóðarumsókn. Steina M. Lazar Finnsdóttir  kt 040178-3419 og Marian Sorinel Lazar kt. 280967-2899, Fornósi 10, Sauðárkróki sækja um að fá úthlutað einbýlishúsa­lóðinni nr. 20 við Iðutún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
 
  1. Iðutún 12 – lóðarumsókn Indriði Ragnar Grétarsson, Laugartúni 3 eh, Sauðárkróki, sækir um að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Iðutún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
 
  1. Skagfirðingabraut 23 – umsókn um utanhússklæðningu. Þóra Björk Sigfúsdóttir kt. 240571-2939 og Stefán Kemp kt. 080815-3799 þinglýstir eigendur íbúðarhúss nr. 23 við Skagfirð­ingabraut á Sauðárkróki, óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til að einangra og klæða húsið utan. Klætt verður með ljósum Steni plötum, á trégrind og í grindina einangrað með steinullareinangrun. Erindið samþykkt.
 
  1. Víðihlíð 12 - umsókn um útlitsbreytingu. Hörður Ólafsson kt. 160550-3339 þinglýstur eigandi íbúðarhúss nr. 12 við Víðihlíð  á Sauðárkróki, óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til að fá að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að setja glugga á kjallarageymslu á  vesturhlið hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki og dagsettum  13. júlí 2007. Erindið samþykkt.
 
  1. Bjarmaland – umsókn um byggingarleyfi. Björn Sveinsson á Varmalæk sækir um byggingarleyfi fyrir sambyggðu hesthúsi og reiðhöll samkvæmt framlögðum uppdráttum gerðum af Jónasi Vigfússyni verkfræðingi í Litla-Dal. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar heilbrigðis- og vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla fullnægjandi uppdrátta en heimilar að framkvæmdir við undir­stöður hefjist þegar burðarvirkjauppdrættir liggja fyrir.
 
  1. Deplar í Fljótum – umsókn um endurbyggingu geymsluhúss. Haukur Ástvaldsson bóndi Deplum, sækir, með bréfi dagsettu 4. júní sl, um leyfi til að endurbyggja geymsluhús sem er áfast fjárhúshlöðunni að Deplum samkvæmt framlögðum gögnum. Erindið samþykkt. 
 
  1. Miðdalur - Umsókn um byggingarleyfi. Jón Björnsson framkvæmdastjóri og prókúruhafi Lífsvals ehf. kt. 531202-3090 sækir, með bréfi dagsettu 30. júlí sl. um byggingarleyfi fyrir  íbúðarhúsi í Miðdal, landnúmer 146207. Meðfylgjandi aðaluppdrættir, dagsettir 30.07.2007, gerðir af Þorleifi Björnssyni byggingarfræðingi, kt. 300763-3799. Erindið samþykkt.
 
  1. Hraun í Sléttuhlíð – umsókn um byggingarleyfi. Magnús Pétursson, Hrauni, sækir, með bréfi dagsettu 12. apríl  sl. um byggingarleyfi fyrir vélageymslu á jörðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu dagsettir 1. ágúst 2007. Erindið samþykkt.
 
  1.  Keldudalur - umsókn um byggingarleyfi. Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir Keldudal sækja f.h Keldudals ehf. um leyfi til að byggja viðbyggingu, gisti- og aðstöðurými, við íbúðarhús sitt í Keldudal. Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 07.07.2007, gerðir af VGK hönnun Bjarna Vésteinssyni. Skipulags- og byggingarfulltrúa heimilað að veita byggingarleyfi að fenginni skriflegri jákvæðri umsögn minjavarðar Nl.- vestra.
 
  1. Nautabú, land – landnúmer 203217. Neðribyggð – umsókn um stofnun lóðar og byggingarleyfi.
a.       Margrét H. Steindórsdóttir kt. 121150-7519 og Axel Steindórsson kt. 071153-2079 sækja um, með vísan til IV kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 32.600 m² lóð út úr framangreindri landspildu.
Land það sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á lóðarmarka og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 24.07.2007 gerður af Guðmundi Karli Guðjónssyni kt, 140451-2079.
Uppdrátturinn eru í mælikvarða 1:1000, 1 í verki nr. 07-069 númer  A-3.
b.      Framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu eins og hún er sýnd á framangreindum uppdráttum.
c.       Að fá samþykktan byggingarreit á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
d.      Byggingarleyfi fyrir frístundahúsi samkvæmt framlögðum uppdráttum sem gerðir eru af Guðmundi Karli Guðjónssyni kt, 140451-2079.  Fyrirhugað frístundahús verður í eigu Margrétar Helgu Steindórsdóttur.
e.       Heimild til að nefna lóðina Hornhvamm.
 
Meðfylgjandi umsókninni eru: Aðaluppdrættir í mælikvarða 1:100, lóðarmarka og afstöðuuppdráttur í mælikvarða 1;1000. Uppdrættirnir eru í verki nr. 07-069 númer A-1, A-2 og A-3.  gerðir af Guðmundi Karli Guðjónssyni kt. 140451-2079.
Afrit af tölvupósti sem dagsettur er 09.07.07, jákvæð umsögn Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu við veg nr. 751.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind landskipti. Þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga. Að fenginni jákvæðri umsögn skipulagsstofnunar verður byggingarleyfisafgreiðsla tekin fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að lóðin hljóti nafnið Hornhvammur.
 
  1. Hamraborg í Hegranesi – umsókn um byggingarleyfi. Hannes Friðriksson kt. 280355-5349 eigandi jarðarinnar Hamraborgar, landnúmer 146384, í Hegranesi sækir, með bréfi dagsettu 3. ágúst sl., um leyfi til að byggja geymslu/gripahús á jörðinni.
Fyrirhuguð bygging er 244,95 m² stálgrindarhús með 4,5 m vegghæð og 15° þakhalla.
Meðfylgjandi er uppdráttur Stoðar ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 3. ágúst 2007, varðandi fyrirhugaðan byggingarreit. Samþykkt að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 svo og umsagnar Vegagerðarinnar vegna vegtengingar við Hegranesveg.
 
  1. Melstaður í Óslandshlíð – umsókn um stofnun lóðar.  Loftur Guðmundsson kt. 150452-5629 þinglýstur eigandi jarðarinnar Melstaðar, landnúmer 146565 sækir um, með bréfi dagsettu 15.07.2007, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skaga­fjarðar til að skipta 2869,4 m² lóð út úr framangreindri jörð. Einnig er óskað heimildar til að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum
Land það sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7402, dags. 17. maí 2007. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145565. Erindið samþykkt.
 
  1. Stóra-Seyla, land - Umsókn um landskipti og byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Halldór Björnsson, Sauðárhæðum, 550 Sauðárkróki, kt. 130121-4389, þinglýstur eigandi landsins Stóra-Seyla land, landnr. 196602, óskar heimildar til að skipta út lóð úr landinu, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.  Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7413, dags. 19. júlí 2007.
Einnig er sótt um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á lóðinni, líkt og sýnt er á uppdrættinum. Áætluð mesta stærð húss á reitnum er 8x15 m, mesta hæð 5 m. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind landskipti. Þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að leitað verði samþykkis Vegagerðarinnar fyrir vegtengingu við Sauðár­króksbraut og að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
  1. Varmilækur, umsókn um stofnun landspildna. Björn Sveinsson, kt.101052-2149, þinglýstur eigandi jarðarinnar Varmalækjar, landnúmer 146245, óskar heimildar til að:
a.       Stofna 5,34 ha landspildu úr landi jarðarinnar skv. meðfylgjandi afstöðumynd S-01 útg. 06.07.2007. Innan spildunnar eru eftirtaldar fasteignir sem áður fylgdu Varmalæk landnr. 146245: Hesthús byggð 1971, matshluti 06, hlaða byggð 1955, matshluti 08 og hlaða byggð 1974, matshluti 16.
b.      Stofna 87,11 ha landspildu úr landi Varmalækjar landnr. 146245, sem „Varmilækur land“ skv. meðfylgjandi afstöðumynd S-02 útg. 06.07.2007. Framangreindir uppdrættir gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Eyjólfi Þór Þórarinssyni. Lögbýlaréttur fylgir áfram Varmalæk landnúmer 146245. Fyrir liggur jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu við Skagafjarðarveg nr. 752.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
 
  1. Vindheimar II – Umsókn um stofnun lóðar. Pétur Sigmundsson, kt. 040859-4039, þinglýstur eigandi jarðarinnar Vindheima II, landnr. 174189, óskar heimildar til að stofna spildu í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 72512, dags. 2. ágúst 2007. Spildan, sem hefur landnúmerið 146251, mun síðar verða afhent Magnúsi Péturssyni kt. 260547-2409.
Sumarhús, með fastanúmer 214-1628 í eigu Magnúsar Péturssonar kt. 260547-2409 er á spildunni og mun áfram tilheyra henni. Fram kemur í erindinu að umferðarréttur að spildunni er um núverandi slóða út frá heimreið að Vindheimum II eins og sýnt er á uppdrætti.
Lögbýlaréttur fylgir áfram Vindheimum II. Landnúmer 174189.
Undir erindið rita auk Péturs, Magnús Pétursson kt. 260547-2409 og Sigmundur Magnússon kt. 270232-3379. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
  1. Glæsibær – umsókn um landskipti. Friðrik Stefánsson kt. 200140-7619 og Ragnheiður Erla Björnsdóttir, kt. 191247-4699 þinglýstir eigendur lögbýlisins Glæsibæjar (landnr. 145975), Skagafirði, sækja um, með vísan til Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 1,7 ha landspildu út úr framangreindri jörð. Einnig er óskað heimildar til að spildan verði leyst úr landbúnaðar­notum
Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti nr. 0720 sem dagsettur er í mars 2007, gerður er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, Hólum í Hjaltadal.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145975. Erindið samþykkt.
 
  1. Lækur, Viðvíkursveit í Skagafirði – Umsókn um landskipti.
Haraldur Þór Jóhannsson, kt 140656-3569, fyrir hönd Eindísar Kristjánsdóttur kt 150152-3489 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Lækur í Viðvíkursveit, Skagafirði landnr. 146417 sækir hér með um, með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að:
a.       Skipta 18,5 ha. landspildu út úr framangreindri jörð. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er í júlí 2007, gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal. Teikning nr. 0743. Grunnur: Loftmynd Loftmynda ehf. frá árinu 2000 nr. e486. Kort landmælinga Íslands, kortablað 1816 I-IV mkv 1:50.000.
b.       Á landi því sem verið er að skipta út úr jörðinni Læk er fyrirhuguð bygging einbýlishúss og er óskað eftir samþykki fyrir byggingarreitnum samkvæmt 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Varðandi fyrir­hugaðan byggingarreit er uppdráttur gerður af Stoð ehf. Verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7420, nr. S-101 dagsettur 8. ágúst 2007.
c.       Einnig óskað eftir að útskipta spildan fái að bera nafnið Lækur II.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146417. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreind landskipti og nafnið Lækur II. Þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
  1. Gauksstaðir á Skaga – umsókn um stækkun lóðar. Jón Stefánsson, kt. 070631-7419 þinglýstur eigandi jarðarinnar Gauksstaða á Skaga landnúmer 145883, óskar heimildar til að stækka þegar stofnaða lóð, landnúmer 207146, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er númer S-102, í verki nr. 7334, dagsettur. 30.07.2007. Einnig ritar undir erindið Sveinfríður Á. Jónsdóttir, þinglýstur lóðarhafi lóðar með landnúmerið 207146. Erindið samþykkt.
 
  1. Heiði í Gönguskörðum – umsókn um stofnun lóðar.
a.        Agnar Búi Agnarsson kt. 020337-7969  eigandi jarðarinnar Heiðar, landnúmer 145935, í Gönguskörðum óskar með bréfi dagsettu 2. ágúst 2007 heimildar til stofnunar 400 fm. leigulóðar í landi jarðarinnar, samkvæmt framlögðum yfirlits og afstöðu uppdrætti gerðum af T.ark teiknistofu ehf. Brautarholti 6, Reykjavík. Uppdrættir dagsettir 24.07. 2007. Erindið samþykkt.
b.       Lóð í landi Heiðar í Gönguskörðum.  Umsókn um byggingaleyfi.
Broddi Þorsteinsson fyrir höld Mílu ehf. sækir um, með bréfi dagsettu 31. júlí 2007, leyfi til að byggja 5,76m² tækjahús ásamt 10 m háu fjarskiptamastri á 400 fm. leigulóð, sem verið er að stofna í landi framangreindrar jarðar. Meðfylgjandi er lóðaleigusamningur dags. 2. ágúst 2007 ásamt uppdrætti sem gerður er af T.ark teiknistofu Brautarholti 6, Reykjavík dags. 24.07.2007.
Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að fenginni jákvæðri umsögn Minjavarðar og þegar lóð hefur verið stofnuð og leigusamningi þinglýst.
 
  1. Veðramót í Gönguskörðum – umsókn um stofnun lóðar.
a.       Einar Guðmundsson kt. 070445-4259 og Anna María Hafsteinsdóttir kt. 120952-3159, eigendur jarðarinnar Veðramóts, landnúmer 145962, í Gönguskörðum óska, með bréfi dagsettu 2. ágúst 2007, heimildar til stofnunar 400 fm. leigulóðar í landi jarðarinnar, samkvæmt framlögðum yfirlits- og afstöðu uppdrætti gerðum af T.ark teiknistofu ehf. Brautarholti 6, Reykjavík. Uppdrættir dagsettir 24.07 2007. Erindið samþykkt.
b.      Lóð í landi Veðramóts í Gönguskörðum. Umsókn um byggingaleyfi.
Broddi Þorsteinsson fyrir hönd Mílu ehf. sækir um, með bréfi dagsettu 31. júlí 2007, leyfi til að byggja 5,76m² tækjahús ásamt 10 m háu fjarskiptamastri á 400 fm. leigulóð sem verið er að stofna í landi framangreindrar jarðar. Meðfylgjandi er lóðaleigusamningur dags. 2. ágúst 2007 ásamt uppdrætti sem gerður er af T.ark teiknistofu Brautarholti 6, Reykjavík, dags. 24.07.2007.
Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að fenginni jákvæðri umsögn Minjavarðar og þegar lóð hefur verið stofnuð og leigusamningi þinglýst.
 
  1. Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal – Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Gesta og gangandi ehf. kt. 701002-2370 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka veitingastaðinn Undir Byrðunni að Hólum í Hjaltadal. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
  1. Hofsstaðir – umsókn um stöðuleyfi. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar hefur heimilað flutning á húsi sem staðið hefur á lóð með landnúmeri 174512 og heitir samkvæmt skrám Fasteignamats ríkisins Skaftafell 2 í Hornafirði Þar hefur húsið verið hluti af bensínafgreiðslu Skeljungs. Húsið hefur fastanúmer 222-0920 matshluti 01 – 0102. Fyrirhugað er að flytja húsið að Hofsstöðum í Skagafirði. Skipulags- og byggingarnefnd veitir húsinu þar árs stöðuleyfi. Að þeim tíma loknum þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir húsinu Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 14. júlí 2006.
 
  1. Hólavegur 27, Sauðárkróki – umsókn um skjólveggi og setlaug. Sigrún Hrönn Pálmadóttir, Hólavegi 27, sækir um leyfi fyrir skjólvegg á austurmörkum lóðar sinnar og sækir einnig um leyfi til að setja niður heitan pott á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum mótteknum hjá skipulags- og byggingarfulltrúa 7. ágúst sl. Erindið samþykkt enda liggur fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða. Vegna setlauga vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka.: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar viðurkenndur búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
  1. Öldustígur 4, Sauðárkróki – umsókn um skjólvegg. Björn Björnsson kt. 250243-3599, Öldustíg 4, sækir, með bréfi dagsettu 1. ágúst sl., um leyfi til reisa skjólvegg á lóðarmörkum lóðanna nr. 2 og 4 við Öldustíg. Erindið samþykkt enda liggur fyrir samþykki viðkomandi lóðarhafa.
 
  1. Önnur mál. Engin.
 
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 1522
 
Jón Örn Berndsen,
ritari fundargerðar.