Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar
Fundur 134 – 2. nóvember 2007.
____________________________________________________________________________
Ár 2007, föstudaginn 2. nóvember kl 1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson ogJón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
Dagskrá :
1. Sauðárkrókshöfn – Framkvæmdaleyfi.
2. Hof, Höfðaströnd – Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum.
3. Nautabú - Hornhvammur, Neðribyggð – Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum.
4. Furuhlíð 8 – Umsókn um breytingu á bílgeymslu.
5. Kleifatún 17 til 21 – Umsókn um byggingarleyfi.
6. Hólavegur 16 – Umsókn um garðhús.
7. Umsókn um staðbundna löggildingu iðnmeistara.
8. Shell-Sport, Skagfirðingabraut 29 – Umsögn um rekstrarleyfi.
9. Stóra-Vatnsskarð – Umsögn um rekstrarleyfi.
10. Ytra-Skörðugil – Umsókn um byggingarleyfi
11. Eyrarvegur 21 – Umsókn um breytingar á húsnæði.
12. Saurbær – Umsókn um landskipti.
13. Hóll í Sæmundarhlíð – Umsókn um landskipti.
14. Efra-Haganes II.- Afgreiðsla Skipulagsstofnunar dags. 9. ágúst 2007
15. Umferðarmál á Sauðárkróki.
16. Marbæli – Umsókn um stækkun lóðar
17. Önnur mál.6
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
Jón Örn Berndsen kom nú til fundar, en hann vék af fundi við afgreiðslu fyrsta liðar.
12. Saurbær – Umsókn um landskipti. Eymundur Þórarinsson, kt., 260851-3579 þinglýstur eigandi jarðarinnar Saurbær, landnr. 146218, 560 Varmahlíð, sækir með bréfi dagsettu 29.10.2007 um leyfi til þess að skipta út lóð úr landi Saurbæjar líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 73551, dags. 29. október 2007. Íbúðarhús og bílskúr, með fastanúmer 214-1404 eru innan væntanlegrar lóðar og munu tilheyra henni. Aðrar byggingar og hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Saurbæ, landnr. 146218. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146218. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Samkvæmt framanskráðu og á grundvelli 6. mgr. 10 gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 frá 1997 óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Umhverfisráðuneytið veiti undanþágu frá 7. mgr. greinar 4.16.2. Skipulagsreglugerðar, varðandi staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar og að staðsetning væntanlegs húss verði í samræmi við áður framlögð gögn.
· Umsókn um staðbundna löggildingu iðnmeistara. Kristján G. Hallgrímsson k.t. 021149-2259, Bæjarbrekku 10, 225 Álftanesi, sækir með bréfi dagsettu 1. nóvember sl. um staðbundin réttindi sem pípulagningameistari í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 1520
Jón Örn Berndsen ,
ritari fundargerðar.
Fundur 134 – 2. nóvember 2007.
____________________________________________________________________________
Ár 2007, föstudaginn 2. nóvember kl 1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Gísli Sigurðsson og
Dagskrá :
1. Sauðárkrókshöfn – Framkvæmdaleyfi.
2. Hof, Höfðaströnd – Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum.
3. Nautabú - Hornhvammur, Neðribyggð – Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum.
4. Furuhlíð 8 – Umsókn um breytingu á bílgeymslu.
5. Kleifatún 17 til 21 – Umsókn um byggingarleyfi.
6. Hólavegur 16 – Umsókn um garðhús.
7. Umsókn um staðbundna löggildingu iðnmeistara.
8. Shell-Sport, Skagfirðingabraut 29 – Umsögn um rekstrarleyfi.
9. Stóra-Vatnsskarð – Umsögn um rekstrarleyfi.
10. Ytra-Skörðugil – Umsókn um byggingarleyfi
11. Eyrarvegur 21 – Umsókn um breytingar á húsnæði.
12. Saurbær – Umsókn um landskipti.
13. Hóll í Sæmundarhlíð – Umsókn um landskipti.
14. Efra-Haganes II.- Afgreiðsla Skipulagsstofnunar dags. 9. ágúst 2007
15. Umferðarmál á Sauðárkróki.
16. Marbæli – Umsókn um stækkun lóðar
17. Önnur mál.6
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur:
- Sauðárkrókshöfn – umsókn um framkvæmdaleyfi. Jón Örn Berndsen, settur sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, f.h umhverfis- og samgöngunefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir, með bréfi dagsettu 31. október sl., um framkvæmdaleyfi fyrir fyrirstöðugarði í Sauðárkrókshöfn, í samræmi við útboðsgögn Siglingastofnunar, sem gerð í október 2007 og uppdrátt Stoðar ehf. dagsettan 30. október 2007. Framkvæmdin er í samræmi við staðfest deiliskipulag frá 3. mars 1995. Erindið samþykkt.
Jón Örn Berndsen kom nú til fundar, en hann vék af fundi við afgreiðslu fyrsta liðar.
- Hof, Höfðaströnd – Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 8. maí 2006 og þá bókað. „Hof á Höfðaströnd – Lagðir eru fram aðaluppdrættir af hesthúsi og þjálfunaraðstöðu fyrir hesta að Hofi á Höfðaströnd. Aðaluppdrættir gerðir af STUDIO GRANDA Steve Crister arkitekt. Framlagðir uppdrættir eru samþykktir.“ Steve Crister arkitekt, fh. eigenda leggur fram til samþykktar breytta aðaluppdrætti dagsetta í janúar 2007, gerða af honum sjálfum. Nefndin samþykkir umbeðnar breytingar á grundvelli framangreindra gagna.
- Nautabú-Hornhvammur, Neðribyggð – Umsókn um breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6. september sl. Margrét Helga Steindórsdóttir sækir með bréfi, mótteknu hjá byggingarfulltrúa 24. okt. sl., um breytingar á áður samþykktum uppdráttum dagsettum 24.07.2007. breytt 18.10.2007. Breytingar felast í að undir verönd komi kjallari sem hýsir m.a. hreinlætisaðstöðu o.fl. Nefndin samþykkir umbeðnar breytingar á grundvelli framangreindra gagna.
- Furuhlíð 8 – Umsókn um breytingu á bílgeymslu. Bjarki Tryggvason kt. 030851-4559, Helga Haraldsdóttir kt. 070354-3739, Rúnar Már Grétarsson kt 231272-5189 og Ásta M. Benediktsdóttir kt. 260276-3879, eigendur tvíbýlishússins nr. 8 við Furuhlíð á Sauðárkróki sækja með bréfi dagsettu 12. október sl. um leyfi til að skipta bílgeymslu hússins í tvö rými með REI 90 vegg. Breytingin felst í að bílgeymslan, sem nú er tilheyrandi íbúð efri hæðar verður gerð að tveimur eignarhlutum, Tilheyri annar hlutinn neðri hæð, fastanúmer 213-1597 og hinn hlutinn efri hæð, fastanúmer 221-3630. Meðfylgjandi framlagðir uppdrættir gerðir af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir dagsettir í maí 1983, breytt í desember 1993, maí 1998 og október 2007. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, enda verði gerður nýr eignaskiptasamningur fyrir húsið.
- Kleifatún 17 til 21 – Umsókn um byggingarleyfi. Fanney Hauksdóttir arkitekt hjá AVH ehf. arkitektúr-verkfræði-hönnun, sækir, fyrir hönd landsamtakanna Þroskahjálp kt. 521176-0409, um byggingarleyfi á lóðunum nr. 17-19 og 21-23 við Kleifatún. Framlagðir uppdrættir gerðir af henni sjálfri, dagsettir 26.09.2007. Erindinu frestað til næsta fundar og byggingarfulltrúa falið að afla fyllri upplýsinga um málið.
- Hólavegur 16 – Umsókn um garðhús. Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdastjóri sækir með bréfi dagsettu 19. október sl. fh. Lyfju hf., um leyfi til að byggja 4,4 m² garðhús á lóðinni nr. 16 við Hólaveg. Staðsetning húss fyrirhuguð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
- Umsókn um staðbundna löggildingu iðnmeistara. Magnús Sigurðsson k.t. 301048-4329, Víðivöllum 6, 800 Selfossi, sækir með bréfi dagsettu 24. október sl. um staðbundin réttindi sem húsasmíðameistari og byggingarstjóri í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
- Shell-Sport, Skagfirðingabraut 29 – Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Grímu ehf. kt. 420796-2269 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka veitingaverslun að Skagfirðingabraut 29 á Sauðárkróki, Shell Sport. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
- Stóra-Vatnsskarð – Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Benedikts Benediktssonar. kt. 070938-3599 um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka ferðaþjónustu að Stóra-Vatnsskarði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
- Ytra-Skörðugil – Umsókn um byggingarleyfi. Ingimar Ingimarsson, sækir með bréfi dagsettu 30. október sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar til að byggja þró undir hrossatað við norðurhlið hesthússins að Ytra-Skörðugili. Þróin verður gerð úr járnbentri steinsteypu, grunnflötur 3,6 m x 6,0 m og vegghæð 1,20 m. Þróin verður opin til vesturs og byggð á vel þjappaða malargrús. Erindið samþykkt.
- Eyrarvegur 21 – Umsókn um breytingar á húsnæði. Ólafur Sigmarsson, fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir, með bréfi dagsettu 30. október sl., um leyfi til að breyta útliti og innangerð verslunarhúss KS við Eyrarveg 21. Breytingin felst í að setja glugga á austurhlið hússins, ásamt því að breyta innra skipulagi í þjónusturými. Framlagðir uppdrættir dagsettir 28. október 2007 gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindinu vísað til umsagnaraðila.
12. Saurbær – Umsókn um landskipti. Eymundur Þórarinsson, kt., 260851-3579 þinglýstur eigandi jarðarinnar Saurbær, landnr. 146218, 560 Varmahlíð, sækir með bréfi dagsettu 29.10.2007 um leyfi til þess að skipta út lóð úr landi Saurbæjar líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 73551, dags. 29. október 2007. Íbúðarhús og bílskúr, með fastanúmer 214-1404 eru innan væntanlegrar lóðar og munu tilheyra henni. Aðrar byggingar og hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Saurbæ, landnr. 146218. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146218. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
- Hóll í Sæmundarhlíð – Umsókn um landskipti. Bjarni Jónsson kt. 100637-2199 og Jón Grétarsson kt. 081177-4499 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hóls (landnr. 145979), Sæmundarhlíð í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu 30. október sl. um leyfi til þess að stofna lóð í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7434, dags. 29. október 2007. Samkvæmt skrám FMR hefur lóðin landnr. 145980, á henni stendur sumarbústaður með fastanúmer 214-0167 sem mun tilheyra lóðinni. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hóli, landnr. 145979. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145979. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
- Efra-Haganes II.- Byggingarleyfisumsókn, Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Vegna byggingarleyfisumsóknar skrifar skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar þann 31. júlí sl. Skipulagsstofnun bréf á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.
Samkvæmt framanskráðu og á grundvelli 6. mgr. 10 gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 frá 1997 óskar skipulags- og byggingarnefnd eftir að Umhverfisráðuneytið veiti undanþágu frá 7. mgr. greinar 4.16.2. Skipulagsreglugerðar, varðandi staðsetningu fyrirhugaðrar byggingar og að staðsetning væntanlegs húss verði í samræmi við áður framlögð gögn.
- Umferðarmál á Sauðárkróki. Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn kom á fundinn til viðræðna við nefndina um umferðarmenningu við Árskóla og gerði grein fyrir þeim athugunum sem lögreglan hefur gert nú á síðustu vikum á umferð við Árskóla við Freyjugötu. Samþykkt að kostnaðarmeta tillögur yfirlögregluþjóns og kynna þær síðan hagsmunaaðilum. Björn vék nú af fundi.
- Marbæli – Umsókn um stækkun lóðar. Árni Sigurðsson kt. 140444-2359 fh. Marbælis ehf. kt. 700402-5840 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Marbælis (landnr. 146058) á Langholti í Skagafirði, sækir um með bréfi dagsettu 31. október sl. leyfi til þess að stækka lóð þjónustubýlisins Álfholts (landnr. 180097) í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7019, dags. 31. október 2007. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Marbæli, landnr. 146058. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146058. Einnig rita undir erindið þinglýstir lóðarhafar framangreindrar lóðar með landnúmerið 180097, Jón Helgason kt. 051038-2909 og Anna Pétursdóttir kt. 120342-2909. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
- Önnur mál.
· Umsókn um staðbundna löggildingu iðnmeistara. Kristján G. Hallgrímsson k.t. 021149-2259, Bæjarbrekku 10, 225 Álftanesi, sækir með bréfi dagsettu 1. nóvember sl. um staðbundin réttindi sem pípulagningameistari í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 1520
ritari fundargerðar.