Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Ægisstígur 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1408171Vakta málsnúmer
Eyþór Fannar Sveinsson eigandi bílskúrs með fastanúmer 229-6909 sem stendur á lóðinni nr. 4 við Ægisstíg á Sauðárkróki, óskar eftir samþykki skipulags-og byggingarnefndar, til að breyta notkun þess hluta hússins sem nýttur hefur verið sem bílskúr í hárgreiðslustofu. Meðfylgjandi gögn dagsett 25. ágúst 2014. Fyrir liggja umsagnir Vinnueftirlits og Heilbrigðisnefndar. Erindið samþykkt.
2.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði
Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer
Á 174. fundi landbúnaðarnefndar sem haldinn var 9. júlí s.l. voru kynnt drög að samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði og umsagnir nefnda. Þá ítrekaði Landbúnaðarnefnd beiðni um umsögn frá skipulags- og byggingarnefnd um drögin.
Fyrir liggja ábendingar skipulags- og byggingarfulltrúa við drögin. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda Landbúnaðarnefnd ábendingar skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fyrir liggja ábendingar skipulags- og byggingarfulltrúa við drögin. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda Landbúnaðarnefnd ábendingar skipulags- og byggingarfulltrúa.
3.Frumvarp um kerfisáætlun
Málsnúmer 1408040Vakta málsnúmer
Um leið og Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir framtak atvinnuvegaráðuneytisins að gefa áhugasömum tækifæri til að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri við drög að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, með síðari breytingum. (Lagt fyrir á Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015) eru eftirfarandi athugasemdir sendar og óskað eftir að tekið verði tillit til þeirra við frekari vinnslu frumvarpsins áður en það verður lagt fram til afgreiðslu Alþingis.
1. Samkvæmt drögunum er vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaganna í landinu sem er með öllu ólíðandi. Skipulagsvaldið er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga og kveðið á um þann rétt í skipulagslögum.
2. Samkvæmt drögunum skal Landsnet leggja fram kerfisáætlun sem ýmsir aðilar geta gert athugasemdir við enda skal hafa samráð við þá aðila. Mjög skortir á hvernig samráðsferli við þessa aðila á að vera en eingöngu vísað til þess að nánar verði kveðið á um samráðsferlið í reglugerð. Því miður verður að viðurkennast að allt tal um samráð af hálfu ríkisvaldsins, fyrirtækja þess og stofnana vekur ugg með undirrituðum enda hræða sporin í þeim efnum sbr. t.d. túlkun sumra ráðherra á samráði við sveitarfélögin í landinu. Brýnt er að samráðsferli Landsnets við hagsmunaaðila verði skýrt í lögunum sjálfum.
3. Orkustofnun fær úrskurðarvald um niðurstöður samráðsferlis og skal staðfesta kerfisáætlun Landsnets. Í kjölfarið ber sveitarfélögum að samræma skipulagsáætlanir sínar vegna verkefna í kerfisáætlun og tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra. Þarna er gróflega vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og ekki tryggt hvort eða hvert þau geti skotið úrskurði Orkustofnunar ef þau telja á sér brotið.
4. Vakin er athygli á orðalagi í 9. gr. draganna (c-lið) en þar segir m.a.: "Ef flutningslínu er valinn annar staður, eða önnur útfærsla, en sá sem flutningsfyrirtækið telur réttast með tilliti til kostnaðar, opinberra viðmiða og tæknilegrar útfærslu, og viðkomandi umbeðin útfærsla er umfram það sem samræmist opinberri stefnu stjórnvalda og viðmiðum, er heimilt að krefja þann sem óskar slíkrar breytingar um kostnaðarmuninn leiði sú útfærsla eða staðsetningarval til aukins kostnaðar." Ekkert liggur fyrir um opinbera stefnu stjórnvalda í þessum efnum og hætt er við að sú stefna breytist ótt og títt í takt við ólíka afstöðu stjórnmálaflokkanna til þessara mála hverju sinni. Því mun mjög ólík afstaða geta ráðið för og valdið mjög ólíkri niðurstöðu til flutningsleiða og -máta raforku, en í þessum efnum geta verið verulegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.
5. Hvað varðar fjárhagslega hagsmuni er tiltekið í drögum að 9. gr. b að Orkustofnun skuli staðfesta kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af m.a. markmiðum um hagkvæmni. Ekki er skýrt hvort átt er við hagkvæmni fyrir rekstur Landsnets eða þjóðhagslega hagkvæmni kerfisáætlunar. Í núgildandi raforkulögum er kveðið á um að markmið þeirra sé að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og því ljóst að þar er átt við hagkvæmni fyrir sveitarfélögin einnig sem og fólkið í landinu. Hagkvæmni getur haft mjög ólíka birtingarmynd eftir því hver á í hlut hverju sinni.
1. Samkvæmt drögunum er vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaganna í landinu sem er með öllu ólíðandi. Skipulagsvaldið er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga og kveðið á um þann rétt í skipulagslögum.
2. Samkvæmt drögunum skal Landsnet leggja fram kerfisáætlun sem ýmsir aðilar geta gert athugasemdir við enda skal hafa samráð við þá aðila. Mjög skortir á hvernig samráðsferli við þessa aðila á að vera en eingöngu vísað til þess að nánar verði kveðið á um samráðsferlið í reglugerð. Því miður verður að viðurkennast að allt tal um samráð af hálfu ríkisvaldsins, fyrirtækja þess og stofnana vekur ugg með undirrituðum enda hræða sporin í þeim efnum sbr. t.d. túlkun sumra ráðherra á samráði við sveitarfélögin í landinu. Brýnt er að samráðsferli Landsnets við hagsmunaaðila verði skýrt í lögunum sjálfum.
3. Orkustofnun fær úrskurðarvald um niðurstöður samráðsferlis og skal staðfesta kerfisáætlun Landsnets. Í kjölfarið ber sveitarfélögum að samræma skipulagsáætlanir sínar vegna verkefna í kerfisáætlun og tryggja að skipulagsmál hindri ekki framgang þeirra. Þarna er gróflega vegið að skipulagsvaldi sveitarfélaganna og ekki tryggt hvort eða hvert þau geti skotið úrskurði Orkustofnunar ef þau telja á sér brotið.
4. Vakin er athygli á orðalagi í 9. gr. draganna (c-lið) en þar segir m.a.: "Ef flutningslínu er valinn annar staður, eða önnur útfærsla, en sá sem flutningsfyrirtækið telur réttast með tilliti til kostnaðar, opinberra viðmiða og tæknilegrar útfærslu, og viðkomandi umbeðin útfærsla er umfram það sem samræmist opinberri stefnu stjórnvalda og viðmiðum, er heimilt að krefja þann sem óskar slíkrar breytingar um kostnaðarmuninn leiði sú útfærsla eða staðsetningarval til aukins kostnaðar." Ekkert liggur fyrir um opinbera stefnu stjórnvalda í þessum efnum og hætt er við að sú stefna breytist ótt og títt í takt við ólíka afstöðu stjórnmálaflokkanna til þessara mála hverju sinni. Því mun mjög ólík afstaða geta ráðið för og valdið mjög ólíkri niðurstöðu til flutningsleiða og -máta raforku, en í þessum efnum geta verið verulegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi.
5. Hvað varðar fjárhagslega hagsmuni er tiltekið í drögum að 9. gr. b að Orkustofnun skuli staðfesta kerfisáætlun Landsnets með hliðsjón af m.a. markmiðum um hagkvæmni. Ekki er skýrt hvort átt er við hagkvæmni fyrir rekstur Landsnets eða þjóðhagslega hagkvæmni kerfisáætlunar. Í núgildandi raforkulögum er kveðið á um að markmið þeirra sé að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og því ljóst að þar er átt við hagkvæmni fyrir sveitarfélögin einnig sem og fólkið í landinu. Hagkvæmni getur haft mjög ólíka birtingarmynd eftir því hver á í hlut hverju sinni.
4.Ytra-Vatn 146180 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408188Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 3. september sl. byggingarleyfisumsókn Sigurðar Jóhannssonar eiganda íbúðarhúss að Ytra-Vatni í Skagafirði, Leyfi nær til útlitsbreytinga á húsinu.
5.Sæmundargata 1B - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408175Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 9. júlí sl. útlitsbreytingu á húsinu. Breytingin felst í stækkuðum innkeyrsludyrum á vesturhlið hússins.
6.Öldustígur 2 og 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1408140Vakta málsnúmer
Öldustígur 2 og 4 Sauðárkróki. Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 2 september sl. byggingarleyfisumsókn Jóns Kolbeins Jónssonar og Jóhönnu E. Harðardóttur kt. Öldustíg 2 og Björns Björnssonar og Birnu Guðjónsdóttur Öldustíg 4. Leyfið nær til útlitsbreytinga á húsinu.
7.Hólmagrund 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408108Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 25. ágúst sl. umsókn Sólrúnar Friðriksdóttur Hólmgrund 6 um leyfi fyrir setlaug og skjólvegg á lóðinni.
8.Bárustígur 6 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408105Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 22 ágúst sl. byggingarleyfisumsókn. Karítasar Sigurbjargar Björnsdóttur kt. 220782-2989 og Sigurðar Arnars Björnssonar kt. 180480-5959, Leyfi nær til að einangra og klæða utan einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 6 við Bárustíg.
9.Sæmundargata 13 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408039Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 12 ágúst sl. byggingarleyfisumsókn Guðjóns S. Magnússonar kt. 250572-4929 og Helgu Óskarsdóttur kt. 310184-3659. Leyfi nær til að einangra og klæða utan einbýlishúsið númer 13 við Sæmundargötu.
10.Ytra-Vallholt 146047 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1407025Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 28. ágúst sl. byggingaráform vegna byggingarleyfisumsóknar Björns G. Friðrikssonar og Hörpu H. Hafsteinsdóttur , ábúenda að Ytra -Vallholt Leyfið nær til að byggja yfir sund milli hesthúss og fjárhúsa á jörðinni, ásamt leyfi til að breyta innangerð hesthúss.
11.Reykjarhólsvegur 20A - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1406085Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 28. ágúst sl. byggingaráform vegna byggingarleyfisumsóknar Eymundar Þórarinssonar . Leyfi nær til að byggja við frístundahús á lóð númer 20A við Reykjarhólsveg í Varmahlíð.
12.Skagfirðingabraut 39 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1408087Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 25. ágúst sl. byggingarleyfisumsókn Berglindar Þorsteinsdóttur kt. 051179-4559, Guðmundar St. Sigurðssonar kt. 201280-3389 og Guðríðar Vestmann kt. 260946-2939 Skagfirðingabraut 39. Leyfi nær til að einangra og klæða utan tvíbýlishúsið Skagfirðingabraut 39.
13.Haustfundur félags byggingarfulltrúa 2014.
Málsnúmer 1409044Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir dagskrá landsfundar félags byggingarfulltrúa sem haldinn verður 25 og 26 september nk að Reykholti í Borgarfirði
Fundi slitið - kl. 09:00.