Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Lóðarmál
Málsnúmer 1509036Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga skipulags -og byggingarfulltrúa um afmörkun lóðar fyrir stíflumannvirki Gönguskarðsárvirkjunar, Gönguskarðsárvirkjun 143907. Meðfylgjandi lóðarblað unnið af skipulags - og byggingarfulltrúa og Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 1. september 2015. Blaðið er í skrá númer 56191 Gönguskarðsárvirkjun 143907 S03. Lóðin hefur landnúmer 143907 og er 9154 m2 að stærð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu og stofnun lóðarinnar.
2.Gönguskarðsárvirkjun 1 - Lóðarmál
Málsnúmer 1509037Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga skipulags -og byggingarfulltrúa um afmörkun lóðar fyrir stöðvarhús Gönguskarðsárvirkjunar, Lóðin hefur heitið Gönguskarðsárvirkjun 1, og hefur fengið landnúmer 223553 og er 1660 m2. Meðfylgjandi lóðarblað unnið af skipulags -og byggingarfulltrúa og Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 1. september 2015. Blaðið er í skrá númer 56191 Gönguskarðsárvirkjun stöðvarhús S01. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu og stofnun lóðarinnar.
3.Gönguskarðsárvirkjun 2 - Lóðarmál
Málsnúmer 1509038Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga skipulags -og byggingarfulltrúa um afmörkun lóðar fyrir jöfnunarturn Gönguskarðsárvirkjunar, Lóðin hefur heitið Gönguskarðsárvirkjun 2 og hefur fengið landnúmer 223551 og er að stærð 225 m2. Meðfylgjandi lóðarblað unnið af skipulags -og byggingarfulltrúa og Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 1. september 2015. Blaðið er í skrá númer 56191 Gönguskarðsárvirkjun stöðvarhús S02. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu og stofnun lóðarinnar.
4.Langhús 146848 - umsókn um framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 1508103Vakta málsnúmer
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveita hitaveitu kt. 681212-0350, um framkvæmdaleyfi til eftirtalinna framkvæmda í landi Langhúsa í Fljótum. Framkvæmdaleyfi til að vinna borplan vegna borunar vinnsluholu LH -03 og framkvæmdaleyfi til borunar vinnsluholu LH-03. Dýpt holunnar áætluð 100-200 metrar. Fylgjandi umsókn er samningur Skagafjarðarveita og landeigenda, Nýtingarleyfi Orkustofnunar á jarðhita, ásamt uppdrætti Stoðar ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 30. júní 2015. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
5.Ysti-Mór lóð (146832)-Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1508065Vakta málsnúmer
Guðmunda Hermannsdóttir kt. 271127-2519 eigandi landsins Ysti-Mór lóð 146832 sækir um leyfi til að breyta nafni landsins og frístundahúss sem á landinu stendur. Sótt er um að nefna landið og húsið sem á landinu stendur Hópsver. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið nafnleyfi.
6.Ysti-Mór lóð (146832)-Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1508063Vakta málsnúmer
Guðmunda Hermannsdóttir kt. 271127-2519 eigandi landsins Ysti-Mór lóð 146832 óska eftri að fá samþykktan byggingareit fyrir byggingu geymsluhúss, bátaskýlis á landinu. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Atla Gunnar Arnórssyni kt. 120379-4029. Uppdrátturinn er í verki númer 7432-4, nr. S-101, dagsettur 7. ágúst 2015. Erindið samþykkt.
7.Skipulagsdagurinn 2015
Málsnúmer 1508123Vakta málsnúmer
Skipulagsdaginn 2015 verður haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica 17. september næstkomandi. Skipulagsdagurinn er árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar sem hvetur sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarfélaga sem fara með skipulagsmál til að mæta og taka þátt í dagskrá. Viðfangsefni Skipulagsdagsins hverfist að þessu sinni um vindorku, ferðamannastaði og búsetumynstur og tengsl þeirra við skipulag. Samþykkt að þeir fulltrúar í skipulags- og byggingrnefnd sem kost eiga á sæki fundinn.
8.Freyjugata 21 - Umsókn um innkeyrslu á lóð
Málsnúmer 1506188Vakta málsnúmer
Einar Svanlaugsson kt. 020978-5899 og Sigurlaug Pálsdóttir kt. 140252-2399 eigendur fjöleignahúss sem stendur á lóðinni númer 21 við Freyjugötu sækja um leyfi til að gera innkeyrslu á lóðina. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni innkeyrslu. Erindið samþykkt.
9.Fellstún 1 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 1508101Vakta málsnúmer
Helgi Rafn Viggósson kt. 140683-4779 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Fellstún sækir um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni breikkun. Viggó Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Afgreiðslu frestað.
10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12
Málsnúmer 1508001FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 12. fundur, haldinn 14. ágúst 2015 lagður fram til kynningar.
11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13
Málsnúmer 1509005FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 13. fundur, haldinn 3. september 2015 lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:30.