Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Umsókn um lóð á Faxatorgi
Málsnúmer 1512231Vakta málsnúmer
Hymir ehf. kt 621292-3589 sækir, með bréfi dagsettu 8. desember 2015 um lóð undir hótel á Sauðárkróki. Sótt er um lóð á Flæðum við Faxatorg. Áform umsækjanda eru að reisa 60 til 80 herbergja hótelbyggingu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að taka svæðið til deiliskipulagsmeðferðar.
2.Kálfárdalur - 145945 - Umsókn um lóðarstofnun
Málsnúmer 1511223Vakta málsnúmer
Á fundi Byggðarráðs þann 3. desember sl. var samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóð undir fasteignir í Kálfárdal, landnúmer 145945, í samræmi við fyrirliggjandi uppdrátt frá Stoð ehf. verkfæðistofu, merktur S01 í verki nr. 7747. Á fundi sveitarstjórnar 9. desember sl. var fundargerð Byggðarráðs staðfest. Í samræmi við ofanritað samþykkir skipulags- og byggingarnefnd stofnun 7713,8 fermetra lóðar úr landi Kálfárdals samkvæmt fyrirliggjandi uppdrætti frá Stoð ehf. verkfæðistofu, merktur S01 í verki nr. 7747. Dagsetning uppdráttar er 12. nóvember 2015.
3.Sauðárkrókur - "Hannesarskjól"
Málsnúmer 1512193Vakta málsnúmer
Atvinnu- menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins leitar, með bréfi dagsettu 22. desember sl., eftir samþykki Skipulags- og byggingarnefndar fyrir staðsetningu minnismerkis á Nafabrún, austan kirkjugarðs. Minnismerkið er áformað að reisa til að heiðra skagfirska rithöfundinn Hannes Pétursson. Í erindi Atvinnu- menningar- og kynningarnefndar er skissa sem gerir grein fyrir fyrirhuguðu útliti og stærð minnismerkisins. Samþykkt að skipulags- og byggingarfulltrúi skoði staðsetningu minnismerkis í samráði við umsækjendur.
4.Kæra á ákvörðun Sv.fél. Skagafjarðar v/ Drekahlíð 4 - breikkun innkeyrslu
Málsnúmer 1512077Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála, dagsett 9. desember 2015 sem hefur til umfjöllunar kæru Sigurlaugar Reynaldsdóttur Drekahlíð 4, þar sem kærð er ákvörðun sveitarfélagsins að hafna umsókn um stækkun á bílastæði/innkeyrslu að Drekahlíð 4 á Sauðárkróki. Sveitarstjóri hefur falið Arnóri Halldórssyni hdl. að svara erindinu og liggja fyrir fundinum drög að bréfi hans til Úrskurðarnefndar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við svarbréf Arnórs Halldórssonar hdl.
5.Aðalgata 14 efri hæð. - Beiðni um breytta notkun
Málsnúmer 1512054Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi Þorvaldar Steingrímssonar kt. 080359-3739 fh. Krókaleiða ehf, þar sem sótt er um breytta notkun efri hæðar Aðalgötu 14 á Sauðárkróki. Þinglýstur eigandi eignarinnar er Krókaleiðir ehf. Kt. 680403-2360. Erindið samþykkt.
6.Víðigrund 5 - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1512021Vakta málsnúmer
Fyrir liggur fyrirspurn Þrastar Magnússonar, fh Byggingarnefndar Oddfellow Víðigrund 5 Sauðárkróki um leyfi til að byggja við húseignina að Víðigrund 5 og fjölga við það bílastæðum. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um samnýtingu bílastæða Víðigrundar 5 og leikskólans Glaðheima. Meðfylgjandi umsókn eru gögn frá Mark-stofu ehf. á Akranesi, Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt sem skýra umsókn umsækjenda. Samþykkt að óska eftir viðræðum við umsækjendur.
7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 18
Málsnúmer 1512008FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 18. fundur, haldinn 21. desember 2015 lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:40.