Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - deiliskipulag 2016
Málsnúmer 1605181Vakta málsnúmer
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga fyrir lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Greinargerð á uppdrætti með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni dagsett 18.05.2016. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Sauðárkrókur 218097 - Siglingaklúbburinn Drangey - Umsókn um setlaug
Málsnúmer 1603203Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Siglingaklúbbnum Drangey þar sem klúbburinn óskar eftir að fá að setja niður heitan pott við smábátahöfnina við Suðurgarð á Sauðárkróki.
Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbinn og vilja nýta sér aðstöðu hans. Utan þess tíma sem fyrrgreind notkun kveður á um verður potturinn lokaður með palli sem settur verður yfir hann og honum tryggilega læst. Fyrir liggur að Umhverfis- og samgöngunefnd hefur samþykkt erindið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á að potturinn verði tryggilega læstur utan notkunartíma, gengið verði snyrtilega frá umhverfinu í kring og Siglingaklúbburinn tilgreini ábyrgðaraðila fyrir aðstöðunni. Umrætt svæði er í deiliskipulagsmeðferð og er því aðeins um tímabundið leyfi að ræða.
Pottinum er ætlað það hlutverk að þjóna börnum og unglingum á siglinganámskeiðum og öðrum þeim sem heimsækja klúbbinn og vilja nýta sér aðstöðu hans. Utan þess tíma sem fyrrgreind notkun kveður á um verður potturinn lokaður með palli sem settur verður yfir hann og honum tryggilega læst. Fyrir liggur að Umhverfis- og samgöngunefnd hefur samþykkt erindið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og leggur áherslu á að potturinn verði tryggilega læstur utan notkunartíma, gengið verði snyrtilega frá umhverfinu í kring og Siglingaklúbburinn tilgreini ábyrgðaraðila fyrir aðstöðunni. Umrætt svæði er í deiliskipulagsmeðferð og er því aðeins um tímabundið leyfi að ræða.
Fundi slitið - kl. 08:50.