Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

301. fundur 08. mars 2017 kl. 09:30 - 12:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Stefán Gunnar Thors frá VSÓ sat fundinn undir lið 7.

1.Iðutún 6 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1702337Vakta málsnúmer

Gunnur Björk Hlöðversdóttir kt. 080274-3359 og Stefán Freyr Stefánsson kt. 070574-5869 sækja um lóðina Iðutún 6 fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Gunni Björk og Stefáni Frey lóðinni.

2.Víðimelur land (205350) og Víðimelur lóð (205371) - Umsókn um breytingu á landamerkjum

Málsnúmer 1702321Vakta málsnúmer

Bára Jónsdóttir kt. 140722-3089 og Steinunn Ámundadóttir kt. 160550-3099, þinglýstir eigendur Víðimels lands (landnr. 205350) og Amalía Árnadóttir kt. 290853-3119 og Hafsteinn Harðarson kt. 140354-3929 þinglýstir eigendur Víðimels lóðar (landnr. 205371) óska eftir:

1. Heimild til þess að breyta landamerkjum milli Víðimels lands og Víðimels lóðar.

2.Staðfestingu á landamerkjum Víðimels lands og Víðmels lóðar eftir breytinguna.

Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 56193-1, dags. 22. febrúar 2017. Erindinu fylgir einnig skýringaruppdráttur nr. S02 í verki nr. 56193-1, dags. 22. febrúar 2017.

Fasteignir á núverandi lóðum munu fylgja þeim lóðum áfram eftir breytinguna. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Litla-Gröf 145986 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1702336Vakta málsnúmer

Linda Björk Jónsdóttir, Páll Einarsson og Karl Einarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Litlu -Grafar, landnr. 145986, sækja um heimild til að skipta lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7705-04, dags. 24. febrúar 2017.

Í umsókn kemur fram að lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Litlu-Gröf, landnr. 145986. Jafnframt er óskað heimildar til þess að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Íbúðarhús með fastanúmer 214-0202, merking 15 0101 mun tilheyra lóðinni.

4.Ránarstígur 6 - Umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 1703059Vakta málsnúmer

Svavar Jónsson kt. 110931-2049 sækir, fh eiganda Ránarstígs 6, um heimild til að breyta tímabundið notkun bílgeymslu á lóðinni í íbúðarrými.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun. Áskilið er að aðaluppdrætti verði skilað inn til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

5.Hulduland 223299 - umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1702065Vakta málsnúmer

Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt. 040684-2209 þinglýstir eigendur Huldulands, (landnr. 223299) sækja um leyfi til að stofna byggingarreit á landinu. Þar er fyrirhugað að byggja íbúðarhús og vélageymslu. Staðsetning byggingarreits er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7173 dags. 2. febrúar 2017. Fyrir liggja umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt.

6.Fjallabyggð - Breyting á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028

Málsnúmer 1703064Vakta málsnúmer

Í samræmi við 2.mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er óskað er eftir umsögn, athugasemdum eða ábendingum Sveitarfélagsins Skagafjarðar við meðfylgjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028.

Breytingin felst í að hafnarsvæði á Siglufirði er lagað að núverandi hafnarbakka. Afmörkun hafnarsvæðis nær nú í sjó fram. Innan þess er bæði sjór og land. Þannig er gefið svigrúm fyrir minniháttar breytingar innan hafnarsvæðis, t.d. lengingu hafnargarðs eða breikkun sjóvarna, sem annað hvort verða skilgreindar í deiliskipulagi eða með framkvæmdaleyfi. Núverandi landfylling er færð inn á uppdrátt en einnig er gert ráð fyrir aukinni landfyllingu norðan hennar. Fyrirhuguð landfylling stækkar úr 0,7 ha í 0,8 ha. Hafnarsvæði á landi stækkar úr 2,3 ha í 3,1 ha. Afmarkað er nýtt athafnasvæði sem er 0,7 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagstillögu og vísar erindinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

7.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Á 351. fundi sveitarstjórnar 15. febrúar 2017 var samþykkt að hefja þurfi vinnu við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Þörf sé á að gera ákveðnar breytingar á aðalskipulaginu, s.s. fella út urðunarsvæði og vinna breytingar vegna legu Sauðárkrókslínu frá Varmahlíð til Sauðárkróks. Einnig þarf að vinna að framlengingu á frestaðri landnotkun virkjunarkosta og taka inn í skipulagsvinnuna ákvörðun um legu byggðarlínunnar um Skagafjörð.

Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir verk- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í mars 2017 unnin af VSÓ ráðgjöf fyrir sveitarfélagið.

Alls verður gerð tillaga að 6 breytingum sem eru:

A) Val á legu Blöndulínu 3

Tekin verður ákvörðun um legu Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu sem liggur frá Blöndustöð til Akureyrar. Ákvörðun um legu hennar innan sveitarfélagsins var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

B) Sauðárkrókslína 2

Gerð verður tillaga að legu Sauðárkrókslínu 2, sem er 66 kV jarðstrengur sem muni liggja á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks.

C) Virkjanakostir í Skagafirði

Tekin verður ákvörðun um landnotkun vegna Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar í aðalskipulag. Skipulagi virkjananna var frestað í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og gildir sú ákvörðun í fjögur ár.

D) Urðunarsvæði í Viðvíkursveit fellt út

Ætlunin er að fella urðunarsvæði í Viðvíkursveit út í skipulagi og skilgreina það sem opið svæði til sérstakra nota.

E) Nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki

Gerð verður tillaga að staðsetningu fyrir nýtt tengivirki innan athafnasvæðis A-3.3 og legu rafstrengs frá tengivirki við Kvistahlíð að nýju tengivirki. Einnig verður landnotkun á lóð tengivirkisins við Kvistahlíð breytt í opið svæði.

F) Ný efnistökusvæði

Skoðaðir verða 12 námukostir sem koma til greina að bæta við í aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að bregðast við efnisþörf sem kemur til vegna styrkingar raforkukerfisins í sveitarfélaginu.



Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda verkefnislýsingu með lagfæringum á liðum B og E og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Valdimar óskar bókað að Vinstri grænir og óháðir vilji að virkjanakostir, Villinganes og Skatastaðir verði felldir út úr Aðalskipulagi Skagafjarðar.

Undir þessum lið sat Stefán Thors frá VSÓ fundinn.

Fundi slitið - kl. 12:00.