Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer
2.Mælifellsá (146221) - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1705026Vakta málsnúmer
Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sækja um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er umbeðin framkvæmd að hluta innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3. Vinna við breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 stendur nú yfir. Niðurstaða skipulags- og byggingarnefndar er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt að undanskildu því svæði þar sem skipulagi er frestað.
3.Grenihlíð 21 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1705027Vakta málsnúmer
Ómar Kjartansson kt.270858-4659 sækir um lóðina Grenihlíð 21 á Sauðárkróki. Samþykkt að óska efti nánari gögnum frá umsækjanda. Umrædd lóð er í skipulagi parhúsalóð. Afgreiðslu frestað.
4.Steinsstaðir - lóð 14 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1705087Vakta málsnúmer
Hörður Ingimarsson kt. 010943-2649 sækir um að fá úthlutað frístundalóð númer 14 í landi Steinsstaða. Samþykkt að úthluta Herði lóðinni.
5.Freyjugata 48 - Lóðarmál
Málsnúmer 1705036Vakta málsnúmer
Eygló Lilja H Stefánsdóttir kt. 250269-3319 sækir um breytingu á afmörkum lóðarinnar nr 48 við Freyjugötu. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni lóðarbreytingu. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umbeðinni breytingu á mörkum lóðarinnar.
6.Aðalgata 10a - Umsókn um breytta notkun
Málsnúmer 1705090Vakta málsnúmer
Margeir Friðriksson kt. 151060-3239 sækir fh. Merkisbræðra sf. kt. 670793-2309 um leyfi til að breyta notkun fasteignar sem stendur á lóðinni númer 10a við Aðalgötu, fastanúmer eignar 213-1123, úr íbúð í gistiheimili. Einnig skrifar undir erindið Stefán Pedersen kt. 071236-5959, eigandi fasteignar sem stendur á lóðinni númer 10a við Aðalgötu, fastanúmer eignar 213-1122. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
7.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða
Málsnúmer 1705134Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. mál. Þar kemur fram að umsagnir um frumverpið þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk.
8.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um skóga og skógrækt
Málsnúmer 1705132Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál. Þar kemur fram að umsagnir um frumverpið þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk.
Fundi slitið - kl. 12:25.
Kynningartími og athugasemdafrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 31. mars til og með 26. apríl 2017. Alls bárust 31 umsögn og athugasemd. Umsagnir bárust frá: Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, Húnavatnshreppi, Dalvíkurbyggð og Landsneti. Athugasemdir bárust frá Helgu Þórðardóttur og Margeiri Björnssyni, Ólafi Margeirssyni, Starra Heiðmarssyni, Maríu Reykdal, Birni Sveinssyni og Magneu Guðmundsdóttur, Evelyn Kuhne og Sveini Guðmundssyni, Jóni Arnljótssyni, Magnúsi Óskarssyni f.h. eigenda Brekku, Ástu Hrönn Þorsteinsdóttur, Hrafnhildi Brynjólfsdóttur, Jóni Agli Indriðasyni, Einari Ólafssyni og Önnu S. Sigmundsdóttur, Sigurði Friðrikssyni, Klöru S. Jónsdóttur og Finni Sigurðarsyni f.h. Ferðaþjónustunnar Bakkaflöt, Hestasporti ævintýraferðir, Þórhildi B. Jakobsdóttur og Óla S. Péturssyni, Birni Margeirssyni, Rakel Heiðmarsdóttur, Magnúsi Péturssyni, Rósu Björnsdóttur, Áhugahópi um vernd Jökulsáa, Hrafni Margeirssyni, Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, Sveini Margeirssyni og Ólafi Þ. Hallgrímssyni.
Skipulagsnefnd þakkar kærlega fyrir framkomnar umsagnir og athugasemdir. Skipulagsnefndin hefur skipað umsögnum og athugasemdum í 8 viðfangsefni sem eru valkostir, þörf fyrir framkvæmdir, áhrifamat, efnistaka, samræmi við aðrar áætlanir, upplýsingar og staðhættir, virkjanir og málsmeðferð. Eftirfarandi eru viðbrögð nefndarinnar og hvernig hún mun standa að áframhaldandi skipulagsvinnu.
1.1 Valkostir
Í mörgum athugasemdum var gerð krafa um að meta jarðstreng sem valkost. Einnig komu ábendingar um að skoða valkosti um leiðaval, þ.e. Kiðaskarðsleið, Hróðmundarskarðsleið og fylgja þjóðveginum.
Viðbrögð: Skipulagsnefnd mun við mótun vinnslutillögu að aðalskipulagsbreytingu skoða og bera saman áhrif og ávinning af ofangreindum valkostum. Í skipulagsvinnu verða bornir saman valkostirnir, auk Héraðsvatnaleiðar og Efribyggðaleiðar, Kiðaskarðsleiðar, Hróðmundarskarðsleiðar, þess að fylgja þjóðveginum, jarðstrengslagnar að hluta eða öllu leyti og núll-kosts. Í samanburði verður m.a. litið til ávinnings fyrir Skagafjörð, umhverfisáhrifa og samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og annarra áætlana.
Skipulagsnefnd mun óska eftir upplýsingum frá Landsneti um forsendur jarðstrengslagnar, lengdir og þá kosti og annmarka sem eru fyrir hendi. Jafnframt hvort líklegt sé að breytingar verði á þessum annmörkum.
Í umsögn Skipulagsstofnunar er óskað eftir valkostagreiningu á staðarvali tengivirkis í þéttbýlinu á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd mun gera grein fyrir valkostum til skoðunar og rökum fyrir staðarvali.
1.2 Þörf fyrir framkvæmdir
Nokkrar athugasemdir snéru að þörf fyrir lagningu nýrrar raflínu um sveitarfélagið. Skipulagsnefnd mun við mótun skipulags gera grein fyrir þörf á framkvæmdum, annars vegar sem tengist beint hagsmunum sveitarfélagsins og hins vegar sem tengist styrkingu á meginflutningskerfi raforku. Skipulagsnefnd hefur óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um þörf á framkvæmdum.
1.3 Áhrifamat
Í athugasemdum kemur fram að óskað er eftir að metin verði áhrif á ferðaþjónustu, búsetulandslag og landslagsheildir. Jafnframt verði lagt mat á áhrif á vatnsverndarsvæði og neysluvatn.
Skipulagsnefnd mun meta möguleg áhrif á þessa umhverfisþætti og miðar þar við fyrirliggjandi gögn. Nefndin mun jafnframt skerpa á matsspurningum og viðmiðum fyrir alla umhverfisþætti sem eru til skoðunar í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.
1.4 Efnistaka
Gerðar voru athugasemdir við fjölda efnistökustaða og umfangi efnistöku.
Skipulagsnefnd mun fara yfir þörf á öllum efnistökusvæðum sem komu fram í lýsingu. Nefndin mun m.a. leita til Landsnets um frekari upplýsingar um þörf og umfang efnistökustaða. Gerð verður grein fyrir niðurstöðu í vinnslutillögu.
1.5 Samræmi við aðrar áætlanir
Í athugasemdum komu fram ábendingar um að við breytingartillögu þurfi að líta til viðmiða í Ferðamálastefnu, Ferðamálaáætlun, Menningarstefnu í mannvirkjagerð, velferð til framtíðar um vatn og Orkustefnu Íslands.
Í skipulagstillögu verður gerð grein fyrir samræmi breytingartillögu við ofangreindar stefnur og áætlanir.
1.6 Upplýsingar og staðhættir
Í umsögn Skipulagsstofnunar kom fram að það skorti á að lýsa verndarsvæðum í skipulagslýsingu.
Skipulagsnefnd mun í vinnslutillögu gera grein fyrir þeirri landnotkun og þeim takmörkunum sem þar eru í gildi, þ.m.t. náttúruverndarsvæði, skógræktarsvæði og vatnsverndarsvæði.
1.7 Virkjanir
Gerðar voru athugasemdir við að setja virkjanir inn á aðalskipulag Skagafjarðar, sem væri í andstöðu við rammaáætlun.
Skipulagsnefnd áréttar að í lýsingu kom fram að endurskoða þyrfti ákvörðun um landnotkun. Þegar Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 var samþykkt árið 2012 var skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1,1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1,2) frestað. Slík frestun gildir í 4 ár og sá tími er liðinn. Skipulagsnefnd mun taka ákvörðun um landnotkun á svæðinu, sem yrði annað hvort að skipulagi yrði frestað eða virkjunarkostir yrðu felldir út á skipulagi. Sú ákvörðun byggir m.a. á afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga rammaáætlunar.
1.8 Málsmeðferð
Í nokkrum athugasemdum kom fram að ekki ætti að breyta aðalskipulagi fyrr en Landsnet væri búið að vinna mat á umhverfisáhrifum fyrir Blöndulínu 3.
Skipulagsnefnd telur að nægjanlegar upplýsingar muni liggja fyrir um Blöndulínu 3. Sveitarfélagið hefur óskað eftir ítarlegri upplýsingum frá Landsneti um ýmsa þætti framkvæmdar. Sveitarfélagið mun styðjast við þær í ákvörðun sinni, ásamt því að skoða hvernig valkostir samræmist stefnu sveitarfélagsins, hafi ávinning í för með sér fyrir sveitarfélagið og hver séu líkleg umhverfisáhrif valkosta. Ef upplýsingar verða nægar til að taka ákvörðun um legu Blöndulínu 3, mun sveitarfélagið taka ákvörðun, en einnig að tilgreina atriði sem þarf að fjalla sérstaklega um í mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.