Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

330. fundur 24. september 2018 kl. 16:00 - 18:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Stefán Vagn Stefánsson
  • Gísli Sigurðsson
  • Bjarni Jónsson
  • Ólafur Bjarni Haraldsson
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Til þessa fundar Skipulags- og byggingarnefndar var sveitarstjórnarfulltrúum sérstaklega boðið. Tilgangur fundarins er að fara yfir þá breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Breytingartillagan, vinnslutillagan, gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ raðgjöf og Arnór Halldórsson lögmaður hjá Megin lögfræðistofu fóru yfir tillöguna og lagaumhverfi tengt þessum aðalskipulagsbreytingunum.
Auk fulltrúa í Skipulags- og byggingarnefnd sátu fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson, Regína Valdimarsdóttir, Inga Huld Þórðardóttir, Laufey Skúladóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Valdimar Sigmarsson.

Fundi slitið - kl. 18:20.