Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Fundurinn er sameiginlegur fundur Skipulags- og byggingarnefndar og Umhverfis- og samgöngunefndar.
1.Deiliskipulag hafnarsvæðis á Sauðárkróki
Málsnúmer 1901189Vakta málsnúmer
Sameiginlegur fundur skipulags- og bygginganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
Undirbúningsvinna fyrir gerð endurskoðaðs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki er hafin.
Farið var yfir ýmis fyrirliggjandi gögn vegna skipulagsgerðarinnar, m.a. drög að verklýsingu, drög að skipulagslýsingu frá 2016 og frumhugmyndir siglingasviðs Vegagerðarinnar að stækkun Sauðárkrókshafnar frá árinu 2014.
Í drögum að verklýsingu er stutt lýsing á viðfangsefnum endurskoðunar á skipulagi, nálgun skipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun.
Verkfræðistofan Stoð ehf á Sauðárkróki verður ráðgjafi Sveitarfélagsins við gerð deiliskipulagsins og sátu fulltrúar Verkfræðistofunnar fundinn.
Fyrirhugað er að halda fund með hagsmunaaðilum þar sem þeim verður gefinn kostur á að koma á framfæri sínum viðhorfum.
Undirbúningsvinna fyrir gerð endurskoðaðs deiliskipulags fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki er hafin.
Farið var yfir ýmis fyrirliggjandi gögn vegna skipulagsgerðarinnar, m.a. drög að verklýsingu, drög að skipulagslýsingu frá 2016 og frumhugmyndir siglingasviðs Vegagerðarinnar að stækkun Sauðárkrókshafnar frá árinu 2014.
Í drögum að verklýsingu er stutt lýsing á viðfangsefnum endurskoðunar á skipulagi, nálgun skipulagsvinnunnar ásamt tímaáætlun.
Verkfræðistofan Stoð ehf á Sauðárkróki verður ráðgjafi Sveitarfélagsins við gerð deiliskipulagsins og sátu fulltrúar Verkfræðistofunnar fundinn.
Fyrirhugað er að halda fund með hagsmunaaðilum þar sem þeim verður gefinn kostur á að koma á framfæri sínum viðhorfum.
Fundinn sátu fulltrúar frá Stoð ehf. verkfræðistofu
Fundi slitið - kl. 18:30.