Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

218. fundur 17. nóvember 2010 kl. 08:15 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2011 - Skipulags-og byggingarnefnd

Málsnúmer 1011116Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun 2011 - Skipulags-og byggingarnefnd. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram frumdrög til fyrstu umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 53.859.991.- og tekjur kr. 10.860.000 .Heildarútgjöld kr. 42.999.991.- áætlunin seins og hún hér er kynnt rúmast innan þess fjárlagaramma sem Byggðarráð hefur sett vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir heildarniðurstöðu áætlunarinnar og vísar henni til byggðarráðs. Einstaka rekstrar- og tekjuliði þarf að endurskoða. 

 

2.Gil 145930-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1011104Vakta málsnúmer

Gil 145930-Umsókn um byggingarleyfi. Ómar B. Jensson kt. 190468-4299, sækir fyrir hönd Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790, um leyfi til að byggja við fjósið að Gili í Borgarsveit. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á teiknistofu byggingaþjónustu bændasamtaka Íslands  af Magnúsi Sigsteinssyni.  Uppdrættir eru númer A-1 og A2,  dags 2. nóvember 2010, verknúmer 1029-10. Erindið samþykt að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í umsögn brunavarna sem dagsettar eru 16. nóvember 2011.

3.Lambeyri lóð 201898-Umsagnarbeiðni rekstarl.

Málsnúmer 1011085Vakta málsnúmer

Lambeyri lóð 201898-Umsagnarbeiðni um rekstarleyfi. Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 3. nóvember 2010 vegna umsóknar Jóhönnu Sigurðardóttur kt.270264-4390 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum kt. 690704-4390 um rekstrarleyfi í flokki I Umsóknin varðar frístundahús sem stendur á lóðinni.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

4.Laugarból lóð 205500-umsagnarbeiðni rekstarl.

Málsnúmer 1011084Vakta málsnúmer

Laugarból lóð 205500-umsagnarbeiðni um rekstarleyfi. Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 3. nóvember 2010 vegna umsóknar Jóhönnu Sigurðardóttur kt.270264-4390 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum kt. 690704-4390 um rekstrarleyfi í flokki I og II. Umsóknin varðar ferðaþjónustuhús sem stendur á lóðinni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

5.Steinsstaðaskóli lóð 146228-Umsókn um rekstrarl.

Málsnúmer 1011082Vakta málsnúmer

Steinsstaðaskóli lóð 146228-Umsagnarbeiðni um rekstarleyfi. Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá embætti sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 3. nóvember 2010 vegna umsóknar Jóhönnu Sigurðardóttur kt.270264-4390 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar á Steinsstöðum kt. 690704-4390 um rekstrarleyfi í flokki III. Umsóknin varðar "gamla" skólahúsið á Steinsstöðum sem breytt hefur verið í gistiheimili. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1010085Vakta málsnúmer

Lágeyri 3 - Umsókn um lóð. Hjálmar Steinar Skarphéðinsson kt.  110341-2889, Stefán Valdimarsson kt. 160248-7699,  Steindór Árnason 201261- 3259 og  fh. Krókaleiða ehf. kt. 680403-2360, Þorvaldur Steingrímsson kt 080359-3739, sækja með bréfi dagsettu 7.10.sl., um að fá úthlutað lóðinni númer 3 við Lágeyri á Sauðárkróki. Á fundi Umhverfis-og samgöngunefndar þann 10.11.sl., var erindið tekið fyrir og m.a. bókað. "Umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við erindið og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar." Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir úthlutun lóðarinnar.

7.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1011004Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi. Jón F. Hjartarson skólameistari sækir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um breytingu á verknámshúsi fjölbrautaskólans við Skagfirðingabraut 26. Breytingarnar varða fyrirhugaða starfsemi FabLab-smiðju sem er samvinnuverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Hátækniseturs Íslands og sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Framlagðir uppdrættir dagsettir 20.9.2010, gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 800510, númer A-100 til 110.  Fyrir liggja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi umsagnaraðila. Erindið samþykkt.

8.Halldórsstaðir 146037-Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1010241Vakta málsnúmer

 Halldórsstaðir 146037-Umsókn um byggingarleyfi. Bjarni Bragason kt. 150563-3649 sækir með bréfi dagsettu 8 október um byggingarleyfi fyrir stækkun á fjárhúsum að Halldórsstöðum samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af  Smára Björnssyni byggingafræðing kt 100275-5899 Miðbrekku 19 Snæfellsbæ. Uppdrættirnir eru dagsettir í október 2010. Erindið samþykkt með vísan til umsagnar brunavarna.

9.Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016

Málsnúmer 1011117Vakta málsnúmer

Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016. Svæðisskipulag Austur Húnavatnssýslu, bréf Yngva Þórs Loftssonar skipulagsráðgjafa dags 11. nóvember2010 varðandi niðurfellingu  Svæðisskipulags Austur Húnavatnssýslu 2004-2016. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

10.Efra-Haganes 2 lóð 212582 - Umsókn um nafnleyfi.

Málsnúmer 1011118Vakta málsnúmer

Efra-Haganes 2 lóð 212582 Umsókn um nafnleyfi. Einar Einarsson, kt. 210334-3789 og María Marta Einarsdóttir, kt. 220855-3849, eigendur frístundahúss sem stendur á lóðinni Efra-Haganes 2 lóð 212582, sækir með bréfi dagsettu 15.11.2010 um að fá að nefna frístundahúsið sem á lóðinni stendur Birkilund. Erindið samþykkt.

11.Sæmundargata 1B - Umsókn um byggingarleyfi og skiptingu eignar.

Málsnúmer 1011126Vakta málsnúmer

Sæmundargata 1B - Umsókn um byggingarleyfi og skiptingu eignar. Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 sækir fyrir hönd Súldar ehf. kt. 530208-0360 sem er eigandi iðnaðarhúss með fastanúmerið 213-2302 og stendur á lóðinni númer 1b við Sæmundargötu á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 18. október sl., um leyfi til að breyta útliti hússins, notkun þess úr bílaverkstæði í iðnaðar- og geymsluhúsnæði ásamt því að skipta eigninni í tvo séreignarhluta.  Framlagðir aðaluppdrættir dagsettir 5.11.2010, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki nr. 3026, númer A-101 og A-102. Erindið samþykkt að uppfylltri athugasemd brunavarna.

12.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um skilti

Málsnúmer 1011127Vakta málsnúmer

Víglundur Rúnar Pétursson fyrir hönd Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að setja upp ljósaskilti fyrir upplýsingar um veður á Þverárfjalli. Samkvæmt framlögðum gögnum er fyrirhuguð staðsetning skiltis á helgunarsvæði vegagerðarinnar norðan við Hringtorg  á Þverárfjallsvegi og Skarðseyri. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.