Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

207. fundur 19. maí 2010 kl. 08:15 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 21 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005080Vakta málsnúmer

Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri sækir með bréfi dagsettu 5.maí sl., um leyfi til að rífa skúrbyggingu sem er áföst gamla verslunarhúsinu (Gránu) sem stendur á lóðinni nr. 21 við Aðalgötu. Einnig óskar hann heimildar til að rífa hluta gömlu mjólkurstöðvarinnar, lágbyggingu sem kemur upp að gamla verslunarhúsinu (Gránu)að sunnanverðu. Með þessu skapast aðstæður til að færa Gránu í upprunalegt horf að utan. Skipulags-og byggingarnefnd heimilar niðurrif húsanna, en bendir á þær reglur sem gilda um gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu.

2.Athugasemd Gísla Árnasonar

Málsnúmer 1005210Vakta málsnúmer

Gísli Árnason mótmælir því að fá ekki tekið fyrir mál á dagskrá fundarins.

3.Kjarvalsstaðir 146471 - Usókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1005201Vakta málsnúmer

Einar Svavarsson kt. 230362-3279 fh. Öggur ehf. kt 650809-1300 og Víðir Sigurðsson kt. 010776-3419 eigandi Kjarvalsstaða sækja með bréfi dagsettu 18. maí sl., um framkvæmdaleyfi til að koma á fót bleikjueldi í landi Kjarvalsstaða. Skipulags-og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og mun taka það fyrir að nýju þegar endanleg gögn liggja fyrir.

4.Skagfirðingabraut 24 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1005152Vakta málsnúmer

Jón F. Hjartarson f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra kt. 540269-6459, Guðmundur Þór Guðmundsson fh. Eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar kt. 550698-2349  og Tómas H. Árdal fh.  Spíru ehf kt 420207-0770,  sækja með bréfi dagsettu 12. maí sl., um leyfi til að setja upp skilti og merkja húsnæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem stendur á lóðinni nr. 24 við Skagfirðingabraut.  Húsnæðið sem um ræðir er heinavist FNV., en hefur verið leigt Spíru ehf.  til hótelrekstrar yfir sumartímann. Meðfylgjandi umsókn eru myndir sem sýna fyrirhugað skilti. Erindið samþykkt.

5.Glaumbær lóð 146033 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005038Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá skipulags-og byggingarnefndar 5.maí sl.,

Sigríður Sigurðardóttir og f.h. Byggðasafns Skagfirðinga, Glaumbæ og Guðmundur Þór Guðmundsson fh. eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja með bréfi dagsettu 17. maí sl., leyfi til að flytja og staðsetja þjónustuhús við lóð Byggðasafnsins í Glaumbæ. Húsið er byggt af byggingarfélaginu K-Tak á lóð félagsins við Borgartún 1 á Sauðárkróki. Meðfylgjandi er aðaluppdráttur gerður er á Stoð ehf. verk­fræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni.  Númer uppdráttar eru A-101 í verki nr. 4826-1, dags. 26. apríl 2010. Erindið samþykkt.

6.Fornós 4 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005023Vakta málsnúmer

Pálmi Jónsson kt.200733-3479 eigandi íbúðarhússins sem stendur á lóðinni nr. 4 við Fornós sækir með bréfi dagsettu 3. maí sl., um leyfi til að byggja bílgeymslu við íbúðarhúsið. Framlagðir uppdrættir eru gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.  Uppdrættir eru í verki númer 7541, dags. 30. apríl 2010. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi lóða sem eru Hólmagrund 3 og Hólmagrund 5. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið.

7.Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005186Vakta málsnúmer

Ásmundur Baldvinsson kt 210466-2909 fyrir hönd Hólalax hf. kt. 601279-0299 sækir með bréfi dagsettu 17. Maí sl.,  um leyfi til að setja upp þrjú eldisker á lóð Hólalax samkvæmt framlögðum gögnum. Skipulags-og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða málið þegar endanleg gögn liggja fyrir. 

8.Hólar/Hólalax 146451 - Umsókn um deiliskipulag

Málsnúmer 1005155Vakta málsnúmer

Ásmundur Baldvinsson kt 210466-2909 fyrir hönd Hólalax hf. kt. 601279-0299 óskar ,með bréfi dagsettu 11. maí sl., að framlögð  deiliskipulagstillaga sem unnin er á Stoð ehf. Verkfræðistofu verði tekin til meðferðar í Skipulags-og byggingarnefnd Skagafjarðar. Tillagan er dagsett 6. apríl 2010 númer 001. og varðar lóð Hólalax, landnúmer 146451. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu.

9.Utanvegaakstur Beiðni um fund Umhverfisstofnun

Málsnúmer 1003318Vakta málsnúmer

6. maí sl,. var haldinn fundur að  beiðni Umhverfisráðuneytis um utanvegaakstur. Á fundinum var eftirfarandi bókað.

"Fundur haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki 6. maí 2010 með Umhverfisráðuneyti, Vegagerðinni og hagsmunaaðilum sem eru Upprekstrarfélag Hofsafréttar og Eyvindarstaðaheiðar, Ferðaklúbburinn 4x4, Samtök útivistarfólks og sveitarfélagið Skagafjörður.

Fundinn sátu Sesselja Bjarnadóttir frá Umhverfisráðuneyti. Eymundur Runólfsson frá Vegagerðinni. Aðrir Fundarmenn, Einar E. Einarsson og Svanhildur Guðmundsdóttir, og Sigurður H Ingvarsson, Skip-og bygg. Hilmar Baldursson fh. Samtök útivistarfólks, Sigþór Smári Sigurðsson og Stefán Jónsson fh. Ferðaklúbbsins 4x4. Borgþór Borgarsson og Sigþór Smári Borgarsson fh. upprekstraraðila. Einnig kom á fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.

Ákvörðun tekin um að skila ráðuneytinu niðurstöðum sveitarfélagsins á haustdögum. Sesselja ætlar að senda sveitarfélaginu á rafrænu formi, uppdráttinn ásamt öðrum gögnum sem málið varðar." 

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með hlutaðeigandi aðilum varðandi merkingu og hnitsetningu slóða sem færa á inn á kort.

 

10.Varmahlíð 146115 - Umsókn um skipulag

Málsnúmer 1005154Vakta málsnúmer

Þórólfur Gíslason Kaupfélagsstjóri óskar fh. Kaupfélags Skagfirðinga, með bréfi dagsettu 13.maí sl.,eftir aðkomu sveitarfélagsins að vinnu við skipulag lóðar KS í Varmahlíð og svæðinu þar í kring. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulags-og byggingarfulltrúa að vinna að málinu.

11.Útvík (14600) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005150Vakta málsnúmer

Árni Ingólfur Hafstað  kt, 260767-4539 fyrir hönd Útvíkurfélagsins ehf.  kt. 450602-2210 , sækir með bréfi dagsettu 12. maí sl.,  um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess að breyta notkun húss. Húsið er  steinsteypt, var upphaflega byggt  árið 1966 sem hænsnahús, nú skráð geymsla, matshluti 08 á jörðinni. Fyrirhugað er að breyta húsnæðinu í brugghús. Framlagður aðaluppdráttur eru  gerður af Ingunni Helgu Hafstað arkitekt  FAÍ  kt. 020861-7469.  Uppdrátturinn er dagsettur 6. maí 2010, nr. A-10-01. Erindið samþykkt.

12.Túngata 10 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1005151Vakta málsnúmer

Brynhildur D. Bjarkadóttir kt. 050654-5329 sækir með bréfi dagsetu 11. maí sl., fyrir hönd eigenda einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 10 við Túngötu um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin varðar fyrirhugaða byggingu skjólveggja og sólpalls við húsið, samkvæmt framlögðum gögnum. Erindið samþykkt.  

13.Hofsstaðir lóð 1 (219174) - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1005051Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 og Vésteinn Vésteinsson kt. 180942-4759 sækja með bréfi dagsettu 4. maí sl. fyrir hönd Hofsstaða ehf.  um leyfi  til að byggja þrjú feðraþjónustuhús á lóð sem fengið hefur landnúmer 219174 og verið er að stofna úr landi Hofstaða.  Framlagðir uppdrættir dagsettir 4. m sl.,  gerðir á VSÓ Ráðgjöf af Guðbjarti Magnússyni. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa flutningsleyfi fyrir húsunum þegar fullnægjandi gögn hafa borist.  

 

  

14.Hofsstaðir lóð 1 (219174) - Afstöðuuppdráttur.

Málsnúmer 1005052Vakta málsnúmer

Þórólfur Sigjónsson kt 270165-4359 fyrir hönd eigenda Hofsstaða ehf. kt 690307-1110, óskar eftir  með bréfi dagsettu 18. maí sl., að framlögð  deiliskipulagstillaga sem unnin er á Vsó ráðgjöf verði tekin til meðferðar í Skipulags-og byggingarnefnd Skagafjarðar. Tillagan er dagsett 05.02.2010 númer 001. og varðar lóð sem verið er að stofna í landi jarðarinnar Hofsstaða og fengið hefur landnúmerið 219174. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu.

15.Reykir á Reykjaströd (145950) - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 1005149Vakta málsnúmer

Jón Eiríksson kt. 080129-2469  sæki með bréfi dagsettu 14. maí sl., um leyfi til að koma tímabundið fyrir aðstöðuhúsi, íbúðargám í landi Reykja á Reykjaströnd. Gámurinn sem um ræðir 2,43 m  x  6,05 m, hæð 2,60 m. Meðfylgjandi umsókn eru myndir og uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

16.Hofsós (218098) Íþróttasvæði - Umsókn um stöðuleyfi.

Málsnúmer 1005153Vakta málsnúmer

Hjalti Þórðarson kt. 011265-3169 fyrir hönd Ungmennafélagsins Neista, kt. 620289-2569, sækir með bréfi dagsettu 12. maí sl.,um stöðuleyfi fyrir tvo gáma við keppnis- og æfingarsvæði félagsins á Hofsósi. Meðfylgjandi eru myndir af gámunum. Einnig meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdráttur nr 1016, dagsettur 12. maí 2009 gerður af honum sjálfum. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

17.Varmahlíð 146115 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1005081Vakta málsnúmer

Ólafur Sigmarsson sækir með bréfi dagsettu 4. maí sl., fh. Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að byggja stoðvegg við suðvesturhorn verslunarhúss KS í Varmahlíð. Skipulags-og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi uppdrættir berast.

Fundi slitið - kl. 10:20.