Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

367. fundur 25. febrúar 2020 kl. 13:15 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Vinnufundur vegna heildarendurskoðunar á aðalskipulagi, undirbúningur undir vinnslutillögu og íbúafundi. Vinnugögn fyrir fundinn eru uppfærðir þéttbýlisuppdrættir, drög að sveitarfélagsuppdrætti, skýringarmyndir fyrir landbúnaðar- og verndarsvæði, efnistökusvæði og ferðaþjónustustaði ásamt drögum að flokkun landbúnaðarlands og skilmálum fyrir það. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið.

2.Skarð land 207858 - lóðarmál

Málsnúmer 2002206Vakta málsnúmer

Lóðin Skarð land landnúmer 207858 er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og er samkvæmt þinglýstu lóðarblaði frá 18. maí 2006 10.563 fermetrar. Fyrir liggur nýtt lóðarblað dagsett 20. febrúar 2020 sem gerir grein fyrir breyttri lóðarstærð. Lóðin verður eftir breytingu 3534 fermetrar. Breytingin er tilkomin vegna fyrirhugaðrar stækkunar á lóðinni Skarðseyri 5. Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu með þessum hætti.

3.Skarðseyri 5 Steinull hf. - lóðamál

Málsnúmer 2001234Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breyttri stærð lóðarinnar Skarðseyri 5, lóð Steinullarverksmiðjunnar hf. Samkvæmt lóðarleigusamningi frá 12. desember 1984 er lóðin 24.380 m2 en breytist samkvæmt fyrirliggjandi lóðarblaði sem dagsett er 20. febrúar 2020 og verður 33.203 m2.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að gera nýjan lóðarleigusamning ganga frá málinu með þessum hætti.

4.Miklibær 146569 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2002016Vakta málsnúmer

Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 sækir f.h. Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717-1300 um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 14072 m² lóð fyrir frístundahús úr landi jarðarinnar Miklabæjar, landnúmer L146569 ásamt því að nefna lóðina Miklibær 4. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdrátturinn er númer S04 í verki 760502, dagsettur 31. október 2019.
Óskað er eftir að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum.Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146569. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 100

Málsnúmer 2002022FVakta málsnúmer

100. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.