Fara í efni

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 335. fundur - 05.12.2018

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn, að loknum sveitarstjórnarkosningum, meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Skal sú ákvörðun, m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulags.

Þar sem gildandi aðalskipulag er til ársins 2021 telur Skipulags- og byggingarnefnd þörf á að endurskoða skipulagsstefnu sveitarfélagsins, m.a. þarf að skerpa á stefnu um þéttbýli og þróun byggðar, skoða atvinnuþróun og áhrif hennar á skipulag sveitarfélagsins. Þá hafa á gildistíma aðalskipulagsins ný skipulagslög, náttúruverndarlög og landsskipulagsstefna tekið gildi og því nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulagið m.t.t. þess.

Í ljósi ofnaritaðs leggur Skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar til a.m.k. 12. ára.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 376. fundur - 12.12.2018

Með vísan í 35. grein skipulagslaga lagði Skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar til a.m.k. 12. ára.

Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson og Gísli Sigurðsson

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins til 12 ára og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna Skipulagsstofnun þá ákvörðun sveitarstjórnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 337. fundur - 23.01.2019

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða á fundi 12. desember 2018 að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins til 12 ára.
Við endurskoðun aðalskipulagsins gefast tækifæri til að virkja íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu til að hafa áhrif á umhverfi sitt og þróun sveitarfélagsins. Slík samráðsvinna getur haft jákvæð áhrif á samfélagið og gert skipulagsvinnuna betri og nytsamlegri. Endurskoðun aðalskipulags verður stefnumarkandi heildarsýn varðandi þróun sveitarfélagsins a.m.k. til næstu 12 ára. Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Á fundinum var farið yfir helstu viðfangsefni sem tengjast gerð nýs aðalskipulags og verklag við þá vinnu.
Stefán Gunnar Thors sat fund nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 350. fundur - 07.06.2019

Fundurinn er vinnufundur vegna vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Áherslan var á þéttbýlisstaðina og fóru nefndarmenn í skoðunarferð í Steinsstaði, Varmahlíð, Hofsós, Hóla og Sauðárkrók.

Skipulags- og byggingarnefnd - 351. fundur - 13.06.2019

Á fundinum var farið yfir ákveðin viðfangsefni sem tengjast gerð endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins og verklag við þá vinnu. Ákveðið að leita til grunnskólanna í Skagafirði varðandi aðkomu ungmenna að gerð og mótun aðalskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd - 356. fundur - 10.09.2019

Vinnufundur um aðalskipulagsvinnuna, skólaverkefni og íbúafund. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi tók þátt í fundinum gegn um síma

Skipulags- og byggingarnefnd - 357. fundur - 26.09.2019

Fundurin var haldinn í Árskóla á Sauðárkróki og var vinnufundur með nemendum 7. og 9. bekkjar Árskóla, Grunnskólans austan vatna og Varmahlíðarskóla vegna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar til amk. næstu 12 ára. Unnið var með spurningar um samfélag, menntun og atvinnu, umhverfi og sjálfbærni. Tilgangurinn að fá nýjar og ferska hugmyndir frá ungu kynslóðinni sem sannarlega komu fram á fundinum. Nemendum og kennurum sérstaklega þökkuð þáttakan og góðan fund.
Stefán Gunnar Thors frá VSÓ ráðgjöf sat fundinn.

Skipulags- og byggingarnefnd - 359. fundur - 10.10.2019

Endurskoðun aðalskipulags og næstu skref rædd. Lokaundirbúningur vegna íbúafundar. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 361. fundur - 28.10.2019

Á fundinn kom Sigfús Ólafur Guðmundsson til viðræðna við nefndina um hvernig heppilegast sé að kynna íbúum vinnuferlið við endurskoðu aðalskipulags á veraldarvefnum. Samþykkt að fá unnin gögn til að meta vindauðlindina í Skagafirði og ganga að tilboði Veðurvaktarinnar varðandi málið. Rætt um skólaverkefnið og spurningar til nemanda í framhaldi af fundi með grunnskólanemendum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 362. fundur - 07.11.2019

Á 376. fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 12. desember 2018 var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í nóvember 2019 og unnin af VSÓ ráðgjöf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulags og matslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Undir þessum lið sat Stefán Gunnar Thors frá VSÓ fundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 390. fundur - 13.11.2019

Vísað frá 362. fundi skipulags og byggingarnefndar þann 7. nóvember 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Á 376. fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 12. desember 2018 var samþykkt að hefja vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar liggur fyrir skipulags- og matslýsing vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, dagsett í nóvember 2019 og unnin af VSÓ ráðgjöf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulags og matslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Framangreind tillaga skipulags- og byggingarnefndar, um að ofangreind skipulags- og matslýsing verði auglýst og kynnt samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt meðn níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 364. fundur - 13.01.2020

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035
Viðbrögð við umsögnum um skipulags- og matslýsingu
Skipulags- og matslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Kynningartími var frá 13. nóvember 2019 til 23. desember 2019 og alls bárust 16 umsagnir. Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar umsagnir og mun vinna með þær í áframhaldandi skipulagsvinnu í samræmi við eftirfarandi viðbrögð.
1. UMSÖGN SKAGABYGGÐAR
Sveitarfélagamörk
Skagabyggð telur ótækt að sveitarfélagið Skagafjörður endurskoði aðalskipulag sitt og samþykki það, án þess að ganga frá sveitarfélagamörkum við Skagabyggð. Hér er vísað til máls sem lengi er búið að veltast í kerfinu.
Sveitarstjórn Skagabyggðar óskar eftir fundi með fundi með fulltrúum sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi sveitarfélagsmörkin og vísar í bréf sem sent var til Skagafjarðar í mars 2014. Sveitarstjórn Skagabyggðar telur mikilvægt að sátt náist um sveitarfélagamörkin og að sveitarfélagið Skagafjörður taki tillit til þeirra gagna sem vísað er í bréfi Skagabyggðar frá 2014.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi upplýsingar um sveitarfélagamörk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og aðliggjandi sveitarfélaga. Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður unnið að því að skýra sveitarfélagamörk, þar sem niðurstaða liggur fyrir. Fram að því mun Sveitarfélagið birta í skipulagsgögnum „mörk óviss“ þar sem það á við.
2. UMSÖGN SVEITARFÉLAGSINS SKAGASTRANDAR
Sveitarfélagamörk
Vegna beiðni um umsögn áréttar sveitarfélagið Skagaströnd erindi frá 2014 sem snýr að sveitarfélagamörkum. Vísað er til þess að ágreiningur sé um mörkin milli Þrívörðuhóls og Vestara Þverfells í Skagaheiði.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd tekur undir mikilvægi þess að fyrir liggi upplýsingar um sveitarfélagamörk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og aðliggjandi sveitarfélaga. Í áframhaldandi skipulagsvinnu verður unnið að því að skýra sveitarfélagamörk, þar sem niðurstaða liggur fyrir. Fram að því mun Sveitarfélagið birta í skipulagsgögnum „mörk óviss“ þar sem það á við.
3. UMSÖGN LANDGRÆÐSLUNNAR
Landgræðslan telur að í skipulags- og matslýsingu séu lögð drög að umfjöllun um þau viðfangsefni sem snerta verksvið stofnunarinnar við gerð aðalskipulagsins. Sérstaklega er ánægjulegt að sjááform er varða umfjöllun um jákvæð loftslagsáhrif landgræðsluaðgerða, en í sveitarfélaginu er mikill fjöldi þátttakenda í verkefnum Landgræðslunnar og mikil tækifæri með endurheimt vistkerfa.
Landgræðslan gerir ekki athugasemdir við skipulags- og matslýsinguna en er reiðubúin til að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf um þá þætti er að verksviði hennar snúa, um jarðvegs- og gróðurvernd, uppgræðslu, endurheimt votlendis, varnir gegn landbroti og sjálfbæra nýtingu lands, sé þess óskað.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd þakkar fyrir boð Landgræðslunnar um upplýsingar og ráðgjöf um jarðvegs- og gróðurvernd, uppgræðslu, endurheimt votlendis, varnir gegn landbroti og sjálfbæra nýtingu lands, og mun leita til stofnunarinnar við framvindu skipulagsvinnunnar.
4. UMSÖGN UMHVERFISSTOFNUNAR
4.1 Heimsmarkmið
Í lýsingu kemur fram að stuðst verður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun við stefnumörkun sveitarfélagsins og telur Umhverfisstofnun það jákvæða nálgun.
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi verndun á vistkerfum sem njóta sérstakrar verndar, vistgerðir sem hafa verndargildi, búsvæði fugla þá sérstaklega ábyrgðartegunda Íslands og fugla á válista o.fl. með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Viðbrögð
Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi ofangreind viðfangsefni sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar. Stefnan mun byggja á inntaki náttúruverndarlaga. Þá vill skipulagsnefnd vísa í þá nálgun og stefnu sem kom fram í aðalskipulagsbreytingum sem staðfest var á síðasta ári, en þar er lögð áhersla á vistkerfi, vistgerðir, búsvæði fugla og sérstaka vernd. Áfram verður unnið á þessari braut við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
4.2 Svæði á náttúruminjaskrá
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að fjallað sé um friðlýst svæði í greinargerð skipulagstillögunnar og þau sýnd á uppdrætti sbr. skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Umhverfisstofnun telur nauðsynlegt að deiliskipulagstillögur innan friðlýstra svæða séu unnar í samstarfi við Umhverfisstofnun þar sem stofnunin annast umsjón og rekstur á friðlýstum svæðum og veitir leyfi til framkvæmda á þeim.
Viðbrögð
Í skipulagsgögnum, greinargerð og uppdráttum, verður gerð grein fyrir svæðum á náttúruminjaskrá í samræmi við skipulagsreglugerð og lögum um náttúruvernd. Gerð verður grein fyrir þeim skilmálum sem þar gilda, þ.m.t. leyfisveitingar. Skipulagsnefnd mun setja skilmála varðandi deiliskipulagsvinnu á friðlýstum svæðum sem taka til samráðs við Umhverfisstofnun.
4.3 Sérstök vernd
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi vernd þeirra vistkerfa og jarðmyndana sem falla undir 61. gr. náttúruverndarlaganna og hvernig stefnan sé í samræmi við ákvæði þeirra.
Í lýsingunni kemur fram að viðfangsefni tillögunnar sé m.a. að skilgreina aðgerðir til kolefnisbindingar, svo sem með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Stofnunin bendir á að skógrækt og landgræðsla geti haft neikvæð áhrif á jarðminjar, mikilvægar vistgerðir, búsvæði fugla og ásýnd svæða.
Viðbrögð
Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi sérstaka vernd skv. lögum um náttúruvernd. Þá vill skipulagsnefnd vísa í þá nálgun og stefnu sem kom fram í viðbrögðum við viðfangsefnið Heimsmarkmið hér að ofan.
Við ákvörðun um aðgerðir vegna kolefnisbindingar mun sveitarfélagið leita samráðs við fagstofnanir, þ.m.t. Umhverfisstofnun og Landgræðsluna. Umhverfismat aðalskipulagsins mun fjalla um möguleg áhrif aðgerða á umhverfisþætti, sem kunna að verða fyrir áhrifum.
4.4 Óbyggð víðerni
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram með skýrum hætti í tillögunni hver stefna sveitarfélagsins er varðandi verndun óbyggða víðerna í sveitarfélaginu.
Viðbrögð
Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi óbyggð víðerni, sem mun byggja á náttúruverndarlögum. Sveitarfélagið telur mjög mikilvægt að Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun ljúki við þá vinnu kortlagningu óbyggðra víðerna, þannig að ljóst sé hvar þau séu innan sveitarfélagsins.
4.5 Vistgerðir
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það komi fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi landnotkun á svæðum vistgerða með hátt verndargildi og búsvæðum fugla.
Viðbrögð
Sveitarstjórn mun leggja fram stefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð varðandi vistgerðir og búsvæði fugla, sem mun byggja á inntaki náttúruverndarlaga. Þá vísar skipulagsnefnd í þá nálgun og stefnu sem kom fram í viðbrögðum við viðfangsefnið Heimsmarkmið hér að ofan.
4.6 Búsvæði fugla
Umhverfisstofnun bendir á að innan sveitarfélagsins eru mikilvæg fuglasvæði skv. vistgerðarkorti NÍ, en þau eru í Tindastóli, Drangey, Málmey, Lundey og á Skaga og á láglendi Skagafjarðar.
Umhverfisstofnun bendir á að á þessum svæðum eru fuglategundir sem eru forgangstegundir skv. Bernarsamningnum, á válista og ábyrgðartegundum Íslands.
Umhverfisstofnun telur mikilvægt að það kom fram í tillögunni hver sé stefna sveitarfélagsins varðandi landnotkun á svæðum sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fugla.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd vísar í ofangreind svör vegna vistgerða.


4.7 Vegir í náttúru Íslands
Umhverfisstofnun bendir á að slík vegaskrá er háð samþykki Umhverfisstofnunar, þegar svæði liggja innan friðlýstra svæða eða annarra stjórnvalda þjóðgarða þegar við á. Umhverfisstofnun telur því mikilvægt að sveitarfélagið vinni tillöguna í samráði við Umhverfisstofnun á vinnslustigi aðalskipulagstillögunnar.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun vinna að vegaskrá um vegi í náttúru Íslands og eiga samráð við Umhverfisstofnun um þá vinnu.
4.8 Fráveita
Umhverfisstofnun bendir á að öll fráveita skal vera skv. reglugerð um fráveitu og skólp nr. 798/1999. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að fjallað sé nákvæmlega um hver staða fráveitumála er í sveitarfélaginu, þar sem kæmi fram magn og umfang fráveitu, eðli hreinsivirkja og auk þess er mikilvægt að það komi fram hvert er ástand viðtakans.
Einnig bendir stofnunin á, að ef þörf sé á úrbótum í fráveitumálum og þá þarf að koma fram hver stefna sveitarfélagsins sé varðandi endurbætur og hver tímarammi endurbóta sé.
Viðbrögð
Í aðalskipulaginu verður byggt á fyrirliggjandi gögnum um stöðu fráveitumála og ástand viðtakans. Sveitarstjórn mun leggja fram tillögur í aðalskipulaginu um úrbætur, sé þess þörf, og þá hver sé tímarammi endurbóta.
4.9 Tillaga að framkvæmdaráætlun (B-hluta)
Umhverfisstofnun vill benda á að innan sveitarfélagsins er svæði á tillögu NÍ að framkvæmdaáætlun (B-hluta) sem kallast Skagi, Drangey, Málmey og Láglendi Skagafjarðar. Tillagan hefur verið birt á heimasíðu stofnunarinnar og felur í sér mat á verndargildi þeirra svæða sem þar eru tilgreind. Það er mat stofnunarinnar að mikilvægt sé að hafa þær upplýsingar fyrir ofangreint svæði til hliðsjónar þegar skipulagsáætlunin er unnin, þegar áhrif á helstu umhverfisþætti eru metin og til að tryggja að verndargildi svæðisins rýni ekki.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun við mótun aðalskipulagsins og gerð umhverfismats þess, líta til þessara tillagna Náttúrufræðistofnunar um verndun svæðanna sem kallast Skagi, Drangey, Málmey og Láglendi Skagafjarðar
4.10 Stjórn vatnamála
Umhverfisstofnun bendir á að nú er unnið að innleiðingu laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Markmið laganna er að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa til þess að vatn njóti heildstæðrar verndar. Jafnframt er lögunum ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Lögin taka til yfirborðsvatns og grunnvatns ásamt árósavatni og strandsjó, til vistkerfa þeirra og til vistkerfa sem tengjast þeim að vatnabúskap.
Samkvæmt markmiðum laganna og reglugerðarinnar skulu vatnshlot vera í mjög góðu eða góðu vistfræðilegu ástandi. Unnið er að því að skilgreina gæðaþætti og koma á kerfi til að meta ástand vatnshlota. Í vatnaáætlun munu verða sett umhverfismarkmið fyrir vatnshlotin sem miða að því að halda vatnsgæðum góðum.
Umhverfisstofnun bendir á að m.a. efnistaka í ám og virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á vistformfræðilegt ástand áa.
Viðbrögð
Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á vernd og sjálfbæra nýtingu vatnsauðlindarinnar og mun hafa þá áherslu til hliðsjónar við ákvörðun um landnotkun í sveitarfélaginu. Þá fagnar skipulagsnefnd því að brátt liggi fyrir ítarlegar upplýsingar um vatnshlot, þ.m.t. ástand þeirra. Það mun nýtast sveitarfélaginu vel í skipulagsgerð og ákvörðunum um framkvæmdir.
5. LANDSNET
Landsnet hefur farið yfir gögnin sem fylgdu erindinu og gerir ekki athugasemdir, en óskar eftir að fá tækifæri til að geta komið að athugasemdum síðar í skipulagsferlinu.
Viðbrögð
Umsögn krefst ekki viðbragða af hálfu skipulagsnefndar.
6. NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN
Náttúrufræðistofnun hefur farið yfir lýsingu með hliðsjón af hlutverki stofnunarinnar og telur lýsinguna almennt vera greinargóða um þau atriði sem þarf að skoða í væntanlegu skipulagsferli.
Á bls. 12 er fjallað um vindorku. Undanfarið hefur sífellt verið að skjóta upp nýjum hugmyndum um vindorkugarða og vill Náttúrufræðistofnun sérstaklega benda á, fyrir utan áhrif á landslag o.fl., að vindorkusvæði séu ekki sett á aðalskipulag án ítarlegrar skoðunar á áhrifum á fugla og þá sérstaklega í tengslum við farleiðir fugla.
Á bls. 15 er fjallað um loftslagsmál og þar undir að skoða eigi m.a. endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt. Í þessu samhengi telur Náttúrufræðistofnun mikilvægt að stuðst sé við góð gögn, m.a. vistgerðarkort og fleira, til að greina og flokka land og móta þannig stefnu um hvaða land er heppilegast í hverju tilfelli. Í öllum tilfellum þarf að tryggja að áætlanir í loftslagsmálum þ.m.t. kolefnisjöfnun með skógrækt fari ekki á svig við vernd líffræðilegrar fjölbreytni. Einnig er mikilvægt að nota góð grunngögn til að flokka landbúnaðarland sem oft nær til stórra svæða sem ekki eru eiginleg ræktarlönd.
Viðbrögð
6.1 Vindorka
Sveitarfélagið mun líta til margvíslegra þátta varðandi möguleika á nýtingu vindorku, þ.m.t. áhrif á landnotkun og umhverfi. Ólíklegt er þó að sveitarfélagið ráðist á þessu stigi í ítarlega skoðun á áhrifum á fugla og farleiðir fugla, ef þær liggja ekki fyrir. Hins vegar getur sveitarfélagið gert það að skilmálum fyrir nýtingu vindorku innan marka sveitarfélagsins, sé þess þörf. Sveitarfélagið mun einnig styðjast við leiðbeiningar Skipulagsstofnunar um Skipulag og vindorkunýtingu.
6.2 Loftslagsmál
Vísað er í viðbrögð skipulagsnefndar um sambærilega umsögn frá Landgræðslunni og Umhverfisstofnun hér að ofan.
Ýmsar ábendingar
Náttúrufræðistofnun vísar til ákvæða í lögum um náttúruvernd og bendir á margvísleg gögn sem geta nýst við skipulagsgerð og umhverfismat þess.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun taka mið af ábendingum Náttúrufræðistofnunar við mótun skipulagsins og gerð umhverfismatsins.
7. VEÐURSTOFAN
Ljóst er að taka á loftslagsmálin í víðu samhengi föstum tökum við skipulagsvinnuna, sbr. kafla 5.7 Loftslag og ber að fagna því.
Þá skal undirstrikað mikilvægi hinna ýmsu þátta náttúruvár við skipulagsgerðina. Í kafla 5.9 Takmarkanir á landnotkun eru sérstaklega tiltekin flóðahætta, hækkun sjávarborðs og ofanflóð, en bæta skal jarðskjálftum og aftakaveðri við upptalningu þessa. Þá vantar ofanflóð og aftakaveður í töflu 7.1 undir Öryggi.
Þá væri æskilegt að fjalla almennt um veðurfar í sérstökum kafla.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun bæta við ofanflóðum og aftakaveðri í töflu 7.1 undir öryggi. Þá mun nefndin taka það til skoðunar hvort tilefni sé að fjalla um veðurfar í sérstökum kafla í aðalskipulagi sveitarfélagsins.
8. VEGAGERÐIN
Hafa þarf samráð við Vegagerðina varðandi hugsanlegar breytingar eða viðbætur á veglínum frá núverandi skipulagi, t.d. er varðar möguleg jarðgöng.
Vegagerðin bendir á fyrri umsókn um viðbætur við efnistökustaði á aðalskipulagi. Vegagerðin óskar eftir að skoðað verði hvort þörf sé á frekari viðbótum við efnistökustaði frá því sem þegar hefur verið óskað eftir.
Vegagerðin óskar eftir því að fá skipulagið til umsagnar á öllum stigum skipulagsferilsins.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun eiga samráð við Vegagerðina um hugsanlegar breytingar eða viðbætur á veglínum frá núverandi skipulagi. Varðandi efnistökusvæði mun skipulagsnefndin taka fyrir umsókn Vegagerðarinnar um efnistökustaði.
Skipulagsnefnd mun leita umsagnar, upplýsinga og samráðs við Vegagerðina í skipulagsferlinu sem er framundan.
9. SAMGÖNGUSTOFA
Gerir ekki athugasemdir.
10. ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARRÁÐUNEYTIÐ
Ráðuneytið vísar af þessu tilefni til þess að skipulagslög gera ráð fyrir að meðal flokka landnotkunar samkvæmt skipulagsáætlunum sé land til landbúnaðar, en samkvæmt jarðalögum skal tryggja svo sem kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota og er óheimilt að taka land sem skipulagt er sem landbúnaðarsvæði eða land sem nýtanlegt er eða nýtt til landbúnaðar, þ.m.t. áfrétti, til annarra nota (breyta landnotkun) nema aflað sé leyfis ráðherra að gættum ákvæðum 6. gr. jarðalaga.
Þess er beiðst að sveitarfélagið fari yfir þessi ákvæði og leitist við að hafa þau í huga við téða endurskoðun skipulagsáætlunarinnar.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun líta til þessara ákvæða, enda er viðfangsefni landbúnaðar eitt af helstu viðfangsefnum skipulagsvinnunnar.
11. HÖRGÁRSVEIT
Gerir ekki athugasemdir.
12. DALVÍKURBYGGÐ
Gerir ekki athugasemdir.
13. BLÁSKÓGABYGGÐ
Gerir ekki athugasemdir.
14. FJALLABYGGÐ
Gerir ekki athugasemdir.
15. LÖGREGLAN
Í kaflanum um helstu viðfangsefni í skipulagsvinnu er minnst bæði á sjálfbæra þróun og að stuðst verði við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna við mótun nýs skipulags. Til viðbótar við þetta mætti benda á áætlun Sameinuðu Þjóðanna um eflingu viðnámsþróttar samfélaga gagnvart áföllum (Sendai Framework for Disaster Risk Reduction 2015-2030). Þar eru sett markmið um að fækka dauðsfjöllum og minnka tjón samfélaga af völdum hamfara hverskonar.
Í kafla 5.9 er fjallað um takmarkanir á landnotkun og að sérstök grein verði gerð fyrir svæðum undir náttúruvá í samráði við Veðurstofu Íslands. Upplýsingar um slíka vá gætu einnig legið hjá Náttúrufræðistofnun varðandi skriðuföll og eldvirkni og hjá Orkustofnun varðandi jarðfræði.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun líta til þeirra gagna sem vísað er til við skipulagsvinnu sem er framundan.
16. SKIPULAGSSTOFNUN
Skipulagsstofnun telur lýsinguna gefa góða mynd af viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum í fyrirhuguðu umhverfismati og kynningar- og samráðsferli.
Ferðaþjónusta
Vegna fyrirhugaðrar stefnu um ferðaþjónustu og áfangastaði er minnt á að taka saman upplýsingar um framboð ferðaþjónustu og gistingar og halda utan um fjölda gistirúma, tegundar gistirýmis og nýtingu þess. Það er gagnlegt bæði við að móta stefnu um uppbyggingu og sem forsendur til að bregðast við óskum um stækkun eða fjölgun gistiheimila eða þörf fyrir innviði eða þjónustu fyrir ferðamenn.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun kanna hvað liggur fyrir um framboð ferðaþjónustu og gistingar, þ.m.t. fjölda gistirýma, tegund þeirra og nýtingu. Þessar upplýsingar verða nýttar í kafla um forsendur og stöðu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarland
Skipulagsstofnun bendir sveitarfélaginu á að flokka þarf landbúnaðarland til að leggja til grundvallar skipulagsákvörðunum um nýtingu þess, í samræmi við markmið Landsskipulagsstefnu 2015-2026 (gr. 2.3.1) og ákvæði jarðalaga um að tryggja eins og kostur er að land sem vel er fallið til búvöruframleiðslu verði varðveitt til slíkra nota.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun vinna að flokkun landbúnaðarlands í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að öðru leyti er vísað í viðbrögð við umsögnum atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Landgræðslunnar.
Loftslagsmál og umhverfismat
Áherslan á loftslagsmál í kafla 5.7, um að sveitarfélagið setji sér markmið í loftslagsmálum og skilgreini aðgerðir sem styðji við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum, virðast ekki endurspeglast nægilega vel í aðferðarfræðinni við mat á áhrifum stefnunnar á umhverfið, þ.e. matsspurningunum. Þar er áhersla á loftgæði, sbr. viðmið. . . Áhersla stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða binda kolefni þarf því einnig að leggja fram sem viðmið. Meta þarf hvaða líklegu áhrif, eða breytingar, stefnan eða einstakar framkvæmdir geta haft á losun gróðurhúslofttegunda, til aukningar eða minnkunar, jákvæð eða neikvæð áhrif.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd mun fara yfir matsspurningar varðandi loftslagsmál og tengja þær betur við stefnumörkun stjórnvalda í loftslagsmálum, með því að tilgreina þau viðmið sem litið er til. Jafnframt verður hugað að matsspurningum hvort stefna eða einstakar framkvæmdir hafi áhrif á losun gróðurhúsalofttegundir. Jafnframt er vísað í viðbrögð við umsagnir frá Landgræðslunni, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Það mætti draga skýrar fram og velja heimsmarkmið sem hægt er að vinna með á sveitarfélagsstigi. Það er t.d. ekki skýrt hvernig loftslagsmarkmiðin 13.1.3 tengist aðalskipulaginu, sbr. yfirlit um heimsmarkmiðin á bls. 22-23, svo dæmi sé tekið.
Viðbrögð
Í tillögu aðalskipulags verður gerð grein fyrir því hvernig heimsmarkmið hafi áhrif á skipulagsgerð og tengjast framkvæmd þess.
Vinnsla aðalskipulags á stafrænu formi og mælikvarði uppdráttar
Stofnunin minnir á ákvæði 46. gr. skipulagslaga um að aðalskipulagsáætlunum skuli skilað á starfrænu formi til Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun vinnur að gerð fitjuskrár og leiðbeininga þar um. Hægt er að fá drög að leiðbeiningum til skoðunar ef með þarf.
Í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 er mælikvarði sveitarfélagsuppdráttar fyrir byggð og hálendi 1:150.000. Að mati Skipulagsstofnunar er það of lítill mælikvarði fyrir prentaðan uppdrátt þar sem sýna skal heildarmynd af landnotkun alls sveitarfélagsins en um leið með nægilegri nákvæmni. Að jafnaði skal aðalskipulag sett fram í mælikvarða 1:50.000 en þéttbýli í mælikvarða 1:10.000. Heimilt er að sýna mjög stór landsvæði með einsleitri landnotkun í mælikvarða, allt að 1:100.000 skv. skipulagsreglugerð.
Viðbrögð
Skipulagsnefnd hefur hafið vinnu við gerð vinnslutillögu og er hún unnin á stafrænu formi og í samræmi við þær upplýsingar sem liggja fyrir á þessum tíma. Skipulagsnefnd mun óska eftir að fá aðgang að uppfærðum drögum að leiðbeiningum.
Skipulagsnefnd mun birta sveitarfélagsuppdrátt í 1:50.000 eða

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 392. fundur - 15.01.2020

Tekin er fyrir bókun skipulags- og bygginganefndar varðandi viðbrögð vegna umsagna og ábendinga við skipulags- og matslýsingu. Skipulags- og matslýsing var kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana. Kynningartími var frá 13. nóvember 2019 til 23. desember 2019 og alls bárust 16 umsagnir.
Enginn kvaddi sér hljóðs.

Forseti gerir það að tillögu sinni að Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki málsmeðferð skipulags- og byggingarnefndar á kynningu á skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og viðbrögð skipulags- og byggingarnefndar við umsögnum og ábendingum.
Samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 365. fundur - 30.01.2020

Fyrir liggja, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, vinnudrög til yfirferðar varðandi þéttbýliskjarnana í sveitarféalginu,Steinsstaði, Varmahlíð, Sauðárkrók, Hóla og Hofsós. Farið yfir íbúðarsvæðin, greiningu á þeim og svæði fyrir atvinnustarfsemi. Mörk þéttbýslikjarnanna rædd og farið yfir kosti og galla að breyta þeim. Rætt um tengingar af þjóðvegi inn í þéttbýliskjarnana.Undir þessum lið sat Stefán Gunnar Thors fundinn.

Skipulags- og byggingarnefnd - 366. fundur - 05.02.2020

Fyrir liggja, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi, vinnudrög til yfirferðar varðandi þéttbýliskjarnana í sveitarfélaginu og mörk þeirra þe. vegna Steinsstaða, Varmahlíðar, Sauðárkróks, Hóla og Hofsós. Farið yfir íbúðar- og atvinnusvæði og greiningu á þeim. Stefán Gunnar Thors var með á fjarfundi.

Skipulags- og byggingarnefnd - 367. fundur - 25.02.2020

Vinnufundur vegna heildarendurskoðunar á aðalskipulagi, undirbúningur undir vinnslutillögu og íbúafundi. Vinnugögn fyrir fundinn eru uppfærðir þéttbýlisuppdrættir, drög að sveitarfélagsuppdrætti, skýringarmyndir fyrir landbúnaðar- og verndarsvæði, efnistökusvæði og ferðaþjónustustaði ásamt drögum að flokkun landbúnaðarlands og skilmálum fyrir það. Stefán Gunnar Thors sat fundinn undir þessum lið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 371. fundur - 12.05.2020

Skipulagsnefnd fór yfir síðari hluta skipulagstillögu og greinargerðar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 373. fundur - 27.05.2020

Skipulags- og byggingarnefnd ásamt Stefáni Thors skipulagsráðgjafa fengu á vinnufund vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, aðila frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi. Farið var yfir ýmsa kosti varðandi reiðleiðir í Skagafirði.

Skipulags- og byggingarnefnd - 374. fundur - 04.06.2020

Vinnufundur um endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Skipulagsnefnd mætti til fundar í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar á Akureyri, að Miðhúsavegi 1. Mættir á fundinn f.h. Vegagerðarinnar, Margrét Silja Þorkelsdóttir og Gunnar H. Guðmundsson.
Skipulagsnefndarmenn mættir, Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi auk skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors sem var tengdur fjarfundabúnaði og fór yfir málefnin á PowerPoint glærum.
Farið yfir eftirfarandi málefni:
Breytingum á stofnvegum: Varmahlíð
Öryggisráðstafanir: Gatnamót á Króknum og Hofsósi
Jarðgögn
Tenging um Kjálka
Reiðvegir almennt og þverun á vegum fyrir hestamenn
Áningarstaðir fyrir ferðamenn
Námur

Skipulags- og byggingarnefnd - 375. fundur - 08.06.2020

Vinnufundur um endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035
Skipulagsnefnd mætti til fundar að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki.
Mættir á fundinn f.h. ferðaþjónustuaðila í Skagafirði, Evelyn Ýr Kuhne.
Þá mættu f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar þau Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atvinnu-kynningar og menningarmála og Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Skipulagsnefndarmenn mættir, Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Axel Már Sigurbjörnsson, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi auk skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors sem var tengdur fjarfundabúnaði.

Farið var yfir eftirfarandi:
Uppbygging ferðaþjónustu.
Áherslur í ferðaþjónustu.
Styrkleikar/sérstaða og tækifæri í ferðaþjónsustu.
Áhugaverðir áningarstaðir.
Uppbygging ferðamannastaða.
Merkingar og uppbygging vega og aðkomu.
Hvað þarf til að ferðaþjónsuta haldi áfram að dafna.

Skipulags- og byggingarnefnd - 376. fundur - 11.06.2020

Skipulags- og byggingarnefnd ásamt skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors tók til umræðu skilmála og kvaðir er varða landbúnaðarsvæði, landspildur og vegna frístundalóða/frístundahúsasvæða.
Skipulagsnefnd fór yfir byggingarskilmála og fleira tengt landbúnaðarsvæðum og frístundasvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 377. fundur - 16.06.2020

Skipulags og byggingarnefnd leggur fram til kynningar hjá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035.
Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi (VSO) fór yfir helstu breytingar frá gildandi aðalskipulagi og nýjar áherslur í tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þá var kynnt ný tímaáætlun á kynningar og skipulagsferli vegna tillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Góðar umræður áttu sér stað við kynningu tillögunnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 378. fundur - 22.06.2020

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 18. nóvember 2019 lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, samkvæmt 1.mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var í kjölfarið kynnt og auglýst skv. sömu grein laga.
Nú er lögð fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki að tillagan verði kynnt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020

Vísað frá 378. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 18. nóvember 2019 lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, samkvæmt 1.mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var í kjölfarið kynnt og auglýst skv. sömu grein laga. Nú er lögð fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki að tillagan verði kynnt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 , unnin af VSO, verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um að kynna tillöguna almenningi með íbúafundum og að auglýsa/kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd - 379. fundur - 29.06.2020

Lögð er fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur nú fram til kynningar fyrir íbúa í Skagafirði og aðra sem áhuga hafa á málinu, vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélgasins Skagafjarðar 2020-2035.

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að kynna drög að vinnslutillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, var haldinn íbúafundur/kynningarfundur í Menningarhúsini Miðgarði í Varmahlíð, þann 29.6.2020.
Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSO ráðgjöf, fór yfir helstu breytingar og nýjar áherlslur í nýrri skipulagstilögu. Nokkur fjöldi mætti og urðu ágætis umræður við framkomnum tillögum. Skrifaðar voru niður athugasemdir og ábendingar um hin ýmsu mál er koma til með að nýtast við framvindu og framhald á vinnslutillögunni.


Skipulags- og byggingarnefnd - 380. fundur - 30.06.2020

Lögð er fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur nú fram til kynningar fyrir íbúa í Skagafirði og aðra sem áhuga hafa á málinu, vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélgasins Skagafjarðar 2020-2035.

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að kynna drög að vinnslutillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, var haldinn íbúafundur/kynningarfundur í Húsi Frítímans að Sæmunargötu 7, á Sauðárkróki, þann 30.6.2020. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSO ráðgjöf, fór yfir helstu breytingar og nýjar áherlslur í nýrri skipulagstilögu. Nokkur fjöldi mætti og urðu ágætis umræður við framkomnum tillögum. Skrifaðar voru niður athugasemdir og ábendingar um hin ýmsu mál er koma til með að nýtast við framvindu og framhald á vinnslutillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 381. fundur - 30.06.2020

Lögð er fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur nú fram til kynningar fyrir íbúa í Skagafirði og aðra sem áhuga hafa á málinu, vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélgasins Skagafjarðar 2020-2035.

Í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um að kynna drög að vinnslutillögu fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum, var haldinn íbúafundur/kynningarfundur í félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi, þann 30.6.2020.
Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi frá VSO ráðgjöf fór yfir helstu breytingar og nýjar áherlslur í nýrri skipulagstilögu. Nokkur fjöldi mætti og urðu ágætis umræður við framkomnum tillögum. Skrifaðar voru niður athugasemdir og ábendingar um hin ýmsu mál er koma til með að nýtast við framvindu og framhald á vinnslutillögunni.

Skipulags- og byggingarnefnd - 384. fundur - 25.08.2020

Nýlokið er kynningarferli vinnslutillögu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Vinnslutillagan var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og ábendingar bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjafa og koma með tillögur um viðbrögð við þeim.

Skipulags- og byggingarnefnd - 388. fundur - 14.10.2020

Vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og umsagnir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir. Fulltrúi VSÓ Ráðgjafar kynnti drög að viðbrögðum við framkomnum athugasemdum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna viðbrögð við athugasemdum í samræmi við ábendingar og umræðu nefndarinnar og senda til þeirra sem gert hafa athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 389. fundur - 20.10.2020

Skipulags- og byggingarnefnd tók til umræðu og yfirferðar, reið-,gönguleiðir og vegakerfi, vegna vinnu við enduurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Jón Örn Berndsen fulltrúi landeigenda Móskóga í Fljótum mætti til fundarins vegna möglegrar reiðleiðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Vísað frá 388. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og umsagnir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir. Fulltrúi VSÓ Ráðgjafar kynnti drög að viðbrögðum við framkomnum athugasemdum.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar með níu atkvæðum, að fela skipulagsfulltrúa að vinna viðbrögð við athugasemdum í samræmi við ábendingar og umræðu skipulags- og byggingarnefndar og senda til þeirra sem gert hafa athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd - 391. fundur - 09.11.2020

Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. nr 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan unnin af VSO ráðgjöf. Tillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir greinargerð og umhverfisskýrslu og felur skipulagsfulltrúa að koma athugsemdum og ábendingum nefndarinnar til skipulagsráðgjafa.

Skipulags- og byggingarnefnd - 392. fundur - 19.11.2020

Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Vinnslutillaga hefur verið kynnt íbúum og auglýst með áberandi hætti í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og hafa verið gerðar lagfæringar og breytingar á umhverfisskýrslu, greinargerð og uppdráttum í kjölfar athugasemda og ábendinga frá einstaklingum, stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð tillögunnar á fumstigi og síðar vinnslutillögu, og komu með góðar og þarfar ábendingar og athugasemdir um hin ýmsu atriði, sem hafa nýst vel við útfærslu og gerð aðalskipulagstillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún samþykki skipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til umsagnar og óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020

Vísað frá 391. fundi skipulags- og byggingarnefdar frá 19. nóvember 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð er fram tillaga í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagstillagan inniheldur greinargerð, umhverfisskýrslu auk uppdrátta af þéttbýlisstöðum og dreifbýli. Vinnslutillaga hefur verið kynnt íbúum og auglýst með áberandi hætti í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, og hafa verið gerðar lagfæringar og breytingar á umhverfisskýrslu, greinargerð og uppdráttum í kjölfar athugasemda og ábendinga frá einstaklingum, stofnunum og öðrum hagsmunaaðilum.
Skipulags- og byggingarnefnd vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að gerð tillögunnar á fumstigi og síðar vinnslutillögu, og komu með góðar og þarfar ábendingar og athugasemdir um hin ýmsu atriði, sem hafa nýst vel við útfærslu og gerð aðalskipulagstillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún samþykki skipulagstillöguna í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til umsagnar og óska eftir heimild til að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir tillöguna með 9 atkvæðum, í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 31. Skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugungar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 402. fundur - 25.03.2021

Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO, kynnir helstu áherslur, ábendingar og athugasemdir vegna yfirferðar Skipulagsstofnunar á vinnslutillögu aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Tillagan verður tilbúin innan skamms til auglýsingar, í samræmi við 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd - 404. fundur - 13.04.2021

Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO situr fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað. Stefán fer yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið vegna ábendinga Skipulagsstofnunar dags. 22.febrúar 2021 á tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Skipulags- og byggingarnefnd - 406. fundur - 12.05.2021

Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSO ráðgjöf, kynnir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, og fór yfir helstu atriði, sem Skipulagsstofnun hafði bent á í minnisblaði dags. 22.2.2021, að þyrftu nánari skoðunar við.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa í samvinnu við skipulagsráðgjafa að koma tillögunni til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og samþykktar til auglýsingar í samræmi við við 30. gr. og 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd - 415. fundur - 20.10.2021

1) Á fundinn komu Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason frá VSÓ Ráðgjöf, Magnús Björnsson og Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni, þessir aðilar sátu fundinn í gegnum TEAMS fjarfundarbúnað.
Stefán og Hlynur kynna fyrir fundarfólki samantekt á þeim skipulagsbreytingum sem varða vegi og námur tengdar vegagerð í nýrri Aðalskipulagstillögu Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Að lokinni umræðu varðandi þennan lið fundar kvöddu þeir Magnús og Björn fundinn.

2) Stefán Gunnar og Hlynur Torfi fóru yfir þær 39 umsagnir og athugasemdir sem hafa borist við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Viðfangsefni ábendinga eru fjölbreytt og snúa m.a. að íþróttasvæðum, stígakerfi, efnistökusvæðum, náttúruvernd, atvinnusvæði, afmörkun íbúðarsvæða, samgöngum og flutningskerfi raforku. Nokkrir umsagnaraðilar hafa ekki sent inn umsögn við auglýsta skipulagstillögu. Lagðar fram tillögur að viðbrögðum. Almennt er unnt að bregðast við flestum ábendingum og viðbrögð fela ekki í sér grundvallarbreytingar á stefnu skipulagsins. Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra skipulagstillögu í samræmi við viðbrögð og umræður fundarins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 418. fundur - 22.11.2021

Lögð fram uppfærð tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Í tillögunni felst m.a. endurskoðun á framboði íbúðarhúsnæðis og atvinnusvæða í sveitarfélaginu, mörkuð er stefna um landbúnaðarsvæðin, ferðaþjónustu, innviði, efnistöku, ný vatnsverndarsvæði og náttúru- og minjavernd. Gerð er grein fyrir forsendum, útfærslum, heimildum, skipulagsákvæðum, takmörkunum og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006. Tillaga að heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins var í auglýsingu frá byrjun júlí til og með 13. september. Á kynningartíma bárust umsagnir, ábendingar og athugasemdir, sem fjölluðu m.a. um íþróttasvæðin, stígakerfi, efnistökusvæði, náttúruvernd, atvinnusvæði, afmörkun íbúðarsvæða, samgöngur og flutningskerfi raforku. Uppfærð tillaga hefur tekið mið af framkomnum athugasemdum og umsögnum. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málum, nánari útfærsla er á ákveðnum landnotkunarflokkum og ýmsar leiðréttingar gerðar á skipulagsgögnum. Ekki eru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035 til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögu m.t.t. ábendinga nefndarinnar. Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur verið litið til umhverfisskýrslu skipulagsvinnu við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati og umsögnum og athugasemdum við mótun skipulagstillögu sem felst m.a. í að leggja til ákveðnar mótvægisaðgerðir eða skipulagsákvæði til að draga sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir forsendum, leiðarljósum og útfærslu á endanlegri áætlun. Ekki er talin þörf á sérstakri vöktun umhverfisáhrifa, þar sem skipulagstillagan er ekki líkleg til að valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 419. fundur - 30.11.2021

Í lok fundar fór Skipulags- og byggingarnefnd á fund sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þar kynnt aðalskipulagstillaga Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021-2035 sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar þann 22.11.2021.
Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason ráðgjafar hjá VSÓ verkfræðistofu sáu um kynningu tillögunnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 418. fundur - 30.11.2021

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er hér borið upp til afgreiðslu eftir langt undirbúnings- og skipulagsferli og víðtækt samráð við íbúa, félagasamtök, atvinnulíf o.fl.
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sett fram til að leiða þróun samfélagsins og gera Skagafjörð sterkan til framtíðar. Í aðalskipulaginu er m.a. greint á milli þess hvar breytingar skuli eða geti orðið og hvar þurfi að verja aðstæður fyrir óæskilegum breytingum. Hlúð er að þeim styrkleikum sem sveitarfélagið býr yfir og aðstæður skapaðar fyrir nýja þróun.
Gerð og mótun aðalskipulagsins er í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Forsendur tóku mið af samráði við íbúa á mótunarstigi tillagna. Nemendur grunnskólanna tóku þátt í umfangsmiklu samráðsverkefni þar sem þau fengu tækifæri til að koma sínum hugmyndum um framtíð sveitarfélagsins á framfæri. Aðrir íbúar fengu einnig tækifæri til að segja sína skoðun á forsendum skipulagsins á íbúafundi og í gegnum samráðsvefinn Betra Ísland. Til alls þessa var tekið við mótun tillagna. Tillaga að skipulagi var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á vinnslustigi sem gaf tækifæri til að endurskoða og ræða ýmsa þætti skipulagsins. Tekið var tillit til þessara ábendinga við frekari mótun skipulagstillögu, sem nýttist m.a. til að bæta umfjöllun skipulagstillögunnar.
Á meðan á skipulagsvinnunni stóð í kjölfar birtingar skipulagslýsingar voru jafnframt haldnir fjórir íbúafundir víðs vegar um Skagafjörð, auk þess sem samráðsvefurinn Betra Ísland var áfram nýttur til að fólk gæti með rafrænum og einföldum hætti komið ábendingum og athugasemdum á framfæri. Þá voru haldnir fjölmargir fundir með aðilum úr atvinnulífinu og ýmsum félagasamtökum um fjölbreytt hagsmunamál sem athygli var vakin á í ferlinu. Vinnslutillaga og skipulagstillaga voru einnig auglýstar hvor um sig þar sem öllum hagsmunaaðilum og íbúum gafst kostur á að koma athugasemdum á framfæri.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar öllum þeim fjölmörgu sem sendu inn ábendingar eða komu að framangreindri vinnu með einhverjum hætti. Opið og gagnvirkt samráðsferli er ómetanlegt við að vinna og móta jafn mikilvægt stefnuskjal og aðalskipulag hvers sveitarfélags er og á að vera. Sveitarstjórn þakkar jafnframt skipulags- og byggingarnefnd, fyrrverandi og núverandi skipulagsfulltrúum og ráðgjöfum sveitarfélagsins við vinnslu aðalskipulagsins kærlega fyrir mikla og góða vinnu þar sem allir lögðust á eitt við að skila því metnaðarfulla aðalskipulagi sem hér liggur fyrir.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 með breytingum sem samþykktar voru í skipulags- og byggingarnefnd þann 22. nóvember 2021 og vísað var til samþykktar sveitarstjórnar.

1) Sveitarfélagsuppdráttur 1/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í nóvember 2021.
2) Sveitarfélagsuppdráttur 2/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í nóvember 2021.
3) Þéttbýlisuppdráttur 1 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Sauðárkrók í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
4) Þéttbýlisuppdráttur 2 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Varmahlíð í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
5) Þéttbýlisuppdráttur 3 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hofsós í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
6) Þéttbýlisuppdráttur 4 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hóla í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
7) Þéttbýlisuppdráttur 5 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Steinsstaði í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
8) Greinargerð með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagajarðar 2020-2035, dagsett í júní 2021, uppfærð í nóvember 2021.
9) Umhverfisskýrsla með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, dagsett í nóvember 2020, uppfærð í maí 2021.

Þá kvöddu sér hljóðs: Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Regína Valdimarsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson með leyfi varaforseta.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og óskar eftir að Skipulagsstofnun staðfesti endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 32. gr. sömu laga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 425. fundur - 16.02.2022

Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru Íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa að senda bréf til þeirra aðila sem leita þarf umsagna hjá.
Jafnframt er skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf falið að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Fulltrúar VSÓ ráðgjafar lögðu fram viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar við tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Breytingar á tillögu felast fyrst og fremst í að skerpt er á stefnu í ákveðnum málaflokkum, nánari útfærslu varðandi landnotkunarflokka, vegi í náttúru íslands og efnisnámur/efnistökusvæði.
Nefndin fellst á viðbrögðin og felur skipulagsfulltrúa og VSÓ ráðgjöf að vinna áfram að úrvinnslu athugasemda Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvarðanir nefndarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 427. fundur - 02.03.2022

Skipulagsfulltrúi lagði fram viðbrögð við útsendum umsagnarbeðnum vegna vega í náttúru Íslands og efnistökusvæða í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögu m.t.t. ábendinga sem nefndin var einhuga um. Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035 með framangreindum uppfærslum til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022

Einar E Einarsson formaður skipulags- og byggingarnefndar kynnti málið.

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 borið upp til afgreiðslu eftir breytingar sem gerðar hafa verið vegna athugasemda Skipulagsstofnunar.

Brugðist hefur verið við öllum athugasemdum Skipulagsstofnunar, dags. 7. febrúar 2022. Athugasemdir snéru að efnistökusvæðum, skrá yfir vegi í náttúru Íslands, landbúnaðarsvæðum, jarðgöngum yfir í Hörgársveit og öðrum atriðum á uppdráttum og í greinargerð.
Eftirfarandi er yfirlit um helstu viðbrögð sveitarfélagsins og tilvísun í uppfærða kafla í greinargerð og uppdráttum.

Breytingar á efnistökusvæðum
Endanleg niðurstaða um efnistökusvæði: 18 nýjar námur sem eru þegar í gildandi aðalskipulagi, fallið frá stækkunum á námum Landsnets vegna mögulegra breytinga á Blöndulínu 3 og dregið úr stækkun efnistöku/efnislosunarsvæðis við Nafirnar / Gránumóa.
Sveitarfélagið hefur kynnt öllum landeigendum áformaðar breytingar. Engir landeigendur óskuðu eftir að náma yrði tekin af skipulagi.
Sveitarfélagið fundaði með leigjendum hlutaðeigandi lóða á Nöfunum varðandi breytingar á efnistökusvæði. Unnið er að samningsgerð um bætur vegna lóðar 52.
Aðilar gera ekki athugasemdir við breytta afmörkun efnistökusvæðis á aðalskipulagi.
Umhverfismatsskýrslan hefur verið uppfærð varðandi þau 18 efnistökusvæði úr eldra aðalskipulagi, sem ekki voru inni í auglýstri tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035.

Breyting á vegaskrá
Skipulagsnefnd hefur ákveðið að falla frá áformuðum breytingum á auglýstri tillögu að vegaskrá yfir vegi í náttúru Íslands. Ákveðið hefur verið, sökum þess hve sveitarfélagið er víðfeðmt að fara ítarlega yfir verklag við skráningu vega í náttúru Íslands og vinna að umræddri skrá í tveimur áföngum. Tillaga að vegaskrá verður því óbreytt frá auglýstri tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd hefur kynnt umrædda tillögu að vegaskrá skv. náttúruverndarlögum. Frekara samráð og gögn munu liggja fyrir í 2. áfanga skráninga vega í náttúru Íslands í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Samráð
Sveitarfélagið leitaði afstöðu eftirfarandi aðila um tillögu að vegaskrá: Umhverfisstofnun, Vegagerðin, Landgræðslan, Landmælingar Íslands, samtök útivistarfélaga, náttúru- og umhverfisverndarsamtök, Bændasamtök Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar.
Mun sveitarstjórn hafa til hliðsjónar þær umsagnir sem hafa borist í 2. áfanga vegaskrár. Varðandi vegi sem eru innan hálendismarka, þá eru þeir alls 129 km og eru allir á vegaskrá frá Vegagerðinni, og eru opnir öllum. Sveitarstjórn er því ekki að breyta vegakerfi á hálendinu með 1. áfanga vegaskrárinnar frá því sem nú er.

Breyting á landbúnaðarkafla
Kafli 12 um landbúnað hefur verið breytt til samræmis við athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunar. Skýrari tenging er við flokkun ræktarlands, þar sem landbúnaðarland hefur verið skipað í þrjá flokka. Hverjum flokki fylgja almenn og sértæk ákvæði. Auk þess hefur verið tekið úr texta umfjöllun um deiliskipulag. Flokkun landbúnaðarlands er m.a. sýnd á sveitarfélagsuppdrætti.

Jarðgöng yfir í Hörgársveit - Breyting á samgöngu og veitukafla.
Sveitarfélagið leggur á það mikla áherslu að sýna jarðgöng í Hjaltadal. Í samræmi við athugasemd Skipulagsstofnunar hefur verið bætt ítarlegri umfjöllun um forsendur ákvörðunar og þá fyrirvara sem fylgja henni.

Önnur atriði á uppdráttum og í greinargerð
Skipulagsgögn hafa verið uppfærð í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 með breytingum sem samþykktar voru í skipulags- og byggingarnefnd 2. mars 2021 og vísað hefur verið til samþykktar sveitarstjórnar.

1) Sveitarfélagsuppdráttur 1/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í febrúar 2022.
2) Sveitarfélagsuppdráttur 2/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í febrúar 2022.
3) Þéttbýlisuppdráttur 1 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Sauðárkrók í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
4) Þéttbýlisuppdráttur 2 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Varmahlíð í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
5) Þéttbýlisuppdráttur 3 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hofsós í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
6) Þéttbýlisuppdráttur 4 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hóla í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
7) Þéttbýlisuppdráttur 5 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Steinsstaði í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í febrúar 2022.
8) Greinargerð með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagajarðar 2020-2035, dagsett í júní 2021, uppfærð í febrúar 2022.
9) Umhverfisskýrsla með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, dagsett í nóvember 2020, uppfærð í mars 2022.

Niðurstaða
Sveitarfélagið Skagafjörður telur að komið hafi verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar með slíkum hætti að ekkert eigi að standa í vegi fyrir því að unnt verði að staðfesta nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins.

Í samræmi við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana hefur verið litið til umhverfisskýrslu skipulagsvinnu við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati og umsögnum og athugasemdum við mótun skipulagstillögu sem felst m.a. í að leggja til ákveðnar mótvægisaðgerðir eða skipulagsákvæði til að draga sem kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir forsendum, leiðarljósum og útfærslu á endanlegri áætlun. Ekki er talin þörf á sérstakri vöktun umhverfisáhrifa, þar sem skipulagstillagan er ekki líkleg til að valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum.

Sveinn þ. F. Úlfarsson, Gísli Sigurðsson og Álfhildur Leifsdóttir tóku til máls og þá Einar E Einarsson og lagði fram eftirfarndi bókun:

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeim áfanga sem nú er náð með endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Sveitarstjórn færir nefndarmönnum skipulags- og byggingarnefndar, skipulagsfulltrúa og öðrum starfsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar kærar þakkir fyrir þá miklu og góðu vinnu sem fram hefur farið við endurskoðun aðalskipulagsins. Jafnframt færir sveitarstjórn íbúum Skagafjarðar og umsagnaraðilum þakkir fyrir þeirra góðu innlegg og umsagnir í vinnsluferli skipulagsins. Aðalskiplag sveitarfélaga inniheldur stefnu hvers sveitarfélags um landnotkun og þróun sveitarfélagsins og er unnið og endurskoðað af sveitarfélaginu að frumkvæði þess, í samráði við íbúa, og er því eitt meginstefnuskjal sveitarfélagsins um hvert það hyggst stefna í komandi framtíð. Samþykkt samhljóða.

Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, tók til máls

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og óskar eftir að Skipulagsstofnun staðfesti endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 32. gr. sömu laga.