Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun
Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer
2.Lóð 70 við Sauðárhlíð - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2006138Vakta málsnúmer
Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149, f.h. Ljónagryfjunnar ehf. kt. 520407-0730, sækir um leyfi til að byggja við núverandi hlöðu á lóð 70 við Sauðárhlíð, L144009, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Til stendur að byggja upp veitingastað, sem mun hafa tengingu við útivistarsvæði í nágrenni auk annarra stofnana á svæðinu. Engin almenn bílaumferð mun verða leyfð að húsinu, nema fyrir aflestun/vörumóttöku aðfanga og bílstæði fyrir hreyfihamlaða.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi til samræmis við fyrirliggjandi gögn.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi til samræmis við fyrirliggjandi gögn.
3.Egg 146368 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar
Málsnúmer 2002260Vakta málsnúmer
Davíð Logi Jónsson kt. 300188-2819 og Embla Dóra Björnsdóttir kt. 290486-2629 eigendur lögbýlisins Egg L146368 leggja fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar nytjaskógræktunar á um 22,0ha svæði í landi jarðarinnar. Um er að ræða stækkun á svæði sem í hefur verið gróðursett samtals 34 ha. Heildarstærð skógræktarsvæðis verður því um 56.0ha. Umrætt svæði er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem landbúnaðarland. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins 24.3.2020, þar sem ekki lágu fyrir umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Þær umsagnir liggja nú fyrir, og hefur svæðið verið minnkað um 3-4 ha.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi til samræmis við reglugerð nr.772/2012.
Þær umsagnir liggja nú fyrir, og hefur svæðið verið minnkað um 3-4 ha.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi til samræmis við reglugerð nr.772/2012.
4.Hólar í Fljótum (146816) - Umsókn um landskipti og byggingarreit
Málsnúmer 2001185Vakta málsnúmer
Stefán Þór Kristinsson kt. 170786-2979 í fullu umboði þinglýstra eigenda Hóla í Fljótum L 146816, sækir um leyfi til að stofna 2,18ha lóð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum unnum af Pro-Ark teiknistofu. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Alsæla. Engin hlunnindi jarðarinnar Hóla fylgja með lóðinni. Lögbýlisréttur fylgir áfram hólum L146816. Kvöð verður um aðkomu að lóðinni um núverandi veg að sumarhúsi mhl 06, sem er á jörðinni. Ætlunin er að reisa íbúðarhús og bílgeymslu á lóðinni.
Sipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Sipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Fundi slitið - kl. 13:30.
Nú er lögð fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki að tillagan verði kynnt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.