Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Aðalgata 16B - Fyrirspurn vegna framtíðarbyggingaráforma.
Málsnúmer 2008181Vakta málsnúmer
Forsvarsmenn eigenda Aðalgötu 16b,á Sauðárkróki mæta til fundar og kynna fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu og svæði umhverfis húsið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu með umsækjendur.
2.Víðigrund 11 - Umsókn um breikkun innkeyrslu og bílastæði
Málsnúmer 2008088Vakta málsnúmer
Páll Friðriksson kt. 230867-3809 og Guðný H. Axelsdóttir kt. 020267-3539, sækja um leyfi til að breikka bílaplan við Viðigrund 11 um 3m til norðurs, að lóðarmörkum Víðigrundar 9, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, með fyrirvara um jákvæða umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
3.Reykjarhóll Vhl. - Framkv.leyfi fyrir borholum
Málsnúmer 2008150Vakta málsnúmer
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir 3-4 rannsóknarborholum (hitastigsholum) í landi Reykjarhóls og Varmahlíðar, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að bora niður á allt að 100m dýpi. Fyrir liggur úttekt ISOR á jarðhitakerfi í Reykjarhóli frá 2016.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki viðkomandi landeigenda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi samþykki viðkomandi landeigenda.
4.Víðinesdalur, umsókn um framkvæmdaleyfi. Lagfæring vegslóða í Víðinesdal
Málsnúmer 2008159Vakta málsnúmer
Ingibjörg Sigurðardóttir lektor og deildarstjóri við Háskólann á Hólum, f.h. landeigenda Víðiness 1 og 2 auk Laufskála, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra lagfæringa á vegslóða sem liggur frá bænum Víðinesi í Hjaltadal, fram Víðinesdal og áleiðis fram í Tungur. Framkvæmdin er unnin í samstarfi við Fjallskilasjóð Hóla- og Viðvíkurhreppa og SNÆ-LÍV (Skagafjarðardeild Landssambands íslenskra vélsleðamanna)og í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
5.Hlíð 146437 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2008184Vakta málsnúmer
Sigrún Ingvarsdóttir kt. 080971-4949 og Kristján E. Björnsson kt. 200953-5849 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hlíð L146437 í Hjaltadal, óska eftir heimild til að skipta út úr landinu 11.4ha spildu, samkvæmt meðfylgjandi gögnum, unnum af verkfræðistofunni Stoð ehf. Innan afmörkunar spildunnar standa matshluti 02 íbúðarhús byggt 1939, matshluti 8, votheysgryfja byggð 1950, og matsshluti 09,haughús byggt 1946, og fylgja þeir útskiptri spildu. Lögbýlaréttur mun fylgja Hlíð L146437.Hlunnindi af Hjaltadalsá og vatnsréttindi skiptast jafnt á milli Hlíðar L146437 og útskiptrar spildu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
6.Háspennustrengir innan Sauðárkróks (frá aðveitstöð Rarik að Borgarteig 10b)
Málsnúmer 2008104Vakta málsnúmer
Steingrímur Jónsson deildarstjóri netrekstrar Rarik á Norðurlandi, sækir um f.h. Rarik, framkvæmdaleyfi fyrir raf-strenglagnir á Sauðárkróki. Í tengslum við færslu aðveitustöðvar á Sauðárkróki er nauðsynlegt að leggja nýjan streng að bænum Brennigerði og að svokallaðri fjórstæðu við Veðramót, auk strenglagna innanbæjar á Sauðárkróki. Með umsókn fylgir verklýsing ásamt uppdráttum frá verkfræðistofunni Stoð ehf. dags. 25.6.2020.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að hún feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.
7.Lóðamál í þéttbýli - Framtíðarskipan íbúðalóða
Málsnúmer 2008173Vakta málsnúmer
Vegna aukinna fyrirspurna um lóðir til byggingar einbýlishúsa-, parhúsa- og fjölbýlishúsa, telur Skipulags- og byggingarnefnd ástæðu til að marka stefnu um næstu skref í skipulagningu nýrra svæða. Til að mæta eftirspurn eftir lóðum leggur nefndin til eftirfarandi:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags íbúðabyggðar í Nestúni á Sauðárkróki. Einnig að gerð verði lóðahönnun fyrir lóðir í botni götunnar Kvistahlíð á Sauðárkróki og þær grenndarkynntar.
Nefndin telur nauðsynlegt að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir nýja götu á Birkimel í Varmahlíð. Þá telur nefndin að gera verði deiliskipulag fyrir göturnar Sætún og Hátún ásamt Prestbakka og lóð fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn á Hofsósi. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra lista yfir þegar úthlutunarhæfar lóðir og birta á vefsíðu sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags íbúðabyggðar í Nestúni á Sauðárkróki. Einnig að gerð verði lóðahönnun fyrir lóðir í botni götunnar Kvistahlíð á Sauðárkróki og þær grenndarkynntar.
Nefndin telur nauðsynlegt að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir nýja götu á Birkimel í Varmahlíð. Þá telur nefndin að gera verði deiliskipulag fyrir göturnar Sætún og Hátún ásamt Prestbakka og lóð fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn á Hofsósi. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra lista yfir þegar úthlutunarhæfar lóðir og birta á vefsíðu sveitarfélagsins.
8.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun
Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer
Nýlokið er kynningarferli vinnslutillögu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Vinnslutillagan var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og ábendingar bárust.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjafa og koma með tillögur um viðbrögð við þeim.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa ásamt skipulagsráðgjafa og koma með tillögur um viðbrögð við þeim.
9.Lóðarleigusamningar
Málsnúmer 2008190Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til að endurnýja útrunna lóðarleigusamninga innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins, enda sé það gert í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða. Þá leggur Skipulags- og byggingarnefnd til á sömu forsemdum að skipulagsfulltrúa verði veitt heimild til að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins nýja lóðarleigusamninga í samræmi við skipulagsáætlanir. Ofangreint er í samræmi við heimildir sveitarstjórna til að fela starfsmanni heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, og eru tilteknar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138 frá árinu 2011, og 6. gr. skipulagslaga nr. 123 frá árinu 2010.
Fundi slitið - kl. 16:30.