Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

400. fundur 22. febrúar 2021 kl. 09:00 - 09:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð

Málsnúmer 2101146Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi nýrrar íbúðarhúsagötu í „Túnahverfi“ sem gerir ráð fyrir alls 14 nýjum byggingarlóðum fyrir einbýlishús. Nafn götunnar verður Nestún og er gert ráð fyrir 7 lóðum sitthvoru megin götu. Austan götu er gert ráð fyrir tveggja hæða húsum, en einnar hæðar húsum vestan götu. Stærð svæðis er 36.451m2, og er tillagan í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skilgreint sem ÍB-3.9, og hefur skilgreininguna ÍB-4.9, í nýju endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem er í skipulagsferli.
Stærðir lóða eru frá 818,8 m2 og upp í 870.0 m2. Byggingarreitir eru frá 358,5 m2 upp í 441.0 m2. Þök verða tvíhalla með þakhalla frá 14-20 gráður. Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna og leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

2.Þverárfjallsvegur-Strandvegur - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2102212Vakta málsnúmer

Magnús Björnsson f.h. Vegagerðarinnar leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vegagerðin óskar einnig eftir ákvörðun sveitarfélagsins um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Sótt er um leyfi til endurbyggingar á sjóvörn meðfram Þverárfjallsvegi (Strandvegi) nr. 744-04 á Sauðárkróki. Um er að ræða efsta part sjóvarnar sem verður hækkuð um ca 0,5 m og breikkuð um ca 3 m. Lengd framkvæmdakafla er 1 km. Heildar efnisþörf er áætluð 5.000 m3 af grjóti og sprengdum kjarna en um 2.500 m3 af grjóti verður endurraðað í garðinum. Áætlað verklok eru haust 2021. Meðfylgjandi framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög nr. 106/2000. Nefndin telur nauðsynlegt að nú þegar verði hafnar lagfæringar á varnargarðinum sem skemmdist mikið í óveðri í desember 2019 og snemma árs 2020. Skipulags og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagfæringa á sjóvarnargarðinum í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð nr.772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Fundi slitið - kl. 09:30.