Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Skógarstígur 6. Varmahlíð - Lóðarmál
Málsnúmer 2103351Vakta málsnúmer
2.Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022 - Heildarendurskoðun
Málsnúmer 2103316Vakta málsnúmer
Hreppsnefnd Akrahrepps samþykkti á fundi sínum 24. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akrahrepps, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022, sem nú er í gildi, var staðfest af umhverfisráðherra 8. mars 2011. Kynning skipulags- og matslýsingar stendur nú yfir og lýkur 30. apríl n.k.
Skipulagsfulltrúi leggur fram skipulags- og matslýsingu f.h. Akrahrepps og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.
Skipulagsfulltrúi leggur fram skipulags- og matslýsingu f.h. Akrahrepps og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.
3.Skagfirðingabraut L143716 - Íþróttasvæði - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 2103307Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. eignasviðs Skagafjarðar, eigenda íþróttasvæðis við Skagfirðingabraut, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöll á íþróttasvæðinu. Áhorfendastúkan mun taka 315 manns í sæti, og áætluð staðsetning norðan gervigrasvallarins, þ.e. meðfram langhlið vallar. Teikningar unnar af Stoð ehf verkfræðistofu, úr verki nr. 414404, dags. 24.3.2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsóknina, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsóknina, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.
4.Helluland land L202496 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2103273Vakta málsnúmer
Andrés Geir Magnússon kt. 250572-4849, f.h. Litla grís ehf kt. 660398-3179 þinglýsts eiganda jarðarinnar Hellulands land L202496, óskar eftir heimild til að stofna 48.086 m2 (4,8ha) spildu úr landi jarðarinnar, og er óskað eftir að spildan fái heitið Fellsborg, skv. meðfylgjandi gögnum frá Stoð ehf. verknr. 748902, uppdráttur S01 útg. 18. mars. 2021. Óskað er eftir að spildan verði skráð sem jörð. Kvöð er um umferðar- og yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um aðkomuvegi að landi Hellulands L202496. Innan útskiptrar spildu er núverandi matshluti 02, svínahús 323,7 m2, byggt árið 2012. Upprunajörð er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2019.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
5.Lóðamál - Reglur um úthlutun lóða
Málsnúmer 2009236Vakta málsnúmer
Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að tillögum fyrir vinnureglum um úthlutanir á lóðum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir helstu þætti er varðar væntanlegar reglur um úthlutanir á lóðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir helstu þætti er varðar væntanlegar reglur um úthlutanir á lóðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
6.Reykjarhóll - Framkvæmdaleyfi. borhola VH-20
Málsnúmer 2103353Vakta málsnúmer
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar borunar hitaveituholu við Reykjarhól í Varmahlíð. Sótt er um leyfi til borunar holu, vegslóða að borplani, gerð borplans um 400m2. Einnig er sótt um leyfi fyrir uppsetningu lagna að dæluhúsi við borholu VH-12.
Vinnsluholan VH-20 verður staðsett um 270m norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12. Áætlað dýpi er um 700m og verður holan fóðruð með tæplega ellefu tommu fóðringu niður á um 200m dýpi. Vatn til borunar verður tekið úr Víðimýrará, en borvökvi leiddur í setlaug skammt norðan borplans, og frárennsli veitt þaðan í skurðakerfi norðan borplans.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsóknina, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.
Vinnsluholan VH-20 verður staðsett um 270m norðvestur af núverandi vinnsluholu VH-12. Áætlað dýpi er um 700m og verður holan fóðruð með tæplega ellefu tommu fóðringu niður á um 200m dýpi. Vatn til borunar verður tekið úr Víðimýrará, en borvökvi leiddur í setlaug skammt norðan borplans, og frárennsli veitt þaðan í skurðakerfi norðan borplans.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsóknina, og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr.772/2012.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við að fá allar lóðir við Skógarstíg og Skólaveg, í Varmahlíð, hnitasettar og afmarkaðar.