Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

412. fundur 16. september 2021 kl. 11:30 - 12:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsnefndar
Dagskrá
Regína Valdimarsdóttir , Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Nestún - Deiliskipulag íbúðabyggð

Málsnúmer 2101146Vakta málsnúmer

Arnar Birgir Ólafsson ráðgjafi hjá Teiknistofu Norðurlands sat þennan lið fundar gegnum fjarfundarbúnað.
Björn Magnús Árnason, Stoð ehf. verkfræðistofu mætti á fundinn og kynnti tillögu/drög að nýju deiliskipulagi íbúðarbyggðar, 5 parhúsalóðum norður af Nestúni. Um er að ræða lengingu Nestúns, nýrrar íbúðagötu sem liggur ofan við götuna Laugatún og neðan Sæmundarhlíðar á Sauðárkróki. Tillagan er í samræmi við tillögur að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að unnið verði áfram með tillöguna í samræmi við umræður fundarins.

2.Lón 146416 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2108065Vakta málsnúmer

Anna Kristín Gunnarsdóttir kt. 060152-4979 og Birna Þóra Gunnarsdóttir kt. 210657-3049 þinglýstir eigendur jarðarinnar Lóns (landnr. 146416) Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7900-0302, dags. 12. júlí 2021. Í umsókn um stofnun nýrrar landeignar í fasteignaskrá er heiti nýrrar landeignar Lón 1. Jafnframt er óskað eftir því að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu áfram fylgja Lóni, landnr. 146416.
Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

3.Fellstún 1 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2109144Vakta málsnúmer

Helgi Rafn Viggósson kt. 140683-4779 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Fellstún sækir um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni um 3,0 m til suðurs. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðinni breikkun.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið
Nefndin vill árétta að verkið skuli unnið í samráði við tæknideild Sveitarfélagsins og að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.

Fundi slitið - kl. 12:15.