Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Flæðagerði - Deiliskipulag íþróttasvæðis hestamanna
Málsnúmer 2010120Vakta málsnúmer
2.Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál
Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi þann 10. september 2021, tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og var tillagan auglýst frá og með 20. október 2021 til og með 3. desember 2021 samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábendingar og eða athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Samgöngustofu
Umhverfisstofnun
Veðurstofu Íslands
Drangey- smábátafélags Skagafjarðar
Vegagerðin
Dögun rækjuvinnsla
Farið var yfir samantekt á innsendum ábendingum/athugasemdum við auglýsta deiliskipulagstillögu.
Í samræmi við 42. gr. skipulagslaga var Skipulagsstofnun send tillagan.
10.12.2021 barst Sveitarfélaginu Skagafirði bréf Skipulagsstofnunar varðandi tillöguna þar sem stofnunin gerir athugasemdir í samræmi við 42.gr skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd felur ráðgjöfum og skipulagsfulltrúa að vinna úr framkomnum athugasemdum.
Ábendingar og eða athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Samgöngustofu
Umhverfisstofnun
Veðurstofu Íslands
Drangey- smábátafélags Skagafjarðar
Vegagerðin
Dögun rækjuvinnsla
Farið var yfir samantekt á innsendum ábendingum/athugasemdum við auglýsta deiliskipulagstillögu.
Í samræmi við 42. gr. skipulagslaga var Skipulagsstofnun send tillagan.
10.12.2021 barst Sveitarfélaginu Skagafirði bréf Skipulagsstofnunar varðandi tillöguna þar sem stofnunin gerir athugasemdir í samræmi við 42.gr skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd felur ráðgjöfum og skipulagsfulltrúa að vinna úr framkomnum athugasemdum.
3.Birkimelur í Varmahlíð - Deiliskipulag íbúðabyggðar
Málsnúmer 2104001Vakta málsnúmer
Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að fara yfir tillöguna á grundvelli innsendra athugasemda/ábendinga.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna ásamt hönnuði úr innsendum athugasemdum í samræmi við ákvörðun nefndarinnar.