Fara í efni

Sauðárkrókshöfn - skipulagsmál

Málsnúmer 1808083

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 326. fundur - 20.08.2018

Undir þessum lið komu fulltrúar í Umhverfis- og samgöngunefnd ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs á fund Skipulags- og byggingarnefndar. Umræðuefnið skipulag Sauðárkrókshafnar.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 141. fundur - 20.08.2018

Farið var yfir skipulagsmál Sauðárkrókshafnar. M.a. var farið yfir drög að skipulagsuppdrætti frá 2010 ásamt tillögum Vegagerðarinnar um stækkun hafnarinnar.
Stefnt er að því að halda áfram vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðisins.
Þessi liður fundarins var sameiginlegur með skipulags- og bygginganefnd.

Skipulags- og byggingarnefnd - 341. fundur - 18.02.2019

Farið yfir stöðu málsins, rætt um framvindu og verklag. Samþykkt að boða til fundar með hagsmunaaðilum. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að undirbúa fundinn.

Skipulags- og byggingarnefnd - 342. fundur - 07.03.2019

Fundurinn er haldinn sameiginlega af skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis og samgöngunefnd. Fundurinn er upphafsfundur vegna fyrirhugaðrar vinnu við deiliskipulag fyrir Sauðárkrókshöfn. Til fundar var boðið hagsmunaaðilum, fyrirtækjum og félagasamtökum sem starfsemi hafa á og við höfnina.
Fundurinn var vel sóttur og að loknum fróðlegum framsöguerindum og kynningum voru almennar umræður.
Í fundarlok var fundarmönnum þökkuð góð fundarseta og góðar og gagnlega ábendingar og tillögur.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 153. fundur - 01.04.2019

Lögð var fram til samþykktar skipulagslýsing fyrir endurskoðað deiliskipulag hafnarsvæðisins á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir lýsinguna og leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst samkvæmt skipulagslögum 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd - 345. fundur - 01.04.2019

Samþykkt hefur verið að hefja þurfi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn. Í samræmi við framangreinda samþykkt liggur fyrir skipulagslýsing, vegna deiliskipulagsvinnu dagsett 25. mars 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 382. fundur - 17.04.2019

Vísað frá 345. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt hefur verið að hefja þurfi vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir Sauðárkrókshöfn. Í samræmi við framangreinda samþykkt liggur fyrir skipulagslýsing, vegna deiliskipulagsvinnu dagsett 25. mars 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið. Skipulags- og byggingarnefnd hefur samþykkt framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga um að framangreind skipulagslýsing verði auglýst og kynnt í samkvæmt 1 mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum

Skipulags- og byggingarnefnd - 363. fundur - 05.12.2019

Lögð er fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, útgáfa 1.1 dagsett 2. desember 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Vísað frá 363. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 5. desember 2019.
Lögð er fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, útgáfa 1.1 dagsett 2. desember 2019 unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreinda skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillaga um að framangreind skipulagslýsing verði auglýst og kynnt samkv. ofangreindu borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Erindi vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í samræmi við samþykkt umhverfis- og samgöngunefndar 21. júní sl. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, skipulagsuppdrættir DS01, DS02 skilmálar og DS03 áfangaskipting, greinargerð og umhverfisskýrsla. Tillagan er unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu, dagsett 21. júní 2021.
Á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest hafa orðið töluverðar breytingar á landi, landnotkun, samfélagi og kröfum og forsendum þeirra sem nota hafnarsvæðið.
Deiliskipulagssvæðið samræmist afmörkun hafnarsvæðis samkvæmt vinnslutillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Svæðið afmarkast að sunnan af Suðurgarði, að vestan af Strandvegi og Eyrarvegi, norður að hringtorgi og þaðan til sjávar. Að norðan og austan af sjávarmáli. Stærð deiliskipulagssvæðis er um það bil 51,9 ha. Skipulagssvæðið hefur breyst töluvert á undanförnum áratugum þar sem landvinningar að norðanverðu hafa búið til töluvert landrými.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins.



Skipulags- og byggingarnefnd - 410. fundur - 25.08.2021

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar.
Framlögð gögn eru þrír skipulagsuppdrættir og greinargerð með umhverfisskýrslu.
Tillagan, útgáfa 1.0 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsett 21. júní 2021, var samþykkt á 181. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 21.06.2021.
Deiliskipulagssvæðið er um 32 ha að stærð og samræmist afmörkun hafnarsvæðis H-401 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem nú er í auglýsingu.
Tillagan tekur á þeirri þróun sem orðið hefur á hafnarsvæðinu á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 414. fundur - 10.09.2021

Visað frá 410. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar.
Framlögð gögn eru þrír skipulagsuppdrættir og greinargerð með umhverfisskýrslu.
Tillagan, útgáfa 1.0 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsett 21. júní 2021, var samþykkt á 181. fundi Umhverfis- og samgöngunefndar 21.06.2021.
Deiliskipulagssvæðið er um 32 ha að stærð og samræmist afmörkun hafnarsvæðis H-401 í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem nú er í auglýsingu.
Tillagan tekur á þeirri þróun sem orðið hefur á hafnarsvæðinu á þeim 25 árum frá því að gildandi deiliskipulag var staðfest. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að deiliskipulagstillagan verði auglýst samhliða breytingu á Aðalskipulagi í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd - 421. fundur - 22.12.2021

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi þann 10. september 2021, tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið á Sauðárkróki og var tillagan auglýst frá og með 20. október 2021 til og með 3. desember 2021 samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ábendingar og eða athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:

Samgöngustofu

Umhverfisstofnun

Veðurstofu Íslands

Drangey- smábátafélags Skagafjarðar

Vegagerðin

Dögun rækjuvinnsla

Farið var yfir samantekt á innsendum ábendingum/athugasemdum við auglýsta deiliskipulagstillögu.
Í samræmi við 42. gr. skipulagslaga var Skipulagsstofnun send tillagan.
10.12.2021 barst Sveitarfélaginu Skagafirði bréf Skipulagsstofnunar varðandi tillöguna þar sem stofnunin gerir athugasemdir í samræmi við 42.gr skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarnefnd felur ráðgjöfum og skipulagsfulltrúa að vinna úr framkomnum athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 424. fundur - 02.02.2022

Friðbjörn Ásbjörnsson fyrir hönd Fisk-Seafood ehf óskar eftir stækkun byggingarreits á lóð félagsins, að Eyrarvegi 18 (Háeyri 1) á Sauðárkróki, miðað við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar.
Óskað er eftir að í skipulaginu verði gert ráð fyrir byggingarreit í samræmi við tillögu 3b í meðfylgjandi skjali (494202).
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 188. fundur - 10.02.2022

Málið er tekið inn með afbrigðum með samþykki allra nefndarmanna.

Fyrir liggur erindi frá skipulags- og byggingarnefnd varðandi deiliskipulag hafnarsvæðisins, útg.1.2, með breytingum eftir úrvinnslu athugasemda.
Ásamt skipulagsuppdráttum eru tvær skrár fyrir greinargerð. Önnur er með forskeytinu ?merkt? og í henni eru breytingar gulmerktar. Breytingarskrá er á bls.iv og breytingar eru á eftirtöldum blaðsíðum:

Bls.10
Bls.11
Bls.12
Bls.15
Bls.16
Bls.27 (einnig tilheyrandi breytingar í töflu á bls.28, ekki merktar)
Bls.29 (einnig tilheyrandi breytingar í töflu á bls.30, ekki merktar)
Bls.35


Breytingar á uppdráttum eru:

Veghelgunarsvæði sett inn og skipulagssvæði fært austur fyrir fyrirhugað hringtorg
Gerð skýrari grein fyrir núverandi og víkjandi mannvirkjum
Byggingarreitir á Hesteyri 1 og Eyrarvegi 18 stækkaðir (skilmálar uppfærðir á DS02)
Hesteyri 3 felld undir Hesteyri 2
Nyrðri gangbraut á Strandvegi fjarlægð (utan skipulagssvæðis).

Nefndin samþykkir tillögur skipulags- og byggingarnefndar við athugasemdir og felur skipulagsfullrúa að halda málinu áfram.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri og Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sátu þennan lið.

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Verkfræðistofan Stoð ehf. leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu eftir breytingar vegna innsendra athugasemda. Á fundi 10. febrúar sl. fjallaði umhverfis- og samgöngunefnd um tillöguna og samþykkti nefndin þær breytingar sem gerðar hafa verið og vísar tillögunni til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Verkfræðistofan Stoð ehf. leggur fram uppfærða deiliskipulagstillögu eftir breytingar vegna innsendra athugasemda. Á fundi 10. febrúar sl. fjallaði umhverfis- og samgöngunefnd um tillöguna og samþykkti nefndin þær breytingar sem gerðar hafa verið og vísar tillögunni til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir uppfærða deiliskipulagstillögu í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.