Skipulags- og byggingarnefnd
1.Furuhlíð 4, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 0801022Vakta málsnúmer
2.Norðurbrún 5, Varmahlíð – umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 0801027Vakta málsnúmer
Norðurbrún 5, Varmahlíð – umsókn um byggingarleyfi. Hörður Hjaltason kt. 230345-4659, eigandi íbúðarhúss sem er á lóðinni nr. 5 við Norðurbrún í Varmahlíð sækir með bréfi dagsettu 27. desember sl. um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni. Fyrirhuguð bygging er 80 m² bílgeymsla, stálgrindarhús með 4,18 m vegghæð og 14° þakhalla. Framlagðir uppdrættir gerðir af Þráni V. Ragnarssyni verkfræðing, dagsettir í nóvember 2007. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ekki hús af þessari húsgerð og stærð á lóðina. 80 m2 bílgeymsla með vegghæð 4,18 m fellur að mati nefndarinnar ekki vel að öðrum byggingum á svæðinu.
3.Borgarflöt – umsókn um lóð.
Málsnúmer 0801031Vakta málsnúmer
Borgarflöt – umsókn um lóð. Egill Benediktsson fyrir hönd Nesverks sf. kt. 450189-2009, sækir með bréfi dagsettu 28. desember sl. um lóð undir starfsemi fyrirtækisins í iðnaðarhverfinu við Strandveg á Sauðárkróki. Lóðin sem sótt er um er nr. 17 við Borgarflöt á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
4.Laugarhvammur aðal-og deiliskipulag.
Málsnúmer 0801033Vakta málsnúmer
Steinsstaðir, Laugarhvammur skipulagsbreyting. Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 20 desember sl., og afgreiðslu frestað til næsta fundar. Málið nú tekið fyrir aftur. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar þeim aðalskipulags- og deiliskipulagstillögum sem auglýstar hafa verið. Fyrir liggja nýjar tillögur að breytingu á Aðal- og deiliskipulagi Steinsstaða. Samþykkt að auglýsa nýjar tillögur samkvæmt skipulags- og byggingarlögum.
Breytingartillaga vegna aðalskipulags dagsett 8. janúar 2008 og breytingartillaga vegna deiliskipulags dagsett 7. janúar 2008 unnin af Benedikt Björnssyni. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara fram komnum athugasemdum.
Fundi slitið.
Furuhlíð 4, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Eyjólfur Sigurðsson kt. 090668-3669 og Íris Helma Ómarsdóttir kt. 030572-5569 eigendur íbúðarhúss sem er nr. 4 við Furuhlíð á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 4. janúar sl. um leyfi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar til aðfá að breyta útliti hússins og breyta innra skipulagi neðri hæðar. Breytingin felst í að setja glugga á kjallaraherbergi á norðurhlið hússins. Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar, breytt af Stoð ehf. verkfræðistofu, 4. janúar 2007. Erindið samþykkt.