Skipulags- og byggingarnefnd
1.Aðalskipulag Skagafjarðar
Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer
2.Sauðárkrókur - Rammaskipulag
Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer
Rammaskipulag fyrir Sauðárkrók. Farið var yfir og ræddar þær tillögur og ábendingar sem fram komu á íbúafundi sem haldinn var í bóknámshúsi FNV 23. nóvember sl.
3.Gil (145930) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0911096Vakta málsnúmer
Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 sækir með bréfi dagsettu 24.11.09, fyrir hönd Gilsbúsins ehf. kt 540502-5790 um leyfi til að byggja hagaskýli fyrir geldneyti á jörðinni Gili landnr. 145930. Meðfylgjandi umsókn er yfirlits-og afstöðuuppdráttur dagsettur 24.11.2009, gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu, af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni og aðaluppdráttur gerður á Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands af Magnúsi Sigsteinssyni og er hann dagsettur 29.10.2009. Erindið samþykkt.
4.Gil land 203243 - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0911094Vakta málsnúmer
Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 13. ágúst 2009. um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Pálínu Skarphéðinsdóttur kt. 181244-2919. Hún sækir um rekstrarleyfi fyrir ferðaþjónustu, heimagistingu í íbúðarhúsinu á Gili, landnr. 203243. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
5.Ljósheimar (145954) - Umsögn v. rekstrarleyfis.
Málsnúmer 0911095Vakta málsnúmer
Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 14. ágúst 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Sigrúnar Aadnegard kt. 26064-44249. Hún sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Ljósheima. Forsvarsmaður Sigrúnar Aadnegard kt. 26064-44249. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Fundi slitið - kl. 10:50.