Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

164. fundur 18. desember 2008 í Safnahúsi við Faxatorg
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 17-21 (143698) - Umsókn um byggingarleyfi, breytingar innanhúss.

Málsnúmer 0812046Vakta málsnúmer

Skagfirðingabraut 17-21. Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri sækir með bréfi dagsettu 12.12.08, f.h eigenda húseignarinnar sem stendur á lóðinni nr. 17-21 við Skagfirðingabraut um leyfi til að breyta innangerð byggingarinnar. Breytingin felst í að setja upp- og fjarlægja skilveggi í skrifstofum, stækka eldhús, og breyta fundarherbergjum ásamt því að breyta aðgangskerfi aðalhurða. Erindinu fylgja uppdrættir sem sýna fyrirhugaðar breytingar. Uppdrættirnir eru gerðir á Tæknideild Sveitafélagsins af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 04.09.2008. Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna dags. 2.12.08 og Vinnueftirlit dagsett 11.12.08. Erindið samþykkt.

2.Hafnarsvæði suðurgarður Sauðárkróki -Umsókn um lóð.

Málsnúmer 0812038Vakta málsnúmer

Sauðárkrókshöfn, umsókn um lóð við Suðurgarð. Ásmundur Jósef Pálmason kt. 300765-5649 og Rita Didriksen kt. 101062-4309, sækja með bréfi dagsettu 3.12.08, um á fá úthlutað lóð við Sauðárkrókshöfn, nánar tiltekið við Suðurgarð þar sem þau fyrirhuga að koma upp veitingasölu. Einnig óska þau eftir stöðuleyfi fyrir söluvagn á lóðinni. Þar sem hafnarsvæði Sauðárkróks er í skipulagslegri meðferð frestar nefndin afgreiðslu málsins og vísar erindinu til gerðar deiliskipulags.

3.Ráðhússreitur - Deiliskipulagstillaga

Málsnúmer 0812047Vakta málsnúmer

Ráðhúsreitur. Deiliskipulagstillaga Bjarna Reykjalín arkitekts, kt. 070149-3469 dagsett 10.12.2008, lögð fram til kynningar.

4.Skógrækt ríkisins - orðsending vegna aðalskipulagsvinnu.

Málsnúmer 0812039Vakta málsnúmer

Skógrækt ríkisins, bréf Skógræktar ríkisins dagsett 10.12.2008 varðandi skógrækt í skipulagsáætlunum lagt fram til kynningar.

5.Varmahlíðarskóli (146130) - Umsókn um byggingarleyfi v/fjarskiptabúnaðar.

Málsnúmer 0812045Vakta málsnúmer

Varmahlíðarskóli – umsókn um byggingarleyfi, v/fjarskiptabúnaðar. Karl Jónsson verkefnastjóri F.h. Gagnaveitu Skagafjarðar, sækir með bréfi dagsettu 17.12.08, um leyfi fyrir uppsetningu á aðstöðu fyrir dreifistöð Gagnaveitunnar sem inniheldur tækjabúnað sem þjóna á dreifbýli Skagafjarðar bæði örbylgjukerfinu og ljósleiðarakerfinu sem fyrirhugað er að koma upp í Akrahreppi á næsta ári. Erindinu fylgja uppdrættir sem sýna fyrirhugaðar breytingar á húsnæði skólans. Uppdrættirnir eru gerðir á Tæknideild Sveitafélagsins af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 16.12.2008. Einnig fylgir erindinu leigusamningur dagsettur 1.12.2008. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eignarsjóðs.

6.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að óska eftir við Sveitarstjórn að 5. tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði send Skipulagsstofnun með ósk um heimild til að auglýsa Skipulagstillöguna samkvæmt skipulags- og byggingarlögum. Gildistími skipulagstillgunar verði 2009-2021.

Fundi slitið.