Skipulags- og byggingarnefnd
1.Uppsetning neyðarbúnaðar fyrir sjófarendur á Félagsheimilið Höfðaborg
Málsnúmer 0910058Vakta málsnúmer
2.Fyrirspurn um byggingarlóð
Málsnúmer 0909078Vakta málsnúmer
Fyrirspurn um byggingarlóð á opnu svæði milli Ártúns og Dalatúns. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6.10.sl. Erindið var sent íbúum til umsagnar. Þar kemur fram sú skoðun íbúanna að halda beri umræddu skipulagi óbreyttu, þ.e sem opnu svæði til útivistar. Nefndin leggur því ekki til breytingar á núverandi skipulagi.
3.Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi
Málsnúmer 0910142Vakta málsnúmer
Skagfirðingabraut 26 - Umsókn um byggingar- og stöðuleyfi. Þorsteinn Sæmundsson kt. 021063-2319, fyrir hönd Náttúrustofu Norðurlands vestra og Jón F. Hjartarson kt. 290747-2959 f.h. Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sækir með bréfi dagsettu 27. október sl. um byggingar- og stöðu- og byggingarleyfi fyrir byggingu skýlis á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nr. 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Afstöðuuppdráttur er fylgjandi umsókn. Framlagður aðaluppdráttur í verki númer 1203, nr A-101, dagsettur 26.okt. sl., gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.
4.Grófargil lóð 146036 - Umsókn um stofnun lóðar.
Málsnúmer 0910143Vakta málsnúmer
Sigurður Haraldsson kt. 070236-2659, þinglýstur eigandi jarðarinnar Grófargils, landnr. 146035, sækir með bréfi dagsettu 30.október sl., um leyfi til þess að stofna tvær lóðir úr landi jarðarinnar Grófargils, landnr. 146035, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7521, dags. 11. október 2009. Á lóðinni Grófargil lóð, sem fengið hefur landnúmerið 146036, stendur dæluhús í eigu Skagafjarðarveitna ehf., matshluti 01 á lóðinni og hefur það fastanúmerið 214-0457. Einnig er óskað eftir að lóðin sem fengið hefur landnúmerið 146036 verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Grófargili, landnr. 146035. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
5.Grófargil lóð 2 218941 - Umsókn um stofnun lóðar.
Málsnúmer 0910144Vakta málsnúmer
Sigurður Haraldsson kt. 070236-2659, þinglýstur eigandi jarðarinnar Grófargils, landnr. 146035, sækir með bréfi dagsettu 30.október sl., um leyfi til þess að stofna tvær lóðir úr landi jarðarinnar Grófargils, landnr. 146035, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7521, dags. 11. október 2009. Á lóðinni Grófargil lóð 2, sem fengið hefur landnúmerið 218941, stendur íbúðarhús matshluti 03 á jörðinni Grófargili og hefur það fastanúmerið 214-0455. Einnig er óskað eftir að lóðin sem fengið hefur landnúmerið 218941 verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Grófargili, landnr. 146035. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
6.Eyrarvegur 143292 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0910145Vakta málsnúmer
Eyrarvegur 143292 - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá 30.9.sl. "Jón E. Friðriksson fh. FISK Seafood., sækir með bréfi dagsettu 2. nóvember sl., um byggingarleyfi fyrir þriggja hæða húsi. Fyrirhugað hús kemur í stað húss sem þegar hefur verið rifið. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 49232, nr., A-100, A-101, A-102 A-103 og A-104 og eru þeir dagsettir 29. október 2009. Fyrirliggjandi umsagnir hlutaðeigandi. Erindið samþykkt með fyrirvara um að uppdrættir uppfylli skilyrði greinar 109 í byggingarreglugerð. Að því fengnu verður byggingarleyfi gefið út.
7.Efra-Haganes 1 (146793) og 2 (146794) - Umsókn um staðfestingu landamerkja.
Málsnúmer 0910146Vakta málsnúmer
Efra-Haganes 1 (146793) og 2 (146794) - Umsókn um staðfestingu landamerkja. - Jón Sigurbjörnsson kt. 241050-4329 fh. eigenda Efra- Haganess í Fljótum leggur fram, f.h landeigenda, landskiptasamning sem óskast staðfestur af skipulags- og byggingaryfirvöldum í sveitarfélaginu Skagafirði. Samningurinn ber heitið Landskiptasamningur á Efra Haganesi, Fljótum Skagafirði milli Efra-Haganes I og Efra Haganes II. Meðfylgjandi samningi er hnitmældur afstöðuuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing kt. 080353-4219. Uppdrátturinn ber verkheitið Efra-Haganes I og II í Fljótum, Skagafirði og er hann í verki númer 7202, nr. S-01. Dagsetning uppdráttar er 22. júní 2009, breytt 30.10.2009. Mælikvarði 1:10000 og 1:50000. Frumgögn hafa verið lögð inn hjá Sýslumannsembættinu á Sauðárkróki og verður þar þinglýst að fenginni jákvæðri afgreiðslu skipulagsyfirvalda. Jarðareigendur aðliggjandi jarða hafa skriflega staðfest að landamerki eins og þau eru sýnd á ofangreindum uppdrætti Stoðar ehf. eru ágreiningslaus og samþykkt. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir landamerkin eins og þau koma fram á framangreindum uppdrætti.
8.Laugarhvammur lóð 11 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 0911023Vakta málsnúmer
Þórólfur Gíslason sækir með bréfi dagsettu 4. nóvember sl., um leyfi til breytinga á áðursamþykktum uppdráttum. Breytingin varðar bílastæði á lóð og aðkomu að því og aðkomu að verönd. Framlagðir uppdrættir í verki númer 6803, gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættirnir eru dagsettir 12. júní 2008, breytt 4.11.2009. Erindið samþykkt.
9.Umsókn um uppsetningu á skiltum við Túngötu á Skr.
Málsnúmer 0909019Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 4. september sl., þá bókað. "Gagnaveita Skagafjarðar – Umsókn um uppsetningu auglýsingaskiltis. Arnar Halldórsson verkefnastjóri sækir með bréfi dagsettu 2.september sl. f.h. Gagnaveitu Skagafjarðar um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti á grænum svæðum við Túngötu á Sauðárkróki. Markmið þessara skilta er að vekja athygli vegfarenda á því að öll heimili í Túnahverfi eru nú tengd ljósleiðara frá Gagnaveitu Skagafjarðar. Meðfylgjandi umsókn er skýringaruppdráttur. Afgreiðslu frestað. Tæknideild falið að ræða nánar við umsækjendur." Í dag liggja fyrir gögn sem gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og heimilar tímabundna uppsetningu auglýsingarskiltanna til 1. september 2010 við Túngötu og Sæmundarhlíð.
10.Fjárhagsáætlun 2010 - Skipulags-og byggingarnefnd
Málsnúmer 0910147Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2010.v. fyrri umræðu.
Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram endurskoðaður til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 47.672.200.- og tekjur kr. 6.680.000 .-. Heildarútgjöld kr. 40.992.200.- Um er að ræða lækkun frá áætlun síðasta árs um 13,4 %. Samþykkt að vísa lið 09 Skipulags- og byggingarmál afgreiðslu til byggðarráðs.
Fundi slitið.
Uppsetning neyðarbúnaðar fyrir sjófarendur á Félagsheimilið Höfðaborg – Erindi vísað frá byggðarráði en þar var það til umfjöllunar 26.101.2009. Á fundinum var eftirfarandi bókað.
"Lagt fram erindi frá Neyðarlínunni þar sem óskað er eftir að að koma upp fjarskiptabúnaði á Hofsósi, neyðarfjarskipti fyrir sjófarendur og setja á Félagsheimilið Höfðaborg en þar eru fjarskiptatæki fyrir. Byggðarráð samþykkir að heimila uppsetninguna fyrir sitt leyti, en málið fer einnig fyrir byggingar- og skipulagsnefnd."Í tölvupósti, umsókn sem barst 15.10.sl., kemur fram að um sé að ræða lítinn skáp ca. 60*60*60 sm. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið en óskar jafnframt eftir að gerð verði nánari grein fyrir staðsetningu búnaðar á uppdrætti.