Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Gjaldskrármál
Málsnúmer 0901012Vakta málsnúmer
Gjaldskrármál – Jón Örn fór yfir og gerði grein fyrir lögum varðandi gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld.Hann lagði til að gerðar verði nýjar gjaldskrár vegna innheimtu gatnagerðar og byggingarleyfis og þjónustugjalda.Jóni Erni falið að gera tilllögu að breyttum gjaldskrám fyrir næsta fund.
2.Mælifellsá 146221 - Umsókn um breytta landnotkun.
Málsnúmer 0901005Vakta málsnúmer
Mælifellsá – skipulag. Með bréfi dagsettu 16. desember 2008 óska Margeir Björnsson og Helga Þórðardóttir bændur að Mælifellsá eftir að breyta notkun á 31,5 ha skógræktarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Með fylgir loftmynd í mkv. 1:5000 sem sýnir umrætt svæði. Skipulags- og byggingarnefnd vill vegna þessarar umsóknar árétta að í 5. tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar er fjallað um nýja byggðalínu 220 kV háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar og koma þar tvær línuleiðir til greina, svokölluð efribyggðarleið og leiðin fram miðhéraðið Héraðsvatnaleið. Í aðalskipulagstillögunni hefur ekki verið tekin afstaða til línuleiða og þar er skipulagi frestað á þeim svæðum sem til greina koma sem lagnaleið. Afstaða til erindis Margeirs og Helgu verður ekki tekin fyrr en niðurstaða er fengin í legu byggðalínunnar og skipulagningu svæðisins.
3.Steinsstaðir lóð nr. 23 - Umsókn um lóð.
Málsnúmer 0901010Vakta málsnúmer
Steinsstaðir, frístundahúsasvæði – Umsókn um lóð. Ásgeir Höskuldsson kt. 170736-7619 og Gyrit Hagman kt. 250142-8039 sækja um að fá úthlutað lóðinni nr. 23 sem er á frístundahúsasvæði í landi Steinsstaða. Lóðin hefur fengið landnúmerið 217970. Erindið samþykkt.
4.Egg land 146371 - Skagafjarðarveitur, umsókn um aðstöðu fyrir fjarskiptabúnað
Málsnúmer 0901013Vakta málsnúmer
Félagsheimili Rípurhrepps - Umsókn um uppsetningu á fjarskiptamastri. Karl Jónsson verkefnastjóri fh. Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 sækir með bréfi dagsettu 8. desember sl., um leyfi til að setja upp búnað á félagsheimilið Rípurhrepps. Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti merkjum og dreifa til notenda. Fyrir liggur samþykki húseiganda. Erindið samþykkt.
Fundi slitið.