Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

162. fundur 03. desember 2008 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sæmundargata 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 0812008Vakta málsnúmer

Sæmundargata 7 - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri f.h Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um leyfi til að breyta notkun og endurbyggja húseignir sveitarfélagsins sem standa á lóðunum nr. 7 og 7a við Sæmundargötu á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að breyta notkun hússins úr verslunar og þjónustuhúsnæði í samkomuhús, félagsaðstöðu fyrir börn, unglinga og eldri borgara. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Kollgátu, arkitektúr ? hönðnun af Loga Má Einarssyni arkitekt, kt 210864-2969. Uppdrættir dagsettir 20.10.2008.Erindið samþykkt.

2.Sæmundargata 7A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0812007Vakta málsnúmer

Sæmundargata 7 A - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri f.h Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir um leyfi til að breyta notkun og endurbyggja húseignir sveitarfélagsins sem standa á lóðunum nr. 7 og 7a við Sæmundargötu á Sauðárkróki. Fyrirhugað er að breyta notkun hússins úr verslunar og þjónustuhúsnæði í samkomuhús, félagsaðstöðu fyrir börn, unglinga og eldri borgara. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á teiknistofunni Kollgátu, arkitektúr ? hönnun af Loga Má Einarssyni arkitekt, kt 210864-2969. Uppdrættir dagsettir 20.10.2008.Erindið samþykkt.

3.Halldórsstaðir 146037 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0812006Vakta málsnúmer

Halldórsstaðir 146037 - Umsókn um byggingarleyfi. Bjarni Bragason kt. 150563-3649 Halldórsstöðum sækir með bréfi dagsettu 30.nóvember sl. um leyfi skipulags- og byggingarnefndar til að reisa skýli fyrir búfé á jörðinni skv. framlögðum uppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdráttur dagsettur 30. nóvember 2008. Númer uppdráttar er A-101 í verki 7493. Erindið samþykkt.

4.Hátún 2 land 217662 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 0812005Vakta málsnúmer

Hátún 2 land 217662 - Umsókn um landskipti. Ragnar Gunnlaugsson athafnamaður kt. 260249-4959, Hátúni II, 560 Varmahlíð, eigandi jarðarinnar Hátúns II, landnr. 146039, sæki með bréfi dagsettu 28.nóvember sl. með vísan til IV kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, un heimild skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 4.740 m² landspildu út úr framangreindri jörð.Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitsett á framlögðum yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 27. nóvember 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-105 í verki 7385.Á landi því sem verið er að skipta út úr jörðinni Hátúni II stendur einbýlishús, mhl. 04, með fastanúmer 230-6068. Einnig er sótt um, með vísan til 6.gr. Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild skipulags- og bygginganefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að leysa bæði Hátún II, landnr. 146039 og hina nýstofnuðu lóð, Hátún 2, lóð, landnúmer 217662 úr landbúnaðarnotum. Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt

5.Ás 2 land 217667 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0812004Vakta málsnúmer

Ás 2 land 217667 - Umsókn um landskipti. Einar Valur Valgarðsson kt. 120567-3229, eigandi jarðarinnar Ás 2, landnr. 146366, sækir með bréfi dagsettu 28.nóvember sl. með vísan til Jarðalaga nr. 81, frá 9. júní 2004, um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 142 ha landspildu út úr framangreindri jörð. Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitsett á framlögðum yfirlits-og afstöðuuppdrætti nr. 0752 sem dagsettur er í ágúst 2007 gerður af Hjalta Þórðarsyni kt. 011265-3169, landfræðingi Hólum í Hjaltadal. Fylgjandi umsókn er yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða dagsett í nóvember 2008 þar sem þeir staðfesta landamerki samkvæmt framangreindum uppdrætti. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146366. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Aðalgata 3 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

Málsnúmer 0811039Vakta málsnúmer

Aðalgata 3 - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Róbert Óttarsson kt. 171272-2979 sækir með bréfi dagsettu 22.september sl. um leyfi fyrir hönd Sauðárkróksbakarís ehf. kt. 560269-7309 til að rífa húsi sem standa á lóðinni nr. 3 við Aðalgötu. Húsin sem um ræðir eru íbúðar og verslunarhúsnæði byggt samkvæmt skrám fmr. árið 1917, bílskúr byggður árið 1992. Fyrir liggur umsögn Húsafriðunarnefndar dagsett 21.nóvember 2008. Skipulags-og byggingarnefnd heimilar niðurrif húsanna.Erindið samþykkt.

7.66 kV háspennustrengur - Varmahlíð Sauðárkrókur.

Málsnúmer 0810043Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá Sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarnefnd hefur fjallað um erindi Skipulagsstofnunar dagsett 30. október að nýju. Með hliðsjón af þeirri kynningu sem framkvæmdin fær í tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar á að vera tryggt að almenningur getur komið athugasemdum sínum á framfæri. Skipulags- og byggingarnefnd telur að umrædd framkvæmd þurfi ekki í mat á umhverfisáhrifum.

8.Aðalskipulag Skagafjarðar

Málsnúmer 0808033Vakta málsnúmer

Gert er ráð fyrir að kynna Aðalskipulagstillöguna á almennum fundi í viku 51 2008.

Fundi slitið.