Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

169. fundur 18. febrúar 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 8 203231 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902045Vakta málsnúmer

Iðutún 8 – Umsókn um lóð. Anna Lea Gestsdóttir kt 020976-5279, til heimilis að Aðalgötu 6, Sauðárkróki, sækir um að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 8 við Iðutún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

2.Iðutún 14 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0806064Vakta málsnúmer

Iðutún 14 – Lóð skilað. Kirkjumálasjóður, stjórn prestssetra kt. 530194-2489 sótti um og fékk úthlutað lóð að Iðutúni 14 á Sauðárkróki til að byggja þar á íbúðarhús fyrir sóknarprest. Mál snerust svo þannig við frekari vinnslu hjá umsækjanda að lóðin Iðutún 18 þótti hentugri. Því óskar umsækjandi eftir að skila inn lóðinni. Erindið samþykkt

3.Iðutún 18 Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902046Vakta málsnúmer

Iðutún 18 – Umsókn um lóð. Lárus Ægir Guðmundsson f.h. Kirkjumálasjóðs, stjórn prestssetra kt. 530194-2489 sækir um að fá úthlutað lóðinni Iðutúni 18 á Sauðárkróki til að byggja þar á íbúðarhús fyrir sóknarprest. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

4.Iðutún 1-3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902047Vakta málsnúmer

Iðutún 1-3 – Umsókn um lóð. Þórður Eyjólfsson f.h Búhölda hsf.,kt. 630500-2140 sækir með bréfi dagsettu 30. janúar 2009 um lóðina Iðutún 1-3 fyrir parhús. Hér er um endurumsókn að ræða. Erindið samþykkt.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags

5.Iðutún 5-7 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902048Vakta málsnúmer

Iðutún 5-7 – Umsókn um lóð. Þórður Eyjólfsson f.h Búhölda hsf.,kt. 630500-2140 sækir með bréfi dagsettu 30. janúar 2009 um lóðina Iðutún 5-7 fyrir parhús. Hér er um endurumsókn að ræða. Erindið samþykkt

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags

6.Iðutún 9-11 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0902049Vakta málsnúmer

Iðutún 9-11 – Umsókn um lóð. Þórður Eyjólfsson f.h Búhölda hsf.,kt. 630500-2140 sækir með bréfi dagsettu 30. janúar 2009 um lóðina Iðutún 9-11 fyrir parhús. Hér er um endurumsókn að ræða. Erindið samþykkt.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags

7.Hraun I lóð 146823 - Umsókn um breytta notkun á húsnæði.

Málsnúmer 0902050Vakta málsnúmer

Hraun I lóð 146823 – Umsókn um breytta notkun mannvirkja. Lagt fram bréf dagsett 12. febrúar 2009 undirritað af eiganda og ábúanda að Hraunum í Fljótum G. Viðari Péturssyni kt. 270857-3379 og Guðrúnu Björk Pétursdóttur kt. 12.02.50-5909 og Friðrik Gylfa Traustasyni f.h Gáseyrarinnar ehf. kt. 670605-1750.
Erindið varðar breytta notkun eigna með fastanúmer 214-4026, matshlutar 01 Rafstöðvarhús, matshluti 14 Slátur- og pökkunarhús og matshluti 15 lagerhús og verkstæði. Farið er fram á að skráningu mannvirkjanna verði breytt þannig að matshluti 01 rafstöðvarhús og matshluti 15 lager- og verkstæðishús verði skráð sem geymslur og að matshluti 14 slátur– og pökkunarhús verði skráð sem fjárhús. Skipulags- og byggingarnefnd fer fram á að skilað verði inn uppdráttum sem sýni fyrirhugaðar breytingar áður en afstaða verði tekin til erindisins.

8.Steintún land 199118 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0902051Vakta málsnúmer

Steintún land 199118 – Umsókn um byggingarleyfi. Páll Pálsson veitustjóri fh. Skagafjarðarveitna kt. 691097-2509 sækir um leyfi til að byggja borholuhús samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Fyrirhugað hús verður byggt á lóð Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 26. Þaðan verður húsið flutt á lóð Skagafjarðarveitna úr landi Steintúns landnúmer 199118. Erindið samþykkt.

9.Vindheimar II lóð 146251 - Umsókn um lóðarstækkun.

Málsnúmer 0902052Vakta málsnúmer

Vindheimar II lóð 146251 – Umsókn um lóðarstækkun. Pétur Sigmundsson kt. 040859-4039 eigandi Vindheima II landnúmer 174189 og Magnús Pétursson kt. 260547-2409 eigandi lóðar með landnúmerið 146251 úr landi Vindheima II óska eftir heimild til að stækka lóð Magnúsar um 15,35 ha sem jafnframt þýðir samsvarandi minnkun á landi Vindheima II. Fyrirhuguð stækkun lóðarinnar kemur fram á hnitsettum afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 12.11.2008 nr S102 í verki nr. 72512 sem unnin er á Stoð ehf verkfræðistofu. Erindið samþykkt.

10.Ytri-Hofdalir land 2 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0902053Vakta málsnúmer

Ytri-Hofdalir 146411 – Umsókn um stofnun lóðar. Halldór Jónasson kt. 080446-2419 eigandi jarðarinnar Ytri-Hofdala landnúmer 146411 óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar að skipta 9176,7 m2 landspildu út úr jörðinni. Landspildan er nánar tilgreind á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti sem gerður er á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 6. október 2006 og móttekinn hjá Byggingarfulltrúa 5. febrúar 2009. Erindið samþykkt.

Fundi slitið.