Skólanefnd
Ár 2002, þriðjudaginn 19. mars kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í Safnahúsinu.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri. Einnig mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigurður Jónsson og Elín Sigurðardóttir fulltrúar grunnskólakennara og Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra. Áheyrnarfulltrúar Tónlistarskólans, Sveinn Sigurbjörnsson og Sigurbjörg Kristínardóttir
Fundarritari Rúnar Vífilsson.
DAGSKRÁ:
Grunnskólamál:
-
Erindi frá foreldrum um breytta skólavist.
-
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
-
Erindi frá byggðaráði
-
Þriggja ára fjárhagsáætlun - framkvæmdaáætlun
-
Önnur mál.
Leikskólamál:
-
Skólahópur 5 ára barna
-
Þriggja ára fjárhagsáætlun - framkvæmdaáætlun
-
Önnur mál
Tónlistarskólamál:
-
Þriggja ára fjárhagsáætlun – framkvæmdaáætlun
-
Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
Grunnskólamál:
-
Tekið fyrir erindi frá foreldrum í Hjaltadal. Þau fara fram á breytingu á skólavist barna sinna. Skólanefnd samþykkir að heimila þessar breytingar á skólavist.
-
Lagt fram til kynningar upplýsingar um norræna skólamálaráðstefnu fyrir sveitarstjórnarmenn og stjórnendur skóla, sem haldin er í Bergen 11. – 14. apríl.
-
Lagt fram erindi frá Skógræktarfélagi Íslands um Yrkjusjóð sem byggðaráð vísaði til skólanefndar. Skólanefnd samþykkir að vísa erindinu til skólastjóra grunnskólanna.
-
Formaður nefndarinnar fór yfir drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.
-
Önnur mál: Engin önnur mál.
Leikskólamál:
-
Skólamálastjóri kynnti fyrir skólanefnd þær hugmyndir sem uppi væru um skipulagningu verkefnisins um skólahóp fimm ára barna. Einnig upplýsti hann að sótt hefði verið um styrk úr þróunarsjóði leikskóla.
-
Þriggja ára fjárhagsáætlun. Formaður nefndarinnar fór yfir drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.
-
Önnur mál. Engin önnur mál.
Tónlistarskólamál:
-
Þriggja ára fjárhagsáætlun. Formaður nefndarinnar fór yfir drög að þriggja ára framkvæmdaáætlun.
-
Önnur mál. Skólastjóri gerði grein fyrir því sem verið hafði á döfinni í skólanum og hvaða ákvarðanir þurfi að taka í tengslum við nýjan kjarasamning. Einnig spurðist hann fyrir um húsnæði Clickon. Hugsanlegt að Tónlistarskólinn gæti komist þar inn til bráðabirgða fáa tíma í fáa daga með slagverkskennslu. Hann myndi hinsvegar víkja úr húsnæðinu strax og farið væri fram á það.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.45