Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð
Föstudaginn 7. apríl 2006 kom stjórn Menningarseturs Varmahlíðar að Hótel Varmahlíð saman til fundar.
Undirritaðir voru mættir.
Dagskrá:
1. Leiðrétting á leigusamningi við ábúanda Reykjarhóls.
2. Lóðarleiga vegna sumarhúsa
3. Ársreikningar 2005
4. Bréf frá Þuríði Þorbergsdóttur v.útgáfu á hljómdiski kirkjukóranna
og frá Stefáni Gíslasyni og Páli Dagbjartsssyni.
5. Veittir styrkir
6. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Fram kom hjá Guðmanni formanni að gerð hafi verið leiðrétting á leigusamningi við ábúanda Reykjarhóls vegna þess að tekið hefur verið land af jörðinni undir skógrækt og sumarhús. Jörðin er 246,5 ha að heildarstærð en tekið hefur verið undan henni 125,5 ha til fyrrgreindra nota.
2. Samþ. var að hafa sömu lóðaleigu pr. m2 undir sumarhús eins og hún er undir íbúðarhús í Varmahlíðarhverfi.
3. Lagðir voru fram reikningar fyrir árið 2005 og voru þeir áritaðir af endurskoðendum.
Reikn. voru samþykktir og undirritaðir af Varmahlíðarstjórn.
Fram kemur í lista yfir eignir Menningarseturs Skagfirðinga frá fasteignamati ríkisins hesthús og geymsla, sem stjórninni er ekki fullkunnugt um hvað er og þyrfti að kanna nánar.
4. Lesið bréf frá Þuríði Þorbergsdóttur, fyrir hönd kirkjukórs Glaumbæjarsóknar, dagsett 30.01.2006. Þar er óskað eftir styrk vegna útgáfu á geisladiski með söng kirkjukóra Glaumbæjarsóknar. Erindinu vísað á 5. lið í fundargerðinni.
Lesið bréf frá Stefáni R. Gíslasyni og Páli Dagbjartssyni, dagsett 14.02.2006, þar sem farið er fram á styrk vegna hljóðvers, sem áhugi er á að koma á fót í Varmahlíðarskóla. Erindinu vísað á lið 5. í fundargerð.
5. Veittir styrkir.
ü Samþ. að styrkja kirkjukóra Glaumbæjarsóknar vegna útgáfu geisladisks um kr. 300.000,-.
ü Samþ. að styrkja Varmahlíðarskóla um kr. 350.000,- vegna byggingar hljóðvers í skólanum.
ü Samþ. að styrkja Karlakórinn Heimi um kr. 400.000,- og Rökkurkórinn um kr. 400.000,-.
ü Samþ. að styrkja útgáfu á bæklingi um minnisvarða í Skagafirði um kr. 100.000,-, sem nemendur Varmahlíðarskóla unnu og gáfu út undir stjórn Ásdísar Sigurjónsd.
ü Samþ. að styrkja byggingu aðstöðuhúss við tjaldstæðin í Varmahlíð um kr. 2.000.000,-, - tvær milljónir króna oo/1oo.
6. Önnur mál.
Stjórn Menningarseturs Varmahlíðar samþ. að taka ekki laun fyrir störf sín á þessu kjörtímabili.
Guðmanni Tobíassyni voru þökkuð vel unnin störf sem formaður.
Fleira ekki gjört og fundi slitið.
Helga Bjarnadóttir Arnór Gunnarsson
Kristján Sigurpálsson Ásdís S. Sigurjónsd.
Guðmann Tobíasson
Fundur 1 – 07.04.2006
Föstudaginn 7. apríl 2006 kom stjórn Menningarseturs Varmahlíðar að Hótel Varmahlíð saman til fundar.
Undirritaðir voru mættir.
Dagskrá:
1. Leiðrétting á leigusamningi við ábúanda Reykjarhóls.
2. Lóðarleiga vegna sumarhúsa
3. Ársreikningar 2005
4. Bréf frá Þuríði Þorbergsdóttur v.útgáfu á hljómdiski kirkjukóranna
og frá Stefáni Gíslasyni og Páli Dagbjartsssyni.
5. Veittir styrkir
6. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Fram kom hjá Guðmanni formanni að gerð hafi verið leiðrétting á leigusamningi við ábúanda Reykjarhóls vegna þess að tekið hefur verið land af jörðinni undir skógrækt og sumarhús. Jörðin er 246,5 ha að heildarstærð en tekið hefur verið undan henni 125,5 ha til fyrrgreindra nota.
2. Samþ. var að hafa sömu lóðaleigu pr. m2 undir sumarhús eins og hún er undir íbúðarhús í Varmahlíðarhverfi.
3. Lagðir voru fram reikningar fyrir árið 2005 og voru þeir áritaðir af endurskoðendum.
Tekjur árið 2005 | 719.158,- |
Gjöld “ “ | 196.711,- |
Hagnaður af reglul. starfsemi | 175.210,- |
Reikn. voru samþykktir og undirritaðir af Varmahlíðarstjórn.
Fram kemur í lista yfir eignir Menningarseturs Skagfirðinga frá fasteignamati ríkisins hesthús og geymsla, sem stjórninni er ekki fullkunnugt um hvað er og þyrfti að kanna nánar.
4. Lesið bréf frá Þuríði Þorbergsdóttur, fyrir hönd kirkjukórs Glaumbæjarsóknar, dagsett 30.01.2006. Þar er óskað eftir styrk vegna útgáfu á geisladiski með söng kirkjukóra Glaumbæjarsóknar. Erindinu vísað á 5. lið í fundargerðinni.
Lesið bréf frá Stefáni R. Gíslasyni og Páli Dagbjartssyni, dagsett 14.02.2006, þar sem farið er fram á styrk vegna hljóðvers, sem áhugi er á að koma á fót í Varmahlíðarskóla. Erindinu vísað á lið 5. í fundargerð.
5. Veittir styrkir.
ü Samþ. að styrkja kirkjukóra Glaumbæjarsóknar vegna útgáfu geisladisks um kr. 300.000,-.
ü Samþ. að styrkja Varmahlíðarskóla um kr. 350.000,- vegna byggingar hljóðvers í skólanum.
ü Samþ. að styrkja Karlakórinn Heimi um kr. 400.000,- og Rökkurkórinn um kr. 400.000,-.
ü Samþ. að styrkja útgáfu á bæklingi um minnisvarða í Skagafirði um kr. 100.000,-, sem nemendur Varmahlíðarskóla unnu og gáfu út undir stjórn Ásdísar Sigurjónsd.
ü Samþ. að styrkja byggingu aðstöðuhúss við tjaldstæðin í Varmahlíð um kr. 2.000.000,-, - tvær milljónir króna oo/1oo.
6. Önnur mál.
Stjórn Menningarseturs Varmahlíðar samþ. að taka ekki laun fyrir störf sín á þessu kjörtímabili.
Guðmanni Tobíassyni voru þökkuð vel unnin störf sem formaður.
Fleira ekki gjört og fundi slitið.
Helga Bjarnadóttir Arnór Gunnarsson
Kristján Sigurpálsson Ásdís S. Sigurjónsd.
Guðmann Tobíasson