Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

2. fundur 17. júlí 2006
Stjórn  Menningarseturs  Skagfirðinga í Varmahlíð
Fundur 2 – 17.07.2006
 
 
Mánudaginn 17. júlí 2006 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fyrsta fundar að afloknum sveitarstjórnarkosningum nú á vordögum. Fundurinn var haldinn í Hótel Varmahlíð og voru undirritaðir mættir.
 
Dagskrá:
1.      Verkaskipting stjórnar
2.      Sumarhúsalóðir í landi Reykjarhóls, stofnskjal/lóðarleiga
3.      Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
1.      Nýráðinn sveitarstjóri, Guðmundur Guðlaugsson, bauð fundarmenn velkomna og gerði grein fyrir tillögu að verkaskiptingu stjórnar og var eftirfarandi skipting samþykkt:
Þóra Björk Jónsdóttir, formaður
Guðmann Tobíasson, varaformaður
Gunnar Rögnvaldsson, ritari
Aðrir nefndarmenn: Arnór Gunnarsson og Ingimar Ingimarsson, sem sat fundinn sem varamaður Ásdísar Sigurjónsdóttur.
 
Formaður tók nú við fundarstjórn.
 
2.      Sveitarstjóri kynnti stofnskjal vegna sumarhúsa við Reykjarhólsveg. Breyta þarf leigusamningi við ábúanda Reykjarhóls og ganga frá samningi við hann þar sem búið er að taka meira land undir sumarhúsabyggð en samkomulag var um. Stjórnin ítrekar að lóðaleiga sumarhúsa í Reykjarhólslandi verði sambærileg við lóðaleigu íbúðarhúsa í Varmahlíð, eins og áður hefur verið samþykkt (3 lambsverð) en lágmarksverð verði ákveðið síðar.
Stjórnin samþykkir að formanni eða varaformanni sé veitt heimild til að undirrita stofnskjöl og önnur gögn, er varða uppbyggingu sumarhúsabyggðar í Reykjarhólslandi.
Stjórnin samþykkir að fela formanni að finna út heildarkostnað sumarhúsaeigenda vegna leigu og búsetu á svæðinu.
Formaður lagði til að stjórnin færi í vettvangsferð um sumarhúsasvæðið á næsta fundi.
 
3.      Önnur mál:
Guðmann tók til máls og sagði að ræða þyrfti framhald samstarfs við Knút Ólafsson, sem séð hefur um bókhald fyrir Menningarsetrið og hvort hann sé tilbúinn til að sinna því áfram.
Guðmann nefndi einnig framtíð gamalla bygginga á landi Menningarsetursins, sem sumar eru í bágbornu ástandi og þyrfti að rífa eða fjarlægja á annan hátt í samráði við landseta.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.