Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

3. fundur 07. nóvember 2006
Stjórn  Menningarseturs  Skagfirðinga í Varmahlíð
Fundur 3 – 07.11.2006
 
 
Þriðjudaginn 7. nóvember 2006 kl. 16:00 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fundar í Hótel Varmahlíð.
Mættir voru:  Þóra Björk Jónsdóttir, Guðmann Tobíasson, Arnór Gunnarsson, Ásdís Sigurjónsdóttir og Gunnar Rögnvaldsson, sem jafnframt ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
1.      Ákvörðun um leigugjöld vegna sumarhúsalóða í Reykjarhólslandi.
2.      Gerð lóðarleigusamnings/a við ISS-hús vegna sumarhúsa, sem verið er að reisa.
3.      Endurmat og endurgerð leigusamnings við ábúendur Reykjarhóls.
4.      Umsókn um að rífa gamla Reykjarhólsbæinn ásamt hesthúsi.
5.      Starfslok reikningshaldara, Knúts Ólafssonar, og ákvörðun um framhald reikningshalds.
6.      Önnur mál
 
Þóra Björk setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Þóra Björk hefur kynnt sér lóðaleigugjöld sumarhúsa á nokkrum stöðum á landinu og las hún upp nokkrar tölur þar um sem spanna frá 16.000 kr. til 105.000 kr. ársleigan. Einnig var hún búin að kynna sér fasteignagjöld nokkurra bygginga í Varmahlíð og önnur gjöld, sem falla á sumarhúsaeigendur.
Talsverðar umræður urðu um lóðaleigu í landi Reykjarhóls. – Afgreiðslu frestað.
 
2.      Afgreiðsla frestast v. liðar 1.
 
3.      Formanni og varaformanni falið að ganga frá endurnýjuðum samningi við ábúanda Reykjarhóls.
 
4.      Formaður kynnti bréf til skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins þar sem farið er fram á að fá að rífa gamla Reykjarhólsbæinn (geymslu), mhl 03 matsnúmer 214-0609 og hesthús í landi Reykjarhóls, mhl 04 matsnúmer 214-0610. °
Í bréfinu er einnig tekið fram að gefa skuli Brunavörnum Skagafjarðar kost á að nýta húsin til æfinga áður en þau verða rifin.
 
5.      Lesið upp bréf frá Knúti Ólafssyni þar sem hann óskar eftir því að fá að láta af störfum sem reikningshaldari Menningarsetursins eigi síðar en um n.k. áramót. Samþykkt að fela formanni og varaformanni að finna arftaka.
 
6.      Formaður nefndi að hún, ásamt varaformanni og byggingarfulltrúa, hefði farið í skoðunarferð um byggingarsvæði Reykjarhólslands, þar sem ýmsar framkvæmdir voru skoðaðar, bæði þar og í nágrenni þess. Margt áhugavert kom út úr þeirri yfirferð.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.