12007. fundur
14. febrúar 2007
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð
Fundur 1 – 14.02.2007
Miðvikudaginn 14. febrúar 2007 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fundar í Garðhúsum. Ásdís og Gunnar boðuðu forföll og í stað Gunnars kom varamaður hans, Svanhildur Pálsdóttir en enginn í stað Ásdísar. Aðrir stjórnarmenn voru mættir. Dagskrá: 1. Reikn. félagsins árið 2006. 2. Samningur við KOM bókhaldsþjónustu vegna reikningshalds fyrir félagið. 3. Lokið gerð lóðarleigusamninga við ISSS-hús vegna sumarhúsa, sem verið er að reisa. 4. Bréf frá Fornleifavernd ríkisins vegna leyfis til að rífa gamla Reykjarhólsbæinn. 5. Önnur mál (Afgreiðslur:) 1. Lagðir fram reikn. fyrir árið 2006, áritaðir af reikningshaldara, Knúti H. Ólafssyni og kjörnum skoðunarmönnum Skagafj. Tekjur kr. 926.334,-. Gjöld kr. 3.732.305,-. Tap kr. 2.614.507,-. Að öðru leyti er vísað til reikn. sem lagðir voru fram á fundinum, þeir samþ. og undirritaðir. 2. Formaður Þóra Björk skýrði frá tilboði sem borist hafði frá bókhaldsþjónustunni KOM um að sjá um bókhald fyrir Menningarsetrið. Tilboðið hljóðaði upp á kr. 100.000 – hundraðþúsund oo/1oo á ári næstu tvö árin. Þá verður tilboðið endurskoðað. Bókhaldsþjónustan KOM hefur fengið prókúruumboð fyrir Menningarsetrið. Fram kom hjá formanni að Knútur sá sér ekki fært að vinna að bókhaldinu áfram. 3. Formaður skýrði frá því að lokið sé gerð lóðaleigusamninga við ISSS-hús, vegna sumarhúsa sem félagið er að reisa vestanvert í Reykjarhólnum. 4. Lesið bréf frá Fornleifavernd ríkisins, dagsett 30. nóv. 2006, þar sem Menningarsetrinu er heimilt að rífa gamla Reykjarhólsbæinn að því undanskildu að rífa innan úr því nýtanlegan panel, sem er ófúinn í húsinu. Einnig vilja þau hirða gamla taurullu og stoð, sem talin er vera úr gamalli torfkirkju, sem stóð í Glaumbæ. Stjórnin óskaði eftir því að Fornleifavernd ríkisins hirði það, sem þau hafa áhuga á, sem fyrst. 5. Önnur mál: a) Stjórn Menningarsetursins þakkar Knúti H. Ólafssyni fyrir vel unnin bókhaldsstörf. Samþ. að færa honum viðeigandi þakkargjöf fyrir langt og farsælt starf. b) Byggingar- og skipulagsnefnd hefur bent á nauðsyn þess að skilgreina og stofna lóðir umhverfis heitavatnstanka og kaldavatnstanka. Einnig að ganga frá lóðaleigusamningum vegna tjaldstæðanna. Fleira ekki gert og fundi slitið. Arnór Gunnarsson, ritari