Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð
Föstudaginn 15. júní 2007 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fundar í Áshúsinu. Mætt voru Ásdís Sigurjónsd., Arnór Gunnarsson, Guðmann Tobíasson, Þóra Björk Jónsdóttir og Gunnar Rögnvaldsson, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Reykjarhóll, staða mála vegna niðurrifs.
2. Bréf frá Umf. Smára.
3. Önnur mál
Þóra Björk bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Afgreiðslur:
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Gunnar Rögnvaldsson, ritari
Fundur 2 – 15.06.2007
Föstudaginn 15. júní 2007 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fundar í Áshúsinu. Mætt voru Ásdís Sigurjónsd., Arnór Gunnarsson, Guðmann Tobíasson, Þóra Björk Jónsdóttir og Gunnar Rögnvaldsson, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Reykjarhóll, staða mála vegna niðurrifs.
2. Bréf frá Umf. Smára.
3. Önnur mál
Þóra Björk bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Afgreiðslur:
- Formaður kynnti samtal við slökkviliðsstjóra sveitarfélagsins, sem ekki hefur áhuga á að nota gamla Reykjarhólshúsið til æfingar. Fyrir liggur bréf frá Sigríði, safnverði í Glaumbæ, sem hefur áhuga á að nálgast nýtilega muni úr húsinu í samráði við ábúanda Reykjarhóls. Fram kom í bréfi Fornleifaverndar frá 30. nóv. 2006 að niðurrif fari fram með aðgát og grunnur og næsta nágrenni verði fyrir sem minnstum skemmdum vegna minjagildis.
- Þann 11. júní sl. barst stjórninni bréf frá Ungmennafélaginu Smára í Varmahlíð um gerð upphitaðs sparkvallar við Varmahlíðarskóla, þar sem beðið er um fjárstuðning í verkefnið. Aðrir styrktaraðilar eru m.a. KSÍ og Sveitarfélagið Skagafjörður en heildarkostnaður er áætlaður um 13 milljónir.
- Guðmann kynnti munnlega fyrirspurn frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins vegna áðurnefndra sparkvallaframkvæmda.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Gunnar Rögnvaldsson, ritari