Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð
Fundur 3 – 30.10.2007
Þriðjudaginn 30. október 2007 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fundar í Hótel Varmahlíð. Mætt voru Ásdís Sigurjónsd., Guðmann Tobíasson, Arnór Gunnarsson, Þóra Björk Jónsdóttir og Gunnar Rögnvaldsson, sem ritaði fundargerð.
Síðar komu á fundinn Linda Björnsdóttir og Ragnheiður Brynjólfsdóttir, fulltrúar Smára.
Dagskrá: 1. Afhending gjafabréfs til Umf. Smára
2. Önnur mál
Þóra Björk setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
Afgreiðslur: 1. Þóra Björk formaður bauð gesti fundarins, þær Lindu Björnsdóttur og Ragnheiði Brynjólfsdóttur fulltrúa Umf. Smára, velkomnar og kynnti fyrir þeim útborgun styrksins. Samkvæmt síðasta fundi var ákveðið að greiða 500.000 á þessu ári og 500.000 á næsta, alls 1.000.000 kr. sem Umf. Smári fær að gjöf vegna framkvæmda við sparkvöllinn í Varmahlíð. Linda og Ragnheiður skýrðu frá stöðu framkvæmda en vonast er til að völlurinn verði tilbúinn um áramót. Þær stöllur þökkuðu fyrir styrkinn og kváðu hann koma sér vel.
2. Guðmann kynnti stöðu mála varðandi niðurrif á gamla Reykjarhólsbænum. Ómar Kjartansson hjá OK Gámaþjónustunni gaf verkið frá sér svo Guðmann hafði samband við Víðimelsbræður sem voru reiðubúnir í verkið, en beðið er kostnaðaráætlunar. Bíða þarf hentugra veðurskilyrða því flytja þarf brakið í burtu. Fyrir liggja skilaboð frá safnverði í Glaumbæ (e-mail) 26.7.2007 að hún gefi sitt samþykki fyrir niðurrifinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.