Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 12. apríl 2010 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Þóra Björk Jónsdóttir aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Guðmann Tobiasson aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson
Dagskrá

1.Reikningar félagsins

Málsnúmer 1101168Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram skoðaða ársreikninga 2009 og kynnti helstu niðurstöður. Númer 1467 í sjóðaskrá.

Rekstrarreikningur 2009

Tekjur kr. 1.674,.201,-

Gjöld kr. 747.954,-

Afkoma fyrir fjármagnstekjur og gjöld kr. 926.247,-

Fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld kr. 103.724,-

Niðurstaða rekstrar ? hagnaður kr. 1.029.971,-

Efnahagsreikningur 31.12.2009

Eigið fé kr. 45.551.257,-

Skuldir kr. 1.902,-

Skuldir og eigið fé alls kr. 45.553.159,-

Aðrar upplýsingar í ársreikningi 2009. Reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða og þvínæst undirritaðir.

2.Lindarbrekka, mælingar á lóð

Málsnúmer 1101175Vakta málsnúmer

Mælingar á lóð. Stjórninni berst munnlegt erindi um mælingu og hnitsetningu á lóð Lindarbrekku vegna söluferlis. Guðmann fór ásamt fulltrúa verkfræðistofu Stoðar og mældar voru lóðir Lindarbrekku, Reykjahlíðar og björgunarsveitar og þær hnitsettar.

3.Reykjarhólsvegur 4B -

Málsnúmer 1005049Vakta málsnúmer

Umsóknarbréf um lóð barst stjórn Menningarsjóðsins dagsett 20. Febrúar 2010.

Umsækjandi Magnús Aadnegaard kt. 090542-4199 Heiðvangi 78, 220 Hafnarfirði sækir um lóð nr 4B við Reykjarhólsveg. Í bréfinu kemur fram að hann hefur áhuga á að setja þar niður frístundahús sem verið hefur í byggingu hjá Fjölbrautarskóla NV.

Umræddri lóð var úthlutað ISSS-húsum en fyrir liggur vilyrði þeirra að segja sig frá lóðinni.

Stjórnin lýsir sig samþykka erindinu að undangengnum formlegur atriðum sem lúta að lóðaleigusamningum.

4.Varmahlíð, afmæli.

Málsnúmer 1101174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að Varmahlíð, sem jörð, á 80 ára tilvist sem nýbýli og greiðasala í Varmahlíð á 75 ára afmæli í ár. Guðmanni falið að ræða við Sögufélag Skagfirðinga um frekari heimildasöfnun um sögu Varmahlíðar sem birt yrði í tilefni ártíðarinnar. Svanhildur Pálsdóttir hótelstóri var kölluð á fundinn og gat þess að til standi að minnast tímamótanna í vor.

Fundi slitið.