Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
Dagskrá
1.Opinn kynningarfundur vegna lokunar á Menningarsetri Skagfirðinga
Málsnúmer 2009268Vakta málsnúmer
Haldinn var opinn kynningarfundur miðvikudaginn 30. september kl: 17:00 í Miðgarði um málefni Menningarsetur Skagfirðinga. Fundurinn var auglýstur í Sjónhorni og öllum opinn. Gísli Sigurðsson var fundarstjóri. Í upphafi fundar flutti formaður stjórnar, Einar Einarsson ýtarlega framsögu þar sem hann fór yfir forsögu Menningarseturs Skagfirðinga og útskýrði hvernig væri unnið í undirbúningi að lokun þess og hvernig farið yrði með eignir félagsins. Sesselja Árnadóttir lögfræðingur frá KPMG flutti einnig framsögu og fór þar yfir lög og reglur sem gilda um sjálfseignastofnanir. Að loknum framsögum var opnað fyrir fyrirspurnir og umræður sem fóru vel fram. Samtals voru á fundinum um 25 gestir að meðtöldu framsögufólki og fundarstjórnendum.
Fundi slitið - kl. 19:00.