Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

378. fundur 19. desember 2018 kl. 14:30 - 14:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Elín Árdís Björnsdóttir 2. varam.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Ragnheiður Halldórsdóttir 2. varam.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki

Málsnúmer 1803025Vakta málsnúmer

Regína Valdimarsdóttir forseti kynnti samsstarfssamninginn,

Á þessum fundi er bara eitt mál á dagskrá undir liðnum almenn mál, en það er Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki. Þegar hefur verið farið yfir efni samstarfssamnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. og þá samninga og viðauka sem honum tengjast, en það eru viðauki A, viðauki B og viðauki C við samstarfssamninginn, leigusamningur um Aðalgötu 21a og 21 b, hluthafasamkomulag um Sýndarveruleika ehf. og teikning af því húsnæði sem hvoru tveggja verða fylgiskjöl við samstarfssamninginn og að lokum samningur sem fjallar um það hvernig sveitarfélagið getur eignast 10 % hlut í Sýndarveruleika ehf. Var það gert á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember sl. og er samningurinn önnur framangreind skjöl nú lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og bauð nýtt sveitarstjórnarfólk velkomið á þeirra fyrsta sveitarstjórnarfund og óskaði þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir sveitarfélagið.

Stefán Vagn lagði fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga að afgreiðslu þessa fundar er að samstarfssamningur við Sýndarveruleika ehf. og viðaukar hans og aðrir samingar og skjöl sem honum tengjast og sem forseti sveitarstjórnar tilgreindi nú áðan verði samþykktir með breytingum sem leiða af prófarkalestri, breytingu orðsins safns í sýningu þar sem við á í skjölunum og viðbót við E-lið inngangskafla samstarfssamnings sem orðast svo: „Þetta ákvæði skal þó ekki hamla því að sveitarfélagið styðji við uppbyggingu starfsemi sem er ekki á sviði sýndarveruleikaupplifunar með áherslu á sögusvið Sturlungaaldar".


Breytingartillaga á samstarfssamningnum við Sýndarveruleika ehf. sem formaður byggðarráðs fór með, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Sýndarveruleika ehf., sem og önnur þau skjöl sem áður voru tilgreind af forseta sveitarstjórnar og formanni byggðarráðs með áorðnum breytingum er borinn upp til samþykktar í sveitarstjórn og samþykktur með 5 atkvæðum.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Byggðalistunum og Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir frá Vg og óháðum, greiddu atkvæði á móti.

Fundi slitið - kl. 14:40.