Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki
Málsnúmer 1803025
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 819. fundur - 08.03.2018
Málið áður á dagskrá 818. fundar byggðarráðs. Farið yfir stöðu málsins. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Áður en sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur samningana og verkefnið til fullnaðarafgreiðslu er mikilvægt að lagt verði fram enn frekara mat á heildarkostnað sveitarfélagsins, þ.m.t. vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu, tapaðra leigutekna, skattekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélaga að svo viðamiklu langtímaverkefni.
VG og óháð styðja ekki samningana með þeim skuldbindingum sem þeim tengast á þessu stigi, enda ekki heldur gefist nægjanlegt tækifæri til að fara yfir það í sveitarstjórnarhópi framboðsins, vegna þess trúnaðar sem hefur verið um málið. Endurskoðun á þeirri afstöðu byggist á frekari yfirferð, gögnum og greiningu á heildarkostnaði og um leið að ávinningur af verkefninu leiði til annarrar niðurstöðu, áður en sveitarstjórn tekur endanlega afstöðu.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Áður en sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur samningana og verkefnið til fullnaðarafgreiðslu er mikilvægt að lagt verði fram enn frekara mat á heildarkostnað sveitarfélagsins, þ.m.t. vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu, tapaðra leigutekna, skattekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélaga að svo viðamiklu langtímaverkefni.
VG og óháð styðja ekki samningana með þeim skuldbindingum sem þeim tengast á þessu stigi, enda ekki heldur gefist nægjanlegt tækifæri til að fara yfir það í sveitarstjórnarhópi framboðsins, vegna þess trúnaðar sem hefur verið um málið. Endurskoðun á þeirri afstöðu byggist á frekari yfirferð, gögnum og greiningu á heildarkostnaði og um leið að ávinningur af verkefninu leiði til annarrar niðurstöðu, áður en sveitarstjórn tekur endanlega afstöðu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 365. fundur - 21.03.2018
Stefán Vagn Stefánsson leggur til að málinu verði frestað. Tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 822. fundur - 05.04.2018
Farið yfir stöðu verkefnisins. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 823. fundur - 12.04.2018
Sjá bókun í trúnaðarbók.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað:
Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar af málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Teljum við að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi bendum við á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Við óskum eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.
Þá undrumst við þá leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Við álítum að það sé skylda okkar sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.
Bjarni Jónsson VG og óháðum
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista
Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum í byggarráði varðandi samninga við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn sem um ræðir var samþykktur á fundi ráðsins 2. mars s.l. án athugasemda fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn. Í vinnsluferli samningsins komu aldrei fram efasemdir eða athugasemdir frá fulltrúum minnihlutans hvort umræddur samningur stæðist lög og verður það að teljast sérstök vinnubrögð að taka þátt í vinnslu á umræddum samningi og koma svo eftir að hafa samþykkt umræddan samning og gagnrýna innihald hans.
Stefán Vagn Stefánsson B-lista
Sigríður Svavarsdóttir D-lista
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Öll málsmeðferð er á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað:
Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar af málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Teljum við að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi bendum við á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Við óskum eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.
Þá undrumst við þá leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Við álítum að það sé skylda okkar sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.
Bjarni Jónsson VG og óháðum
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista
Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum í byggarráði varðandi samninga við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn sem um ræðir var samþykktur á fundi ráðsins 2. mars s.l. án athugasemda fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn. Í vinnsluferli samningsins komu aldrei fram efasemdir eða athugasemdir frá fulltrúum minnihlutans hvort umræddur samningur stæðist lög og verður það að teljast sérstök vinnubrögð að taka þátt í vinnslu á umræddum samningi og koma svo eftir að hafa samþykkt umræddan samning og gagnrýna innihald hans.
Stefán Vagn Stefánsson B-lista
Sigríður Svavarsdóttir D-lista
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Öll málsmeðferð er á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.
Samþykkt var að gera fundarhlé kl. 10:33.
Fundi fram haldið kl. 11:00.
Fundi fram haldið kl. 11:00.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 827. fundur - 03.05.2018
Sjá trúnaðarbók.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 850. fundur - 11.12.2018
Á fund byggðarráðs komu Ingvi Jökull Logason forsvarsmaður Sýndarveruleika ehf. og Arnór Halldórsson hrl. og fóru yfir samninga og bókanir vegna samstarfs um sýndarveruleikasýningu í Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Véku þeir af fundi kl. 14:00.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa samstarfssamningi um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar ásamt fylgigögnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Þrátt fyrir breytingar á nokkrum atriðum í samningsdrögum, eiga þeir fyrirvarar og gagnrýni sem VG og óháð hafa áður sett fram vegna málsins enn við í meginatriðum. Því er afstaðan óbreytt. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar við fyrirtöku á fyrirhuguðum sveitarstjórnarfundi. VG og óháð eru andvíg samningunum í núverandi mynd.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa samstarfssamningi um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar ásamt fylgigögnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Bjarni Jónsson óskar bókað:
Þrátt fyrir breytingar á nokkrum atriðum í samningsdrögum, eiga þeir fyrirvarar og gagnrýni sem VG og óháð hafa áður sett fram vegna málsins enn við í meginatriðum. Því er afstaðan óbreytt. Að öðru leyti vísast til umfjöllunar við fyrirtöku á fyrirhuguðum sveitarstjórnarfundi. VG og óháð eru andvíg samningunum í núverandi mynd.
Bjarni Jónsson, VG og óháðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 378. fundur - 19.12.2018
Regína Valdimarsdóttir forseti kynnti samsstarfssamninginn,
Á þessum fundi er bara eitt mál á dagskrá undir liðnum almenn mál, en það er Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki. Þegar hefur verið farið yfir efni samstarfssamnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. og þá samninga og viðauka sem honum tengjast, en það eru viðauki A, viðauki B og viðauki C við samstarfssamninginn, leigusamningur um Aðalgötu 21a og 21 b, hluthafasamkomulag um Sýndarveruleika ehf. og teikning af því húsnæði sem hvoru tveggja verða fylgiskjöl við samstarfssamninginn og að lokum samningur sem fjallar um það hvernig sveitarfélagið getur eignast 10 % hlut í Sýndarveruleika ehf. Var það gert á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember sl. og er samningurinn önnur framangreind skjöl nú lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og bauð nýtt sveitarstjórnarfólk velkomið á þeirra fyrsta sveitarstjórnarfund og óskaði þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir sveitarfélagið.
Stefán Vagn lagði fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga að afgreiðslu þessa fundar er að samstarfssamningur við Sýndarveruleika ehf. og viðaukar hans og aðrir samingar og skjöl sem honum tengjast og sem forseti sveitarstjórnar tilgreindi nú áðan verði samþykktir með breytingum sem leiða af prófarkalestri, breytingu orðsins safns í sýningu þar sem við á í skjölunum og viðbót við E-lið inngangskafla samstarfssamnings sem orðast svo: „Þetta ákvæði skal þó ekki hamla því að sveitarfélagið styðji við uppbyggingu starfsemi sem er ekki á sviði sýndarveruleikaupplifunar með áherslu á sögusvið Sturlungaaldar".
Breytingartillaga á samstarfssamningnum við Sýndarveruleika ehf. sem formaður byggðarráðs fór með, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Sýndarveruleika ehf., sem og önnur þau skjöl sem áður voru tilgreind af forseta sveitarstjórnar og formanni byggðarráðs með áorðnum breytingum er borinn upp til samþykktar í sveitarstjórn og samþykktur með 5 atkvæðum.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Byggðalistunum og Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir frá Vg og óháðum, greiddu atkvæði á móti.
Á þessum fundi er bara eitt mál á dagskrá undir liðnum almenn mál, en það er Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningar á Sauðárkróki. Þegar hefur verið farið yfir efni samstarfssamnings sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. og þá samninga og viðauka sem honum tengjast, en það eru viðauki A, viðauki B og viðauki C við samstarfssamninginn, leigusamningur um Aðalgötu 21a og 21 b, hluthafasamkomulag um Sýndarveruleika ehf. og teikning af því húsnæði sem hvoru tveggja verða fylgiskjöl við samstarfssamninginn og að lokum samningur sem fjallar um það hvernig sveitarfélagið getur eignast 10 % hlut í Sýndarveruleika ehf. Var það gert á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember sl. og er samningurinn önnur framangreind skjöl nú lögð fram til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og bauð nýtt sveitarstjórnarfólk velkomið á þeirra fyrsta sveitarstjórnarfund og óskaði þeim velfarnaðar í störfum sínum fyrir sveitarfélagið.
Stefán Vagn lagði fram eftirfarandi tillögu:
Tillaga að afgreiðslu þessa fundar er að samstarfssamningur við Sýndarveruleika ehf. og viðaukar hans og aðrir samingar og skjöl sem honum tengjast og sem forseti sveitarstjórnar tilgreindi nú áðan verði samþykktir með breytingum sem leiða af prófarkalestri, breytingu orðsins safns í sýningu þar sem við á í skjölunum og viðbót við E-lið inngangskafla samstarfssamnings sem orðast svo: „Þetta ákvæði skal þó ekki hamla því að sveitarfélagið styðji við uppbyggingu starfsemi sem er ekki á sviði sýndarveruleikaupplifunar með áherslu á sögusvið Sturlungaaldar".
Breytingartillaga á samstarfssamningnum við Sýndarveruleika ehf. sem formaður byggðarráðs fór með, borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Sýndarveruleika ehf., sem og önnur þau skjöl sem áður voru tilgreind af forseta sveitarstjórnar og formanni byggðarráðs með áorðnum breytingum er borinn upp til samþykktar í sveitarstjórn og samþykktur með 5 atkvæðum.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Ragnheiður Halldórsdóttir frá Byggðalistunum og Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir frá Vg og óháðum, greiddu atkvæði á móti.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.