Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

397. fundur 15. apríl 2020 kl. 15:30 - 15:42 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
  • Aðalsteinn Tryggvason
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga

Málsnúmer 2004086Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með vísan til auglýsingar um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga, eftirfarandi tímabundin frávik frá skilyrðum ákvæða 3. og 4. mgr. 61. gr. og 2. mgr. 76. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 varðandi skil á ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2019:
1. Ársreikningur verði fullgerður og samþykktur af byggðarráði og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í sveitarstjórn fyrir 15. maí 2020 í stað 15. apríl sama ár.
2. Staðfestingu ársreiknings sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja verði lokið fyrir 15. júní 2020 í stað 15. maí sama ár.
3. Ársreikningur sveitarfélagsins, ásamt skýrslu endurskoðanda, verði sendur ráðuneytinu og Hagstofu Íslands fyrir 20. júní 2020 í stað 20. maí sama ár.
Heimild þessi gildir til 20. júní 2020.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 15:42.