Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

3. fundur 06. september 2006
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 3 – 06.09. 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 6.september kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 17:00.
Mætt voru: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sólveig Olga Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri.
 

Dagskrá:

  1. Erindi frá hafnarverði
  2. Hafnasambandsþing
  3. Staða framkvæmda
  4. Snjómokstursreglur
  5. Reykjarhólsvegur
  6. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
  1. Ákveðið að afla frekari gagna. Málinu frestað til næsta fundar.
 
  1. Samþykkt að senda 2 fulltrúa á Hafnasambandsþing, sem verður haldið á Höfn í Hornafirði 12. og 13. október n.k. 
 
  1. Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
 
  1. Rætt um snjómokstursreglur sveitarfélagsins.
 
  1. Rætt erindi frá íbúum við Birkimel í Varmahlíð. Erindinu vísað til Vegagerðarinnar með ósk um að lagt verði bundið slitlag á Reykjarhólsveg.
 
  1. Samþykkt var að nefndin fundaði annan hvern þriðjudag kl. 16:00.
 
 
Fleira ekki gert.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40.