Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Ár 2007, mánudaginn 29. janúar kl 1530 kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð, Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri og Gunnar Steingrímsson hafnarvörður. – Sólveig Olga Sigurðardóttir forfallaðist á síðustu stundu.
Dagskrá:
1. Yfirlit yfir hafnastarfsemi 2006 – Gunnar Steingrímsson hafnarvörður
2. Samgönguáætlun 2007-2010 – Erindi frá Byggðarráði
3. Uppgjör hafnarframkvæmda 2006
4. Fræðsluátak vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum - Kynningarefni frá Úrvinnslusjóði
5. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Yfirlit yfir hafnastarfsemi 2006 – Gunnar Steingrímsson hafnarvörður kynnti yfirlit ársins 2006 yfir skipakomur og landaðan afla í Skagafirði. Örlítill samdráttur er í lönduðum afla á Sauðárkróki en aukning í Haganesvík og Hofsósi. Skipakomum, flutningaskipum, hefur fækkað í Sauðárkrókshöfn milli ára.
2. Samgönguáætlun 2007-2010 – Erindi frá Byggðarráði. Sveitarstjóra falið að ræða við Siglingastofnun varðandi keyrslu Sauðárkrókshafnar í líkani. Mjög nauðsynlegt er að hraða keyrslu líkansins vegna áframhaldandi uppbyggingar hafnarsvæðisins.
3. Uppgjör hafnarframkvæmda 2006. Lögð fram útprentun úr framkvæmdabókhaldi vegna ríkisstyrktra framkvæmda hjá hafnarsjóði. Engar athugasemdir gerðar.
4. Fræðsluátak vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum – Lagt fram til kynningar bréf frá úrvinnslusjóði vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum. Erindinu vísað til næsta fundar.
5. Önnur mál –
a) Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum nr. 61/2003. Helstu breytingar varða forræði á skipulagi hafna og gjaldtökuheimildir.
Umsögn frestað til næsta fundar.
b) Kynntur samningar við RARIK varðandi orkukaup fyrir Skagafjarðarhafnir. Nefndin samþykkir samningana fyrir sitt leyti og vísar þeim til Byggðarráðs
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1720
Fundur 9 – 29.01.2007
Ár 2007, mánudaginn 29. janúar kl 1530 kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð, Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri og Gunnar Steingrímsson hafnarvörður. – Sólveig Olga Sigurðardóttir forfallaðist á síðustu stundu.
Dagskrá:
1. Yfirlit yfir hafnastarfsemi 2006 – Gunnar Steingrímsson hafnarvörður
2. Samgönguáætlun 2007-2010 – Erindi frá Byggðarráði
3. Uppgjör hafnarframkvæmda 2006
4. Fræðsluátak vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum - Kynningarefni frá Úrvinnslusjóði
5. Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Yfirlit yfir hafnastarfsemi 2006 – Gunnar Steingrímsson hafnarvörður kynnti yfirlit ársins 2006 yfir skipakomur og landaðan afla í Skagafirði. Örlítill samdráttur er í lönduðum afla á Sauðárkróki en aukning í Haganesvík og Hofsósi. Skipakomum, flutningaskipum, hefur fækkað í Sauðárkrókshöfn milli ára.
2. Samgönguáætlun 2007-2010 – Erindi frá Byggðarráði. Sveitarstjóra falið að ræða við Siglingastofnun varðandi keyrslu Sauðárkrókshafnar í líkani. Mjög nauðsynlegt er að hraða keyrslu líkansins vegna áframhaldandi uppbyggingar hafnarsvæðisins.
3. Uppgjör hafnarframkvæmda 2006. Lögð fram útprentun úr framkvæmdabókhaldi vegna ríkisstyrktra framkvæmda hjá hafnarsjóði. Engar athugasemdir gerðar.
4. Fræðsluátak vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum – Lagt fram til kynningar bréf frá úrvinnslusjóði vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum. Erindinu vísað til næsta fundar.
5. Önnur mál –
a) Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á hafnarlögum nr. 61/2003. Helstu breytingar varða forræði á skipulagi hafna og gjaldtökuheimildir.
Umsögn frestað til næsta fundar.
b) Kynntur samningar við RARIK varðandi orkukaup fyrir Skagafjarðarhafnir. Nefndin samþykkir samningana fyrir sitt leyti og vísar þeim til Byggðarráðs
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1720