Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

11. fundur 27. mars 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 11 – 27. mars 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 27. mars kl 1600  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður, Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
1.      Umhverfismál – dagur umhverfisins 25. apríl
2.      Hesteyri 2 – Vatneyri 3 – deiliskipulag – kynning á skipulagstillögu
3.      Koma skemmtiferðarskipa – bréf Samgönguráðuneytis dagsett 14. mars 2007
4.      Sjólagnir á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki – bréf Skagafjarðarveitna dagsett 23. mars 2007
5.      Hofsósshöfn – óveðurstjón 24. mars 2007.
6.      Önnur mál.
           
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Umhverfismál – dagur umhverfisins 25. apríl. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að leita eftir samstarfi við Náttúrustofu Nl- vestra um samstarf um dag umhverfisins. Rætt um hreinsunarátak í Sveitarfélaginu og stefnt að almennri hreinsunarviku um miðjan maí. Helga útfærir tillögur fyrir nefndina.
 
2.      Hesteyri 2 – Vatneyri 3 – deiliskipulag – kynning á skipulagstillögu. Jón Örn kynnti tillögu að deiliskipulagi lóðanna Hesteyri 2 – Vatneyri 3. Samþykkt hefur verið lóðarúthlutun á hafnarsvæðinu til Kaupfélags Skagfirðinga, sem áformar að byggja verkstæði á lóðinni í sumar. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við fyrri samþykktir Samgöngunefndar Sveitarfélagsins. 
 
3.      Koma skemmtiferðarskipa – bréf Samgönguráðuneytis dagsett 14. mars 2007. Þar er farið fram á að fá upplýsingar um komu skemmtiferðarskipa í Skagafjarðarhafnir og beðið um upplýsingar varðandi farþegafjölda og tekjur af þeim. Gunnari Steingrímssyni falið að svara bréfinu.
 
4.      Sjólagnir á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki – bréf Skagafjarðarveitna dagsett 23.mars 2007. Skagafjarðarveitur sækja um leyfi til að leggja sjóleiðslu frá “sjótökuholum” á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki að rækjuverksmiðjunni Dögun samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti, sem gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettur er 13.03.2007. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindið og vísar því til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar vegna veitingar á framkvæmdaleyfi. Verkið verði unnið í samráði við yfirhafnarvörð og fyrirtæki á svæðinu.
 
5.      Hofsósshöfn – óveðurstjón 24. mars 2007. Gunnar gerði grein fyrir þeim skemmdum sem orðið hafa á sjóvörn í Hofsósshöfn framan við Vesturfararsetrið að undanförnu. Gunnari og Jóni falið að skoða málið.
 
 
6.      Önnur mál.
·        Eyðing vargfugls. Gunnar óskar eftir heimild nefndarinnar til að gera ráðstafanir vegna útbreiðslu vargfugls á hafnarsvæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir erindi Gunnars fyrir sitt leyti, enda verði haft samráð við hlutaðeigandi yfirvöld.
 
·        Jón Sigurðsson vekur athygli á nýjum vegalögum – sérstaklega á 14. grein þeirra. Þar er vegamálstjóra heimilt að fela Sveitarfélagi veghald héraðsvega óski Sveitarfélag eftir því. Rennur þá fjárveiting, sem ráðstafað er til þessara vega, óskipt til Sveitarfélagsins samkvæmt ákvæði þessu.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1742
 
                                                                                                            Jón Örn Berndsen