Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

15. fundur 19. júní 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 15 – 19. júní 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 19. júní kl 0900  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri, og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
 
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn – Á fundinn kom Ómar Kjartansson framkvæmdastjóri ÓK- gámaþjónustu og Flokku ehf  til viðræðna við nefndina
 
Dagskrá:
 
1.      Sorpmál, sorphirða - urðunarstaður
2.      Fráveitumál í dreifbýli
3.      Sauðárkrókshöfn
4.      Umhverfismál
5.      Önnur mál.
 
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Sorpmál, sorphirða. Rætt um urðunarstaðinn á Skarðsmóum og stöðu mála þar ytra. Nauðsynlegt er að fara í verulegt umhverfisátak þar. Gera mön, forma svæðið og setja upp net til að hindra fok. Nauðsynlegt er að taka þar eina gryfju til viðbótar. Sérstaklega er bent á að urðunarstaðurinn á Skarðsmóum er orðinn fullur og nýtist ekki lengur en til vors í mesta lagi. Þá var rætt um framtíðarstefnu varðandi þennan málaflokk og þær breytingar sem verða þegar Flokka ehf tekur til starfa á haustdögum við Borgarteiginn. Gerði Ómar grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir hjá Flokku ehf. Rætt um brotajárnssöfnun og stöðu þeirra mála.
 
2.      Fráveitumál í dreifbýli. Ómar gerði grein fyrir því kerfi sem verið hefur á hreinsun rotþróa í sveitum.  Kerfisbundið eru rotþrær hreinsaðar og er fyrstu yfirferð um héraðið að verða lokið. Ástand rotþróa er misjafnt til sveita og gera þarf átak í að koma þeim málum í betra horf.
Ómar vék nú af fundi.
 
3.      Sauðárkrókshöfn. Líkan af Sauðárkrókshöfn er nú tilbúið hjá Siglingastofnun. Stefnt er að því að skoða líkanið hjá Siglingastofnun nú í vikunni.
 
4.      Umhverfismál. Helga gerði grein fyrir vinnu við opin svæði sem nú eru í gangi. Rædd nauðsyn þess að taka umhverfismálin enn fastari tökum, sérstaklega varðandi bílhræ og  brotajárn.
 
5.      Önnur mál.
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1000
 
                                                                                                          Jón Örn Berndsen
                                                                                                          ritari fundargerðar